10.2.05
9.2.05
18.1.05
Var svo þriðja sýning af Martröð á Jólanótt. Um þessa 3. sýningu skulu ekki vera höfð of mörg orð fyrir utan það að hún var í raun sönn martröð fyrir aðstandendur hennar á meðan sýningunni stóð, heilmikið ævintýri eftir á og maður var heldur betur reynslunni ríkari eftir á, eða ég vona að flestir hafi verið það.
Því við getum ekki boðið áhorfendum okkar upp á annað eins aftur, og nú er ég að tala til samstarfsfólks míns, þetta var óásættanlegt. Nú eru bara tvær sýningar eftir og við verðum bara að leggja allt í sölurnar fyrir þær. Já, ég veit að þetta var mestmegnis e-ð tæknifokk en mér finnst sem það vanti meira upp á en tæknina til þess að sýningin verði eins virkilega frábær og hún gæti orðið. Ég veit að einhverjir voru að tala um að við yrðum að hafa eitt rennsli og æfa e-ð en ég held að það sé bara rugl. Við höfum þetta alltsaman í hausnum og vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og ég tel að þá sé bara eitt sem vanti upp á. Þá er ég kominn að kjarna málsins, það sem vantar upp á er einfaldlega einbeiting, en það virðist bara ekki vera neitt ,,einfaldlega" hjá mörgum. Ég vil ekki vera með neinn móral, en þetta er það sem mér virkilega finnst. Fólk er að rabba saman í þessum líka fínu, kósý sófum á meðan sýningu stendur, hrekkur sýðan upp: ,,sjitt, ég er í næstu senu!" og æðir í fáti í leit að propsinu sínu og inn á svið. Ok, gróft dæmi, ég veit, en þetta er ekki fjarri lagi. Einbeitum okkur að sýningunni á meðan á henni stendur og tölum saman að sýningu lokinni. Tuðituð, en sorrý krakkar, í þessu er falið örlítið sannleikskorn.
Tæknifólkið á skilið hrós fyrir að hlaupa út um allann kastala að reyna redda málunum í miðri sýningu, en við verðum bara öll að leggjast á eitt til að allt gangi upp. Lykillinn að því tel ég vera einbeiting. Það verður miklu skemmtilegra þegar á hólminn er komið. Einbeiting, einbeiting og aftur einbeiting.
Hvað finnst ykkur? Ég vil helst bara fá komment frá aðstandendum ,,Martröð á Jólanótt"
Takk fyrir.
Morfískeppnin á föstudaginn var var var var mjög skemmtileg. Að vísu tapaði skemmtilegra liðið, en kannski hefur allt gamanið og flippið komið niður á innihaldinu sem jú, þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir öllu máli í svona ræðukeppnum. En hvað veit ég.
Djammið á gauknum eftir keppnina var fínt. Tveir bjórar, ráp og heilmikill dans. Dansmúv kvöldsins átti þó tvímælalaust Ugla. Hún kom sterk inn með einni glæsilegri "brú" en toppaði síðan alltsaman þegar hún tók upp á því að taka "standa á höndum" múvið. Það fór ekki betur en svo að pilsið hennar flettist upp-, eða niður um hana...hvernig sem þetta snéri alltsaman, og í ljós kom ýmislegt sem átti ekkert endilega að koma í ljós. Gaman aðessu.
Mjög gott flipp átti sér síðan stað heima hjá Frissa kvöldið eftir. Tjillpartý af bestu gerð. Hlýtt á tónlist og rætt um margt flippað og áhugavert eins og David Blaine og hveitibjóra. Flipp kvöldsins var þó án nokkurs vafa hlutverkaskipti klukknaglasamottunnar og veggklukkunnar. Veggklukkan fékk að dúsa á borðinu með bjórglas ofan á sér og glasamottan flaug upp á vegg og fékk að hanga þar stolt, þar til gestgjafinn kom aðvífandi og lagði bann á þetta allt saman. Bömmer. Gestfjafa fannst þetta nú samt lúmskt fyndið.
Helgi og Jón Kristján hljóta titilinn...samferðarmenn kvöldsins?
14.1.05
Geri þetta ekki oft en mig langar til þess núna. Ég ætla að hafa stutta tölu um þá sem ég bætti nýlega inn á hlekkjalistann minn því þeir eiga það alveg skilið.
Dóri: Halldór Ásgeirsson heitir kappinn fullu nafni. Gengur undir ýmsum viðurnefnum, þó líklega þekktastur sem Dóri Harði eða Dóri Kisa. Dóri er einn fyndnasti gaur sem ég þekki og mjög svo hnittinn auk þess sem hann er ansi fær í gítarleik. Hann fór ansi fögrum orðum um mig á síðu sinni og það var bara frekar kúl. Hann leikur í Martröð á jólanótt og að mínu mati einn skemmtilegasti karakter sýningarinnar. Pottþéttur náungi sem getur talað með ótrúlega skrítnum og skemmtilegum áhersluendingum. Jaá!
Dóri heldur uppi síðu sinni ásamt öðrum fínum gaur sem ég þekki þó ekki jafnmikið, Sverri. En vonandi ertu sáttur við nafnið á hlekknum Dóri, mér fannst soldið fyndið að bæta við kettinum sem týndist ekki og hafa hann þarna með ykkur.
Jakob: Jakob Ómarsson heitir þessi magnaði náungi fullu nafni, stundum kallaður Kobbi hvíti. Ætti náttúrulega að vera búinn að hlekkja á hann fyrir löngu því hann heldur upp skemmtilegri bloggsíðu og er skondinn og áhugaverður penni. Hann leikur, líkt og Dóri, í Martröð á jólanótt en var sá gaur sem kom mér mest á óvart á meðan æfingaferlinu stóð. Hann var stöðugt að peppa mig upp og styðja og er ég honum mjög þakklátur fyrir það, því hann bjargaði mér alveg á tímabili. Jakob er skemmtilegur og einn af hans helstu kostum er að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Þó ekki nakinn samt, HAHA! En hann er ekkert að reyna að vera e-ð annað en hann er, held ég allavega. Hann er líka opinskár og segir virkilega það sem honum finnst um aðra en alls ekki á neikvæðan hátt. Hann er nefnilega mjög jákvæður og virðir aðra, sama hvaðan þeir koma. Gúd sjitt.
13.1.05
Aðgerðarleysi? Ó nei! Langt því frá. Dagurinn í gær fór t.d. að mestu í að máta körfuboltaskó í smáralindinni. Svo fór að ég fann mér akjósanlega skó í ákjósanlegri stærð í ákjósanlegum litum með ákjósanlegum öklastuðningi ásamt ákjósanlegum reimum. Held ég bara.
Svo horfði ég á Family Guy í gærkvöldi í góðra vina hópi þar sem rúmgaflar voru skallaðir í gríð og erg og kínavasar voru mölvaðir með golfkúlum.
En núna er ég að læra söguverkefni. Svo ætla ég að lesa ljóðabækur og myndasögur auk þess sem ég skelli mér í körfubolta á eftir. Ætli ég spili ekki einhverja tölvuleiki líka.
Gegt.
8.1.05
Mér líður ágætlega núna eftir veikindatörn. Fór í körfu áðan sem var hressandi. Kíki örugglega í eitt stykki partý á eftir. Heng svo og geri líklega ekki neitt á morgun, en ég ætla mér þó að hlusta á Ratatat einhverntíman í sunnudagsgleðinni. Kannski tek ég til. Svo kíki ég í skólann á mánudaginn og finn mér e-ð vinnuplan í samráði við nokkra hressa kennara fyrir þessar skitnu 12 einingar sem ég á eftir til stúdentsprófs. Engar áhyggjur, þetta mun klárast núna.
Fyrir rétt rúmri viku voru áramót. Tjah, fyrir rétt rúmri viku var árið 2004. ÓTRÚLEGT! 2004 var gott. Mikið að gerast. Skóli, kór, Eistland, sumarvinna, sumardjamm...ok, kannski var ekkert svo mikið að gerast eftir alltsaman...jú, bíðið við, hverju er ég að gleyma?
Ég fékk eitt stærsta tækifæri lífs míns til þessa þegar líða tók á haustið og veturinn tók við. Eftir mjög skemmtilegt námsskeið, nokkur stressandi inntökupróf og spunamaraþon fékk ég upp í hendurnar það sem ég hafði allan tímann stefnt að og ætlað mér, hlutverk Jóa í uppsetningu LFMH á Martröð á jólanótt. En þar sem ég stóð með þetta í höndunum hugsaði ég með mér hvort ég ætti eftir að geta valdið þessu? Hlutverk sem krefst mikils, söngs og leiks? Á ég e-ð erindi í þetta sjitt?
Æfingar hófust og ég gerði það eina sem ég gat gert, ég gaf allt mitt í þetta. Langir dagar, langar og strembnar æfingar en nær alltaf skemmtilegar. Allt borgaði sig þetta að lokum. Ég stend í mikilli þakkarskuld við leikstjórana, Odd Bjarna og Margréti. Þau kenndu mér ógeðslega mikið.
Margir kynnu að segja: ,,Halli minn, er þetta nú ekki komið gott, orðinn tvítugur strákurinn og ennþá eitthvað að fíflast þarna með þessu MH leikfélagi? Hva, er þetta ekki þín 5. LFMH sýning? Er þetta nú ekki farið að koma gott? Ha?" Svarið er einfalt. Nei (í jákvæðum skilningi þess orðs). Þetta er svo drulluskemmtilegt. Á meðan krakkarnir sem eru með manni í þessu eru alltaf þetta skemmtileg, þá getur maður ekki annað en haldið áfram. Svo hef ég komist að því að ég er langt því frá að fara fá nóg af þessu leiklistardæmi öllu saman. Leiklist á hug minn allan þessa stundina.
Árið gat því ekki endað betur, með frumsýningu á leikriti. Ég þakka allt hrós sem ég hef fengið og ég met það mikils að fólk hafi skemmt sér og sé tiltölulega sátt eftir að hafa séð sýninguna. Móðir mín sagði við mig daginn eftir frumsýninguna að hún væri stolt af mér og þar sem hún hafði verið að horfa á mig þarna á sviðinu hafði hún áttað sig nokkuð á því hvert ég stefndi. Miðað við það sem fólk segir við mig eftir sýningarnar er ég líka að fá nokkuð góða hugmynd um hvað ég ætla að gera í framtíðinni.
Nýja árið, 2005, gat í rauninni heldur ekki byrjað betur. Með Skúla og Frikka, niðri hjá bróður. Bjór, freyðivín og viský og síðast en ekki síst: Singstar!
Hvað á maður svo sem að segja? Líðanin er bara nokkuð góð í augnablikinu. Ég er ánægður. Ég er sáttur.
12.12.04
11.12.04
The Filth
Kvikmynd getur fjallað um ýmislegt. Hún getur jafnvel ljóstrað upp um tilgang lífsins. En það eitt og sér getur ekki gefið okkur neitt vegna þess að við höfum ekki hugmynd um neitt. Við vitum ekki neitt. En ef við horfum á eitthvað sem við getum samsamað með sjálfum okkur, og því er skilað til okkar á nógu góðan, skilmerkilegan máta, þá getur það snert okkur á einhvern hátt.
Þetta á þá auðvitað við um nær alla aðra miðla. Bækur, myndlist, tónlist o.fl. Það fer þá allt eftir því hversu fær listamaðurinn er á sínu sviði; hvort honum takist að miðla einhverjum tilfinningum til fólks og þannig vekja upp einhverjar tilfinningar hjá fólki með sköpunarverki sínu.
Bætið við. Dragið frá.
9.12.04
Freedom Fighters
Vá hvað Ash er skemmtileg og góð hljómsveit. Ég flýg aftur um nokkur ár við að hlusta á þetta. Lög á borð við Burn Baby Burn, Envy, Girl from Mars, Oh Yeah og Sometimes láta mann gráta og vilja aftur verða hálfviti í 9. bekk.
8.12.04
Ég: ,,Já, eitthvað."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, þeir eru eiginlega bara svona copy/paste band af The Fall."
Ég: ,,Já, ok. Ég hef líka verið að hlusta svolítið á The Rapture og fíla þá ansi mikið, góður kraftur innan um þessar villtu lagasmíðar."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, einmitt. Þá myndi ég mæla með þessu bandi (sýnir mér einhvern disk) The Rapture eru mikið undir áhrifum frá þeim og þeir eru alveg frá árinu 1980."
Ég: ,,Ok."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, en ég mæli með þessari plötu með The Fall ef þú ert e-ð að hlusta á indie eins og Pavement á annað borð. Hún er frá þeirra skemmtilegasta tímabili."
Ég: ,,Ok. En hvað segiru, er þessi á þúsund kall?" (Sýni honum Singles safn með hljómsveitinni Ash)
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Ha, jájá."
Ég: ,,Kúl. Ég ætla að fá hana. Svo hef ég lengi ætlað að fá mér þessa (Boards of Canada - Music Has the Right to Children) Fá hana bara líka."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Ok. Ég fór einu sinni á tónleika með þeim. Þeir voru eiginlega ekkert sérstakir þó svo að diskarnir séu alveg fínir."
Ég: ,,Mhmm. Get trúað því."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Þetta band er líka mjög skemmtilegt."
Ég: ,,Ok."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Viltu poka?"
Ég: ,,Já takk." (Lætur mig fá pokann með diskunum í ásamt kortakvittun) ,,Takk fyrir."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Takk sömuleiðis."
7.12.04
Búið ykkur undir KÖTT DAUÐANS!
Angrandi þegar fólk köttar yfir á næsta lag á geisladiski rétt áður en lagið á undan klárast.
Það er líkt og ef maður væri tengdur við öndunarvél og það væri það eina sem héldi í manni lífinu, samt væri maður glaðvakandi, og öndunarvélinni væri síðan kippt úr sambandi. Maður ætti kannski eftir að kveðja ástvin sinn eða e-ð álíka.
OK, maður myndi kannski ekki deyja við óvænt lagaskipti á geisladiski, en mér finnst þetta vera e-ð í áttina.
6.12.04
5.12.04
Þvílíkur djöfulsins rokkari var maðurinn!
Enda var hann líka alltaf að negla kellinguna sína, átti einhver tuttugu stykki af börnum. Sem er álika mikið og meðal unglingsbarn á af farsímum í dag.