13.12.06

Xena og Alpha.

Eftir að hafa byrjað að vinna í Bókasafni Kópavogs hefur lestur minn á bókum aukist til muna. Myndasögurnar les ég hvað mest í augnablikinu, enda er myndasögudeildin í kópavogssafninu afar góð. Um þessar mundir er ég að lesa seríu sem heitir Y: The Last Man. Hún fjallar um, eins og nafnið gefur til kynna, síðasta karlmanninn á jörðinni. Dularfull plága eyðir á svipstundu öllum spendýrum sem innihalda Y litning, fyrir utan einn karlmann, Yorick, og karlkyns gæludýrið hans, Ampersand. Við fylgjumst svo með honum þar sem hann er að reyna að fóta sig í nýrri, karlkynslausri, veröld. Sannkölluð útópía úber femínistans ef svo mætti að orði komast.

Þetta er mjög áhugavert stöff, og mjög skemmtilegt og spennandi. Heimsmyndin eins og við þekkjum hana fer í algjöra klessu, þar sem að t.d. nær öll flugumferð leggst niður því um 90% flugmanna eru karlkyns. Næstum öll „karlkyns" störf leggjast einfaldlega niður.
Svo eru t.d. hópar eins og Amazonurnar - öfgahópur kvenna sem líta á karlkynsútrýminguna sem himnasendingu frá móður jörð. Þversögn. Telja að nú sé tími kvenna loksins kominn eftir að hafa þurft að sæta kúgunn frá karlkyninu í aldanna rás. Þær komast svo á snoðir um Yorick greyið, og vilja hann umsvifalaust feigann því þær líta á hann sem „hina einu eftirlifandi ógn gegn hinni nýju heimsmynd".

Það sem ég fór hinsvegar að hugsa eftir að hafa byrjað að lesa þetta, hvað ef þessu væri nú öfugt farið. Ef einhver plága myndi eyða öllum kvenkyns spendýrum á jörðinni fyrir utan eina gellu og tíkina hennar. Ég er viss um að ef einhverjir karlahópar myndu komast á snoðir um hana og finna hana, myndi eitthvað verulega, verulega sick gerast.

17.10.06

Morgungleði

Ég: Ég ætla að spila aðeins á gítarinn.

Mamma: Gerðu það. Ég ætla að pissa.

3.10.06

Garðar Thór Cortes

Til hvers að vera í H.Í. bara til þess að vera í H.Í.? Það er margt áhugavert í listfræðinni, en líka margt ekki svo áhugavert. Það var enginn metnaður að koma frá mér gagnvart náminu, nennti ekki að lesa o.s.frv. Ég veit núna að þetta er engan veginn það sem mig langar til að leggja fyrir mig. Ég veit líka nokkuð vel hvað mig langar til að gera seinna meir. Svo ég skráði mig úr listfræðinni og ætla nú að vinna markvisst að því námi sem ég hef alltaf ætlað mér í, meðal annars með því að safna mér pening fyrir því. Veit einhver um sniðuga vinnu?

Það er geðveikt gaman í stúdentaleikhúsinu.

Mikið er Nessun Dorma arían úr óperunni Turandot rosalega flott og falleg. Svo vel samið sjitt. Sérstaklega finnst mér flottur kaflinn á undan kaflanum sem allir þekkja.

Og mér finnst cheddar ostur góður.

24.9.06

Augnskuggi

Þegar ég var lítill var ég haldinn mikilli fóbíu gagnvart andlitsmálun ýmiskonar eins og oft tíðkast í kringum 17. júní, öskudaginn og þess háttar hátíðir. Ef einhver ætlaði að klína á mig skeggi og kinnalit fældist ég undan eins og köttur sem fælist undan vatnsgusu. Ég fékk svo mikið á tilfinninguna að ég væri einhver allt annar en ég í rauninni var, sérstakalega ef ég var með einhverja andlitsmálningu. Zorróbúningurinn; skikkjan, sverðið og sérstaklega gríman var alveg nóg fyrir mig.
Í dag finnst mér fátt skemmtilegra en að taka gott hórudjamm með miklum augnskugga og fleiru tilheyrandi. Gefur mér tækifæri til að fela mig á bakvið eitthvað sem ég í rauninni alls ekki er.

17.9.06

Ég veit það ekki elsku vinir

Ég nenni ekki að kynna mér allt þetta sjitt. Ég nenni ekki að lesa svona mikið af dóti sem ég hef ekkert það mikinn áhuga á. Ég vil það ekki. Ég er ekkert að fara að verða listfræðingur. Af hverju er ég þá í listfræði? Til að tékka á háskólaumhverfinu? Það er ömurlegt svar. Ég held að H.Í. sé bara ekkert fyrir mig. Ég hef bara einhvernvegin ekkert betra að gera. Ætti maður að fara að vinna? Það er bara ekkert skárra. Maður fær kannski pening, en við að gera e-ð sem maður ætti því síður að vera að eyða tíma sínum í. Ég held ég viti alveg hvað mig langi til að gera, bara get það ekki ennþá. Svo nú er ég bara að drepa tímann svona á milli. Mig langar líka til útlanda. Ég bara nenni því ekki. Ragnheiður fór til Perú um daginn. Það var ógeðslega ýkt erfitt. En ég er mjög ánægður og stoltur af henni, að fara og upplifa eitthvað.
Ég ætla samt að halda áfram í þessu, reyna að lesa áfram, fá kannski eitthvað út úr þessu, hver veit. Bara hætta þessum aumingjaskap. Stundum nennir maður bara ekki neinu öðru, en að vera ræfill.

27.4.06

Hmmhmm

Svona eins og „haha” nema bara með lokaðan munninn.

20.4.06

La La Love You

Ef eitthvað getur komið manni í rétt skap, þá er það tónlist Pixies.
Ég er að hlusta á Pixies núna. Ég er í góðu skapi.

7.3.06

Æji, sjitt.

Það er óþægilegt að vita ekki eftir hverju maður er að bíða.

4.2.06

Íslenska landsliðið í handbolta

Í fyrra hafði ég allt í einu meira fjármagn milli handanna heldur en ég hafði gert áður. Í staðinn fyrir að eyða slatta af fjármagninu í e-ð göfugt málefni eins og t.d. barnahjálp í stríðshrjáðum löndum, eyddi ég mestu í sjálfan mig. Enda tel ég mig vera bara ansi göfugt málefni...
ÓGEÐSLEGA BULL!...

Allavega,

Heilmiklu af fjármagninu eyddi ég í tónlist, geisladiska, er tónlistarunnandi. Tók upp á því að fylgjast ýtarlega með öllu því nýja sem var að gerast í tónlistarheiminum árið 2005. Vissi samt ekki almennilega af hverju. Ekki fyrr en í lok ársins. Ég var víst stöðugt í einhverri leit. Leit að einhverju sem ég virkilega, virkilega fílaði. Og ég fann loksins e-ð eftir að hafa keypt mér rúma 60 geisladiska. Ég sé ekki eftir að hafa keypt neinn þeirra, þetta er allt fín tónlist. En eftir að hafa hlustað...æji fokk it. Ég er bara reyna að segja að ég virkilega elska hljómsveitina Deerhoof.

Í gær hætti ég minni mánaðarlegu 8-5 vinnu. Mér hefur sjaldan liðið jafn skemmtilega vel.

31.1.06

Mite

What to write?
Wonderful kite.
Mite.

Þú ert sæt.

Kite mite.
What to write?