19.6.04

20

Ég vil misnota aðstöðu mína hér á www.haraldur.blogspot.com en nota tækifærið til að óska Haraldi Ágústssyni til hamingju með afmælið. Hann er tvítugur í dag.
Hafðu það gott Haraldur minn og njóttu dagsins til hins ítrasta.

Fyrir hönd ritstjórnar www.haraldur.blogspot.com,

Sléttuhundur

17.6.04

Aðfaranótt 17.júní 2004 klukkan 01:00

Fór í select til þess að gera eitthvað. Sorglegt. Ég veit. Þar hitti ég fyrir 75% meðlima hljómsveitarinnar Búdrýgindi, þá Magga, Benna og Axel og átti við þá gott spjall um allt og ekkert, tónlist og? Nokkru seinna koma til okkar tveir strákar, svona á að giska um 16 ára aldurinn, frekar dökkir yfirlitum og virtust hafa verið að drekka áfengi. Annað hvort það eða þeir voru bara svona miklir vitleysingar. Annar þeirra var með svona hálfvitalegt glott alltaf hreint, eins og hann kynni ekkert annað. Hinn, sem ég kýs að kalla Tæpan (hann var frekar tæpur á því) stendur fyrir framan hálfvitaglottið og hefur samræður við okkur. Maður gat séð það árið 1985 að hann ætlar að vera rosalega fyndinn.

Tæpur: „Hey strákar, eruð þið í þanna hljómsveitinni Búdrýgindi?"

Hálfvitaglott:„huhuhuhu...búdrýgindi... huhuhuhu" (Hálfvitaglottið byrjar nú að hlæja hálfvita hlátrinum sínum)

75% Búdrýgindi: Já (augljóslega vanir þessari spurningu)

Tæpur: Hehe, má ég fá eiginhandaáritun?

Hálfvitaglott (fer nú að hlægja ennþá meiri hálfvitahlátri) HUHUHUHUHUUHHHUUU...eiginhandaáritun...HUHUHUHUHUHHHHUUUU

75% Búdrýgindi: (Líta hvor á annan, þetta var frekar lélegt grín, en Maggi svarar að bragði): Ég er ekki með penna.

Tæpur: Æji...(hann fer eitthvað að einu afgreiðslu borðinu)

Hálfvitaglott: Huhuhuhu....eiginhandaáritun....hihihuhuhu

Tæpur: (kemur að vormu spori aftur með blað og penna og réttir að okkur) Hérna. Gefið mér eiginhandaáritun.

Ja hérna. Þetta var frekar hallærislegt. Blaðið gengur frá Magga til Benna og því næst til Axels og þeir hripa nöfnin sín niður á blaðið (Axel skrifaði að vísu Laugarvegur á blaðið, það var gott grín). Því næst rétti Tæpur mér blaðið.

Tæpur: Hérna, skrifa þú líka.
Ég: En ég...
Tæpur: ha?

Ég sá mér leik á borði og skrifaði nafnið mitt þegjandi og hljóðalaust á blaðið. Þar með var ég bara í einni sviphendann orðinn meðlimur rokksveitarinnar Búdrýgindi og fyllti þar með upp þau 25% sveitarinnar sem vantaði þetta kvöldið.

Tæpur (með ógeðslegu og hræsnislegu brosi)Takk strákar.
100% Búdrýgindi Það var ekkert.
Hálfvitaglott Huhuhuhuhu...þú ert svo fyndinn...hiihihuuuuhuhu
Tæpur Hehe, ég veit.
Hálfvitaglott Hhuhuhuhuiah....eiginhandaáritun....huhuhuhuuuhu

Eftir þetta skondna atvik gerði ég eins og hljómsveitarmeðlimir mínir í Búdrýgindum og dreif mig í burtu. Fór heim og gerði þriðju tilraun til þess að klára að horfa Wild at Heart eftir David Lynch en sú tilraun fór eins og hinar tvær. Ég sofnaði.

Hvenær er svo næsta æfing strákar?

16.6.04

Allt í lagi

Haraldur Ágústsson er eigandi þessa rafmiðils. Hann ritaði ýmislegt misgáfulegt sumarið 2003 en lét ritstörfin eiga sig er lýða tók á haustið. Nú hyggst Haraldur taka lyklaborðið upp úr rykföllnum kassa og rita svolítið í sumar og vonandi lengur, jafnvel til ársins 2013.

Rafmiðill þessi verður þó með örlítið breyttu sniði frá því áður.

Stærsta, og í raun eina eftirtektarverða breytingin felst í tilkomu sléttuhunds nokkurs. Leyfið mér að kynna sjálfan mig. Ég er yfirleitt kallaður sléttuhundur. Sléttuhundar(e.meerkat) eru lítil og snögg spendýr er lifa einna helst á sléttum Suður Afríku, lýkt og Tímon í Konungi Ljónanna. Þið getið lesið meira um mig hér.
Ég lyfi helst á mosum, og þykja mér þá svokallaðir dúndurmosar sérstaklega góðir. Algjört lostæti. En fyrst og fremst lyfi ég á góðum skrifum frá Haraldi Ágústssyni. Ef hann er ekki duglegur að rita niður ýmislegt sem að honum dettur í hug á sinni venjulegu lífsgöngu, þá mun ég veslast upp og deyja.
Samt sem áður verða öll skrif frá Haraldi Ágústssyni, sem eiga að birtast á þessum rafmiðli, að berast til mín, verða lesin af mér og að lokum samþykkt áður en þau fá að njóta birtingar á haraldur.blogspot.com. Þetta geri ég til að tryggja það að engin óþægindi skapist vegna vissra furðulegra þenkinga Haraldar sem hann á stundum til að deila, óvart eða viljandi, meðal fólks. Með þessu fyrirkomulagi ættu allir að vera hultir.
Aðrar breytingar, svo sem útlitsbreytingar og hlekkjabreytingar, hafa nú þegar verið gerðar og getið þið átt von á því að ennþá frekari úrbætur muni eiga sér stað á næstunni.

Þá kveð ég að sinni og vona að þið eigið eftir að njóta þeirra skrifta sem koma munu frá Haraldi í sumar.

Fyrir hönd öryggisdeildar www.haraldur.blogspot.com,

Sléttuhundur