13.6.03

Kenndur og Rispaður

Ég var að vinna í dag, og í morgun kom soldið nördalegur maður til þess að kaupa varahluti.

Í gærkvöldi, með holtagerðis-rauðvín við hönd (heimabruggað), var ég að hlusta á svolítið af tónlistinni sem að ég fékk mér í gær.
Nýja Radiohead platan, Hail to the Thief, er rosalega góð. Ég get ekki verið sammála Pétri um að hún sé ekki nógu góð heild. Að vísu hefur platan þónokkra breidd, hún teygir sig allt aftur til The Bends og OK Computer en fer síðan líka fram úr síðustu diskum, Kid A og Amnesiac, en það er einmitt þessi breidd sem að mér finnst gera diskinn svona góðan. 2+2=5 er uppáhaldslagið mitt um þessar mundir og ef maður leggur saman þessar þrjár tölur fáum við út 9.3, sem að er einmitt einkunin sem að ég gef Hail to the Thief, 9.3 af 10.
Næst setti ég á fóninn Turn on the Bright Lights með nýju NY rokksveitinni Interpol. Kom mér svolítið á óvart, því að þarna er á ferðinni ekki svo mikið rokk, heldur tiltölulega róleg plata sem þægilegt er að hlusta á. Inn á milli koma jú hressandi lög en yfir heildina er Turn on the Bright Lights frekar þægilegur áheyrnar. Reyndar var svolítið fúlt að á lagi nr 3, NYC, nánar t.t. á 1.mínútu og 52. sekúndu byrjaði diskurinn að hökta á einhverri fjandans rispu. Djö. Nú verð ég að fara alveg snællduvitlaus niður í Skífu og krefjast þess að fá nýjan og tvo aðra nýja með! Gangi mér vel. Þetta aftraði mér samt ekki frá því að klára að renna disknum í gegn. Það er örugglega köff að hlusta á hann með mjög dökk sólgleraugu.
Nú eftir þessa tónlistarhlustun var ég búinn með tvö Holtagerðis-rauðvínsglös ( og reyndar eitt reyk-viskí staup hjá Pabba, mmmmm) og var allt í einu byrjaður að finna svolítið á mér. Ég var bara nokkuð hissa á þessu öllu saman og strunsaði inn í eldhús þar sem að mamma og pabbi voru að tsjilla og spurði:
„Hvað er þetta eiginlega sterkt?"
Pabbi svaraði að bragði: „Nú, finnuru á þér drengur?"
Ég: „...ummm..jaaá, eiginlega...hhehe"
Mamma&Pabbi: „Híhíhí"
Pabbi: „Þetta eru svona um 15%
Ég: „Vó, ok.


Hard kor rauðvín maður.

Æ já, það kom semsagt soldið nördalegur maður niður í varahlutadeild Ræsis hf til þess að kaupa...humm...já...varahluti. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema að hann var klæddur bol merktum forritunarforritinu Visual Basic, sem að mér fannst nokkuð fyndið.

Svona í tilefni af því að Radiohead voru að gefa út nýja plötu langar mig til þess að birta texta eins lagsins af nýju plötunni. Venjulega finnst mér sjálfum frekar leiðinlegt að lesa tilvitnanir í texta, að ég tali nú ekki um heila texta, á bloggsíðum og öðrum netsíðum, ef að ég hef ekki heyrt lagið áður. Samt sem áður ætla ég að gera það í þetta eina sinn því að mér finnst textinn eiga einkar vel við þessa dagana og svo finnst mér hann einfaldlega fallegur rétt eins og lagið. Ég hvet ykkur eindregið til þess að verða ykkur út um það. Það heitir I will (No man´s land.).
Viljum við láta börnin okkar lifa í þeim stríðshrjáða heimi sem við lyfum í núna?

I will
Lay me down
In a bunker
Underground

I won´t let this happen to my children.
Meet the real world coming out of my
shell
With white elephants
Sitting ducks.
I will
Rise up.

Little babies´ eyes.

10.6.03

Hress með kókaín-gleraugu.

Íha. GAUR hélt debut tónleika sína á föstudagskvöldið var. Til að skýra nánar út hvað Gaur er, þá er það hljómsveitin sem að ég er í ásamt Helga, Pétri, Skúla og Frikka (okkur er aðeins betur lýst á blogginu hans Péturs, lau. 07.06). Á föstudagskvöldið var hélt nefnilega hin stórkostlega Ragnheiður rokkdrusla upp á afmælið sitt. Hún bauð upp á Faxe, sem ég drakk að vísu lítið af en margir aðrir gripu fegins hendi. Gaur flutti svo dúndur-rafmagnaða tónlist að löggan frétti af henni og kom til að djóína okkur. Reyndar kom löggan vegna kvörtunnar sem henni hafði borist frá nágranna Ragnheiðar, sökum of mikils hávaða frá veislunni. Það var óskemmtilegt eins og Ragnheiður komst svo skemmtilega að orði. Gaur voru ekki einir um tónlistarflutning í veislunni. Eftir að löggan hafði crashað pleisið steig á svið hið yndislega Bossaband Andra. Þeir toppuðu danshljómsveitina algjörlega með sínum mjúku röddum, vel hristuðu hristum og ljúfu gítarspili. Í kikknaði í hjáliðunum, eins og margar aðrar stúlkur. Yndælt. Við í Gaur náðum ekki að klára allt programmið okkar áður en lögreglan kom, þannig að við eigum það bara eftir til betri tíma, en ef þú lesandi góður vilt að Gaur spili í uppákomu á þínum vegum máttu endilega hafa samband við okkur. Ég þakka Ragnheiði fyrir skemmtilega afmælisveislu og hljómsveitarfélögum mínum fyrir gott fyrsta gigg.
Daginn eftir (laugardaginn 07.06.) kenndi ég minn fyrsta tíma í gítarstjórn. Nemandinn er 12 ára, heitir Kolbeinn og er bróðir vinkonu minnar, Nínu. Þessi fyrsti tími gekk bara ágætlega. Námið felst aðalega í því að koma upp smá grunni, til að geta spilað einföld lög. Þess vegna ákvað ég að byrja á að kenna honum Stairway to Heaven með Led Zeppelin. Þetta er bara nokkuð skemmtilegt, því að ekki vantar áhugann, og svo er þetta kærkominn aukapeningur. Ef þið hafið áhuga á að fá gítarkennslu heim til ykkar hafið endilega samband við mig. Ég er við símann núna.
Eftir kennsluna hófst undirbúningurinn að lokahófi Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Hann fólst meðal annars í ísáti, bjórkaupum á eðalbjórnum Le Faxe, kaupum á frönsku pulsubrauði, pulsum, baquettum, tómatsósu, steiktum lauk, sinnepi, gosi og fleiru frönsku. Ástæðan fyrir „öllu" þessu franska er sú að í leiklistarpartýum MH er hefð fyrir því að vera með eitthvað þema. Og þemað að þessu sinni var ...(trommusláttur)...franskt. Mannsaflinn var mjög fríður og franskur, drengir með franskt yfirvaraskegg og yfir helmingur mannsaflans var í röndóttum peysum og með svona málarahúfu. Matseðillinn var sömuleiðis einkar franskur og frækilegur. Hann var einhvernveginn svona:

Forréttur: Ritz kex og baquettur ásamt mexískóskum og ábyggilega frönskum ostum, ásamt
frönsku eðal rauðvíni úr kassa.

Aðalréttur: Franskar pylsur, grillaðar að hætti Kobz og Árna með öllu tilheyrandi, þ.á.m.
svona franskri prufudressingu beint úr Select! Le Faxe bjór í massa vís.

Eftirréttur: Franskar pönnukökur (crépes) með rjóma að hætti Höllu og mars-súkkulaði
dressingu að hætti Jóhönnu

Gyrnilegt, ekki satt?
Síðan var bara djammað feitt, mikið spjallað og enn meira drukkið. Og svo má ekki gleyma stjórnarskiptunum. Við í stjórn LFMH 2002-2003 vorum nefnilega að ljúka starfi okkar í þessu teiti og um leið fóru fram stjórnarskipti við komandi stjórn LFMH (2003-2004) Þessi stjórnarskipti voru áhugaverð. Fólu meðal annars í sér að láta hina nýju stjórn LFMH snæða ánamaðka, vandlega valdna af Höllu úti í garðinum hans Árna, spriklandi og fínir. Síðan veittum við þeim þeirra nýju viðurnefni sem stjórnarmeðlimir LFMH. Að starfa í LFMH var erfitt og skemmtilegt. Kvöldið var mjög vel heppnað fyrir mitt leyti, og ég kom ekki heim fyrr en klukkan var langt gengin 6 á sunnudagsmorgun. Eyþór er geðveikt fínn og skutlaði mér heim. Kærar þakkir.
Sofnaði kl. 6 og vaknaði rúmlega tveimur tímum seinna við það að Hrafn frændi minn hringdi í mig. Ég var á leiðinni í fermingarveislu bróður hans, Viðars, eins og hálf tíma akstur upp í sveit. Rauk upp, hálf-klæddi mig í sparifötinn, setti upp sólgleraugu og dröslaðist upp í bíl, hálf kenndur ennþá. Vá.
Fermingin átti sér stað í Stóra-Núps kirkju Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, þaðan sem að ég á ættir mínar að rekja. Ég fór meira að segja í kirkjuna og fannst bara gaman, geispaði ekki einu sinni, en ætli það hafi ekki verið aðalega út af prestinum. Já hann séra Axel er fyndinn gaur. Í fermingunni gerði hann einhverja villu sem var soldið klaufalegt en sagði síðan stuttu seinna: „ Já, þetta kallar maður að verða á í messunni". Öll kyrkjan hristist af flissi. En svo fór þynkan að hellast yfir, sem lagaðist reyndar fljótt eftir að maður komst í hinar frábæru veitingar frændfólks míns. Þá var sko mönsjað! Þannig að ef þið viljið fá geðveikt hressan gaur í fermingarveisluna ykkar, ekki tala við mig, ég var frekar úldinn. Takk Ásaskólafjölskylda fyrir góða veislu og til hamingju með ferminguna Viðar.

Úr einu yfir í annað. Að eignast nýja tónlistardiska veitir manni einstaka ánægju, að ég tala nú ekki um ef að manni er gefinn eins og einn eða tveir. Þegar mamma og pabbi komu heim úr flensunni frá Kanada fyrir um tveim vikum kom mamma með handa mér þrjá Bítladiska, sem er skemmtilegt því ég átti enga diska með þeim kumpánum. Þetta voru diskarnir Please Please Me, Let it Be (hei þetta rímar) og tvöföld Live at BBC (vá þetta rímaði líka! geðveikt!) plata. Ég hef ekki náð að hlusta á BBC plötuna ennþá en hinar tvær eru mjög fínar en mjög frábrugðnar frá hvorri annarri, kannski af því að PPMe kom út 1963 en Let it Be kom út 1970. Takk mamma.
Í dag var ég síðan að eignast Hail to the thief, nýja diskinn með Radiohead og ég keypti um leið Pablo Honey, fyrsta diskinn þeirra í útvarpshöfði.. Þar með á ég allar breiðskífur útvarpshauss. Til viðbótar við það fékk ég mér diskinn Turn on the Bright Lights með New York rokksveitinni Interpol. Hlakka mikið til að hlusta á hann.

Úr öðru yfir í þetta. Gaman gaman. Templateið virkar, svo að nú get ég bætt inn linkum á ykkur elskurnar mínar!

Úr þessu yfir í æji fokk it. Það getur reynst einstaklega erfitt að komast í einhverjar skriftir þegar maður hefur svona mikið gera. Ég vona að þið getið fyrirgefið mér þetta rúmlega viku blogleysi og ég stend í þeirri trú að þið munuð gera það. Ég skal reyna að bæta úr þessu.

Þetta er komið gott finnst mér í bili. Meira seinna. Bless.