31.7.03

Halli, Halli? Halli, Halli....Halli? Halli! Haaaalli, Halli, Halli? Halli!! Haaalli!!!! Halli? Hall...ii, Haa...lli? HALLI! Halli, JÓNAS!

Humm, þrjár vikur. Jæja, hvar á ég að byrja?

Best að byrja bara á nýliðnum atburðum. Þetta var ekkert smá fáránlega góð helgi. Hún hófst á föstudaginn. Þá hélt Steinunn súpersópran kórpartý heima hjá sér í vesturbænum (Kópavoginum), rétt hjá mér. Þannig að auðvitað hélt ég tenórateiti. Hjá mér byrjuðum við á nokkrum öllurum og tókum upp atriðið okkar. Já, ég held að mér sé óhætt að segja að í þetta skiptið hafi tenórarnir átt besta og metnaðarfyllsta atriðið. Atriðin voru nú ekki heldur upp á marga fiska að þessu sinni. Bassarnir stóðu á bak við einn grófasta texta sem að ég hef heyrt hingað til. Oj. Ég var hræddur. Nóg um það. Þegar í sjálft partýið var komið um kl. 24:00 þá var bara nokkuð góð stemmning í bænum. Ég held að sjaldan hafi kórpartý verið haldið sem var auglýst með svo stuttum fyrirvara. Skilaboð um partýið voru send út deginum áður. Samt var bara nokkuð vel mætt og góður, fullur, fílingur í hópnum. Ég drakk svona frekar mikið, eins og Steini sem að ældi út á götu. Nei Steini minn, Hot´n Sweet í of miklu magni er ekki málið. Því komst ég að þegar að síðasta kórpartý í vesturbæ Kópavogs var haldið fyrir um tveimur árum. Ja hérna, þá hélt ég líka tenórapartý en þá var Hjalti líka í kórnum, sem að sturtaði í okkur Hot´n Sweet og eplasnafs. Ég held að allir tenórarnir hafi drepist kl 24:30, nema Halli Volvo því að hann var..um...driver? Fáranlegt alveg hreint. Allavega, aftur að síðasta teiti. Ég held ég hafi hálfdrepist í einhverju rúmmi, vaknað síðan ennþá virkilega fullur og ráfað einhvernveginn heim þegar klukkan var langt gengin fimm. Ég var samferða Magna, æskuvini mínum sem ég hitti ekki oft þessa dagana, en hann var ein af boðflennunum sem að Ragnheiður talaði um. Talandi um Ragnheiði þá fékk ég ekkert smá steikt símtal frá henni einhverntíman um nóttina. Mjög fyndið alltsaman. Gott partý Steinunn.

Daginn eftir, eða öllu heldur kvöldið eftir, fór ég lengst austur í Árbæ til Skúla Svarta. Þar skildum við og Frikki drummer eyða kvöldinu í pízzuát, Family Guy gláp, sultun, og drykkju. Sem og við gerðum. Gassa maman, því við vorum einir heima og nokkru áður höfðu þeir komið fyrir heilu hljómsveitarsetti í stofunni hjá Skúla. Gamla trommusettið hans Frikka, bassinn og magnarinn hans Skúla, og einhver gítar og æfingamagnari sem að Skúli hafði fengið lánað. Síðan var bara sultað feitt. Einhverntíman um kvöldið komu einhverjar stúlkur í heimsókn, sem ég þekkti ekki neitt, og við spjölluðum heilmikið við þær. Við ætluðum víst að breyta þessu í eitthvað stórt partý en svo fóru þær bara. Þannig að við ákváðum þá bara að detta rækilega í það. Sem og við gerðum, enda vorum við með nóg af áfengi. Við drukkum samt ekkert yfir okkur. Frikki toppaði síðan kvöldið með því að segja alveg uppúr þurru: „ég þarf að æla”. Strunsaði síðan niður á klósett og ældi duglega. Ekki nóg með það heldur fékk hann um leið blóðnasir. Brútal skítur. Við vildum kenna því um að fyrr um kvöldið átt hann heila pízzu á korteri, og við vildum kenna mikilli þreytu um blóðnasirnar því að nóttina áður hafði hann sofið í hálftíma. Harður Gaur. Svo krössjuðum við bara þarna og ég skutlaði Frikka í vinnuna kl. 9:30 morguninn eftir.

-

Fyrir nokkru sagði vinnufélagi minn mér frá draumi sem hann hafði dreymt um nóttina. Draumurinn var eitthvað á þá leið að hann skar einhvern FM-hnakka, sem honum líkaði ekkert sérstaklega vel við, á háls og murrkaði úr honum lífið. Ok, fínt mál að þetta hafi verið FM-hnakki en svo er annað mál að hann skuli hafa skorið hann á háls. Hann sagði mér hvernig hann hafði virkilega fundið hvernig hnífurinn sökk í hálsinn á FM-hnakkanum og hvernig hann hefði séð rautt blóð fossa út um allt. En þetta er ekki allt. Daginn eftir sagði þessi sami vinnufélagi minn mér frá næsta morði, ég meina draumi. Í þetta skiptið drap hann hundinn sinn sem hann hafði átt þegar hann var lítill og dó úr elli þegar að umræddur félagi minn var 14 ára. Að vísu var morðvopnið ekki hnífur í þetta skiptið, heldur hafði hann „bara” skotið hann. Hann var að tala um að of mikil streita í vinnu gæti valdið slíkum draumum og horfði á mig með miklu sækó augnarráði. Ég meina, háv krípí is ðatt?!

-

Sökum þess að nokkrir bloggarar eru með svona fasta þætti í bloggum sínum, tökum sem dæmi Beikonið og Atla Bolla með „plötur dagsins”, (reyndar, þegar ég hugsa út í það, þá eru þetta einu dæmin sem að ég veit um) þá langar mig líka að vera með svona spes bloggþátt. Sá þáttur mun kallast: Blogggrikkur og mun innihalda hina ýmsu grikki og hrekki sem að mér dettur í hug eða verð vitni að eða heyri um einhversstaðar. Ætlunin er nú ekki að vera með þennan blogggrikk endilega í hverju bloggi en svona reyna að skjóta þessu að þegar ég get.

Blogggrikkur: Blauta setan.

Hvar?: Þessi grikkur fer framm í kvikmyndahúsi. Best er að fremja grikkinn þegar að farið er á mynd sem er búin að vera í sýningu í þónokkurn tíma því að þá er salurinn venjulega ekki alveg fullur.
Hvað?: Mikilvægt er að fá sér eitthvað að drekka áður en sýningin hefst. Vatn er mjög góður kostur, virkar vel og er ókeypis. Því næst þarf ekki að gera neitt annað heldur en að býða þangað til að kemur að hléi.
Hvernig?:
Það verður að vera minnst einn/ein með þér á sýningunni. Þegar að loksins kemur að hléi og einhver af félögum þínum stendur upp til þess að kaupa sér eitthvað í söluturninum eða til þess að skreppa á salernið þá hellir þú svolítið af vökvanum sem að þú fékkst þér fyrir sýninguna, ofan á sæti félaga þíns og bíður þess að hann/hún komi aftur. Á þessum tímapunkti er mjög mikilvægt að halda andliti og ekki láta félaga þinn sjá á augunum í þér að þú hafir verið að brugga honum/henni launráð. Svo kemur að því, augnablik sannleikans, félagi þinn sest niður og uppgötvar sér til mikillar skelfingar hvað gerst hefur. Þetta getur leitt til hinna ýmsu áverka eins og glóðurauga og sprungna innyfla en það er sko sannarlega þess virði. Grikkurinn þarf síðan ekkert endilega að vera búinn því nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og þá getur komið sér vel að vera ekki í of fullum sal. Þegar félagi þinn hefur áttað sig á sinni blautu setu þá vill hann/ hún væntanlega færa sig til hliðar í annað þurrt sæti. (Allt verður þetta að gerast frekar snögglega eða þónokkuð áður en myndin hefst á ný). Gott og vel, þið færið ykkur um nokkur sæti og bíðið þángað til fólkið sem var fyrir aftan ykkur sest niður. Þetta getur valdið misskilningi og ruglingi hjá þeim og maður getur heyrt hnittnar línur eins og: „Biddu, sátum við ekki hérna?!” eða „Biddu, sátu þau ekki fyrir framan okkur?!” eða „HVAÐ ER Í GANGI!?”. Ógeðslega fyndið alltsaman, hahaha.
Svo er líka bara hægt að hella úr stórri kók yfir fólkið sem að situr fyrir aftan þig og sjá hvaða afleiðingar það hefur í för með sér.

Jújú, en núna sit ég bara lasinn heima og reyni að láta mér batna, sem að gengur bara ágætlega. Ætla að halda áfram að lesa Alkemistann fyrir FUKAEPC sem að þið hafið ábyggilega lesið eða heyrt um hjá Andra eða Daða. Ef ykkur langar í hlutverk í góðri kvikmynd, farið þá á bloggsíður Andra eða Daða, þar finnið þið allar nánari upplýsingar um verkefnið og öll helstu eyðublöð.
Ég verð samt að mótmæla harðlega þessari ávítun um að hafa klárað nammið á síðasta fundi, því að ég hafði ekki fengið mér neitt af því áður og svo bauð Skúli mér, sakleysið uppmálað, upp á síðasta nammið, þannig að í rauninni ætti Skúli að fá ávítinguna um að hafa klárað nammið. Ég ávíta Skúla fyrir að hafa klárað nammið.

Ég blogga ekki aftur fyrr en að ég fæ að minnsta kosti einn mosa frá einhverjum.
Þangað til, lifum heil.