18.1.05

Hvað á maður svo sem að segja núna?

Var svo þriðja sýning af Martröð á Jólanótt. Um þessa 3. sýningu skulu ekki vera höfð of mörg orð fyrir utan það að hún var í raun sönn martröð fyrir aðstandendur hennar á meðan sýningunni stóð, heilmikið ævintýri eftir á og maður var heldur betur reynslunni ríkari eftir á, eða ég vona að flestir hafi verið það.
Því við getum ekki boðið áhorfendum okkar upp á annað eins aftur, og nú er ég að tala til samstarfsfólks míns, þetta var óásættanlegt. Nú eru bara tvær sýningar eftir og við verðum bara að leggja allt í sölurnar fyrir þær. Já, ég veit að þetta var mestmegnis e-ð tæknifokk en mér finnst sem það vanti meira upp á en tæknina til þess að sýningin verði eins virkilega frábær og hún gæti orðið. Ég veit að einhverjir voru að tala um að við yrðum að hafa eitt rennsli og æfa e-ð en ég held að það sé bara rugl. Við höfum þetta alltsaman í hausnum og vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og ég tel að þá sé bara eitt sem vanti upp á. Þá er ég kominn að kjarna málsins, það sem vantar upp á er einfaldlega einbeiting, en það virðist bara ekki vera neitt ,,einfaldlega" hjá mörgum. Ég vil ekki vera með neinn móral, en þetta er það sem mér virkilega finnst. Fólk er að rabba saman í þessum líka fínu, kósý sófum á meðan sýningu stendur, hrekkur sýðan upp: ,,sjitt, ég er í næstu senu!" og æðir í fáti í leit að propsinu sínu og inn á svið. Ok, gróft dæmi, ég veit, en þetta er ekki fjarri lagi. Einbeitum okkur að sýningunni á meðan á henni stendur og tölum saman að sýningu lokinni. Tuðituð, en sorrý krakkar, í þessu er falið örlítið sannleikskorn.
Tæknifólkið á skilið hrós fyrir að hlaupa út um allann kastala að reyna redda málunum í miðri sýningu, en við verðum bara öll að leggjast á eitt til að allt gangi upp. Lykillinn að því tel ég vera einbeiting. Það verður miklu skemmtilegra þegar á hólminn er komið. Einbeiting, einbeiting og aftur einbeiting.

Hvað finnst ykkur? Ég vil helst bara fá komment frá aðstandendum ,,Martröð á Jólanótt"

Takk fyrir.
Dansflipp Flippdans

Morfískeppnin á föstudaginn var var var var mjög skemmtileg. Að vísu tapaði skemmtilegra liðið, en kannski hefur allt gamanið og flippið komið niður á innihaldinu sem jú, þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir öllu máli í svona ræðukeppnum. En hvað veit ég.
Djammið á gauknum eftir keppnina var fínt. Tveir bjórar, ráp og heilmikill dans. Dansmúv kvöldsins átti þó tvímælalaust Ugla. Hún kom sterk inn með einni glæsilegri "brú" en toppaði síðan alltsaman þegar hún tók upp á því að taka "standa á höndum" múvið. Það fór ekki betur en svo að pilsið hennar flettist upp-, eða niður um hana...hvernig sem þetta snéri alltsaman, og í ljós kom ýmislegt sem átti ekkert endilega að koma í ljós. Gaman aðessu.

Mjög gott flipp átti sér síðan stað heima hjá Frissa kvöldið eftir. Tjillpartý af bestu gerð. Hlýtt á tónlist og rætt um margt flippað og áhugavert eins og David Blaine og hveitibjóra. Flipp kvöldsins var þó án nokkurs vafa hlutverkaskipti klukknaglasamottunnar og veggklukkunnar. Veggklukkan fékk að dúsa á borðinu með bjórglas ofan á sér og glasamottan flaug upp á vegg og fékk að hanga þar stolt, þar til gestgjafinn kom aðvífandi og lagði bann á þetta allt saman. Bömmer. Gestfjafa fannst þetta nú samt lúmskt fyndið.
Helgi og Jón Kristján hljóta titilinn...samferðarmenn kvöldsins?