13.12.06

Xena og Alpha.

Eftir að hafa byrjað að vinna í Bókasafni Kópavogs hefur lestur minn á bókum aukist til muna. Myndasögurnar les ég hvað mest í augnablikinu, enda er myndasögudeildin í kópavogssafninu afar góð. Um þessar mundir er ég að lesa seríu sem heitir Y: The Last Man. Hún fjallar um, eins og nafnið gefur til kynna, síðasta karlmanninn á jörðinni. Dularfull plága eyðir á svipstundu öllum spendýrum sem innihalda Y litning, fyrir utan einn karlmann, Yorick, og karlkyns gæludýrið hans, Ampersand. Við fylgjumst svo með honum þar sem hann er að reyna að fóta sig í nýrri, karlkynslausri, veröld. Sannkölluð útópía úber femínistans ef svo mætti að orði komast.

Þetta er mjög áhugavert stöff, og mjög skemmtilegt og spennandi. Heimsmyndin eins og við þekkjum hana fer í algjöra klessu, þar sem að t.d. nær öll flugumferð leggst niður því um 90% flugmanna eru karlkyns. Næstum öll „karlkyns" störf leggjast einfaldlega niður.
Svo eru t.d. hópar eins og Amazonurnar - öfgahópur kvenna sem líta á karlkynsútrýminguna sem himnasendingu frá móður jörð. Þversögn. Telja að nú sé tími kvenna loksins kominn eftir að hafa þurft að sæta kúgunn frá karlkyninu í aldanna rás. Þær komast svo á snoðir um Yorick greyið, og vilja hann umsvifalaust feigann því þær líta á hann sem „hina einu eftirlifandi ógn gegn hinni nýju heimsmynd".

Það sem ég fór hinsvegar að hugsa eftir að hafa byrjað að lesa þetta, hvað ef þessu væri nú öfugt farið. Ef einhver plága myndi eyða öllum kvenkyns spendýrum á jörðinni fyrir utan eina gellu og tíkina hennar. Ég er viss um að ef einhverjir karlahópar myndu komast á snoðir um hana og finna hana, myndi eitthvað verulega, verulega sick gerast.