27.10.04

Direct - Dance

Bara rétt áðan hækkaði ég vel í græjunum mínum sem voru að öskra út úr sér „Go To Sleep" með Radiohead. Síðan fór ég fram og dansaði mikið á meðan ég spilaði tryllt á luftgítar. Það var alveg rosalega gaman.

Mér finnst mjög gaman að dansa einn, að ég tali nú ekki um að dansa við einhverja fleiri en sjálfan mig. Líklega vegna þess að maður gerir það ekki mjög oft.

24.10.04

Loftöldur hinar Íslensku

Ég hef aldrei farið á neina tónlistarhátíð, hvorki hérlendis né erlendis. Aðeins sótt nokkra staka tónleika hér heima. Því var þetta mér ansi mikil upplifun að fara nú á Iceland Airwaves, mína fyrstu eiginlegu tónlistarhátíð. Fer yfir það sem ég sá og heyrði í stuttu máli.

Allt það sem ég sá var geðveikt skemmtilegt, fyrir utan Hood. Þeir voru áhugaverðir.

Mæli með þessu fyrir alla.
Fokk off.