4.8.04

Eitt það besta sem ég geri

er að gera ekki neitt. Það jafnast ekkert á við það. Liggja upp í rúmi og gera ekki neitt. Þetta fellst ekki í svefni heldur fellst þetta í nær algjöru aðgerðarleysi. Hangandi í tölvunni, liggjandi upp í rúmi eins og áður sagði, og bara hugsa. Um eitthvað og ekki neitt. Það held ég að sé mjög hollt endrum og sinnum. Ég átti einmitt einn slíkan dag s.l. frídag verslunarmanna. Þá var maður frekar útkeyrður eftir spilamennsku og road trip til og frá Galtalæk daginn áður. Þannig að ég svaf út til hádegis og gerði síðan bara ekki neitt. Ráfaði bara um á kínasloppnum, hékk í tölvunni, drakk kaffi, ráfaði meira um á kínasloppnum...þið náið hugmyndinni.
Að vísu þurfti ég að standa upp og klæða mig um kvöldið til þess að fara að horfa á City of God (góð mynd) með Árna, Írisi og Olgu. Æjæj. Aumingja ég.

Annað sem er mjög skemmtilegt að gera er að sitja á kaffihúsi í hópi margra góðra vina. Sérstaklega eftir að hafa borðað ógeðslega, geðveikt, brjálað, gott grænmetislasagna ásamt snilldarlega rifnum basilikublöðum og ótrúlega flott sneiddum sveppum.
Mmmmm mmm.