13.7.03

Vökvaði hana aðeins

Vú, soldið síðan ég bloggaði síðast. Best að gera eitthvað í málinu.

Foreldrar mínir komu heim frá Miðjarðarhafinu í gær eftir tveggja vikna fjarveru. Ég veit ekki hvort ég á að segja LOKSINS eða ÆJI NEI, því að þetta hefur verið ágætis frelsisaukning, aðalega út á það að hafa bifreið 24/7, en á móti kemur að maður þarf að gera hina ýmsu hluti sem að maður er ekki alveg vanur eins og t.d. að vökva blómin (sem ég hef stundum gleymt, bara stundum). Að vísu, þegar að ég hugsa út í það, þá notar maður bílinn þannig séð ekkert meira heldur en vanalega, maður er í vinnunni allann daginn og um helgar hefur maður hvort sem er oftast aðgang að bílnum. Síðan er ekkert svo mikið mál að vökva blómin. Bara að hella smá vatni á moldina sem að blómið er í, maður þarf ekkert að hella á blómið sjálft ,vitleysingar. Þannig að það eina sem að breytist þegar að mamma og pabbi fara til útlanda er að maður getur ekki talað við neinn þegar maður kemur heim á kvöldin eftir vinnu. Auðvitað hrópa ég HÚRRA og LOKSINS yfir komu foreldra minna til föðurlandsins.

Ég verð nú að fara yfir atburði síðustu helgar því þeir voru allnokkrir og skemmtilegir. Fyrst ber að nefna bæjarferð okkar Helga og Péturs. Hún hófst á því að við kíktum í nokkrar hljóðfæraverslanir til að skoða hitt og þetta hljómsveitartengt. Ég fékk mér t.d. overdrive/distortion effect fyrir gítarinn. Effectinn heitir BIG MUFF og er framleiddur í Rússlandi. Engin smá ruddi, svona rússneskur ruddi. Það mikill ruddi að það þarf ekkert batterí, just poor vodka. Nokkrum tónum síðar héldum við þrír fræknir í kolaportið. Þar var margt og mikið að skoða. Ég keypti mér til að mynda Wayne´s World á 100 kall. WAYNE´S WORLD, WAYNE´S WORLD, PARTY TIME, EXCELLENT! Ekki slæm kaup það. Að vísu smá gölluð en vel hægt að horfa á hana. Nældi mér einnig í Untitled - Smashing Pumpkins smáskífu á 200 kall og að lokum fann ég líka þessi brjáluðu, eldrauðu kókaín-sólgleraugu á 1000 kall. Geðveikt. Það sem er svalast við þessi gleraugu er að allt Kit-Kat verður gult (umbúðirnar þ.e.a.s., ekki súkkulaðið, vitleysingar) og allir rauðir bílar verða appelsínugulir. Kannski hefur það eitthvað að segja að ég er með rauð-græna litblindu en hvað veit ég um það.
Eftir búðarrápið fór maður að búa sig undir smá teitistölt. Fyrst var ferðinni heitið austur í Árbæ, heim til Skúla Svarta þar sem að var haldið eitt alsherjar, hljómsveitar, börger-fest, með rauðlauk og öllu tilheyrandi. Je. Nokkrum ropum síðar fórum ég, Helgi og Pétur (jebb, aftur við) í afmælisteiti til hennar Ástu. Það var bara heví næs, grúví veitingar, grúví tónlist í boði DJ Banana og bara alltsaman mjög dældað. Je. Úr Grafarvoginum fórum við niður í bæ í partý Eyjólfar. Reyndar var þetta kveðjupartý Siggu T. Guatemalafara, haldið heima hjá Sigrúnu beneventumskvísu en það var samt sem áður ekkert smá oft kallað á Eyjólf*. Ég hef bara sjaldan séð annað eins í einu partýi. Að vísu voru þarna aðalega fólk sem var að klára fyrsta árið sitt í menntaskóla, ennþá að læra að drekka og svona, en ég ræddi við Andra Ólafs um þetta fyrir nokkru og við vorum sammála um hvað það væri leiðinlegt að krakkar þyrftu að læra að drekka svona. Ástandið myndi eflaust batna ef að áfengiskaupaaldurinn yrði lækaður o.s.fr. Sjálfur var ég lítið að drekka þetta kvöld og fyndið svona til tilbreytingar að fylgjast með öðrum sem voru í ruglinu. (Sumt var að vísu ekkert fyndið). Skemmtilegt partý samt sem áður þrátt fyrir öll skiptin sem kallað var á Eyjólf*.

Þessa helgina gerði ég síðan ekkert mikið. Fór í voða sætt kökuboð hjá Nínu þar sem að var samankomið mikið af skemmtilegu fólki. Tölvunördaðist svolítið með frændum mínum tveim, Hrafni og Gumma Val, og gerði bara fátt annað. Eignaðist að vísu þrjá nýja hljómdiska en þeir eru:

Elephant með The White Stripes - Mamma var svo elskuleg að henda honum í mig þegar að hún kom heim frá útlandinu
Sea Change með Beck - Þægileg, róleg og æðisleg
the Last tour on earth með Marilyn Manson - Hörð, kröftug og Marilyn Manson er fokkin kynþokkafullur.

-

Ojjj, ég sá japönsku kvikmyndina Ringu fyrir nokkru og hún er ekkert smá krípí. Var búinn að sjá The Ring (Bandarísku myndina) og hún var líka bara virkilega góð. En mér finnst að Ringu sanni í eitt skipti fyrir öll að það eru ekki hversu ógeðsleg skrímslin eru, hversu góðar tæknibrellurnar eru né hversu miklu blóði er úthellt, heldur eru það hljóeffectarnir og tónlistin sem að gera hryllingsmynd að virkilega góðri hryllingsmynd. Djöfull geta fiðlur, eins og þetta eru nú fögur og nett hljófæri, framkallað andstyggileg hljóð.

-

Ég verð að fara að drulla mér til þess að kaupa mér takkaskó, sokka og nýjan gítar. Þetta bara gengur ekki lengur. Við bara sjáumst.*Ef þið skiljið ekki hvað það þýðir að kalla á Eyjólf, Spyrjið þá Uglu