24.9.06

Augnskuggi

Þegar ég var lítill var ég haldinn mikilli fóbíu gagnvart andlitsmálun ýmiskonar eins og oft tíðkast í kringum 17. júní, öskudaginn og þess háttar hátíðir. Ef einhver ætlaði að klína á mig skeggi og kinnalit fældist ég undan eins og köttur sem fælist undan vatnsgusu. Ég fékk svo mikið á tilfinninguna að ég væri einhver allt annar en ég í rauninni var, sérstakalega ef ég var með einhverja andlitsmálningu. Zorróbúningurinn; skikkjan, sverðið og sérstaklega gríman var alveg nóg fyrir mig.
Í dag finnst mér fátt skemmtilegra en að taka gott hórudjamm með miklum augnskugga og fleiru tilheyrandi. Gefur mér tækifæri til að fela mig á bakvið eitthvað sem ég í rauninni alls ekki er.