16.11.04

Ömm, jájá.

Ég er einhvern veginn ekki alveg tilbúinn til þess að fylgja þeim viðmiðum og gildum sem samfélagið býður mér upp á í dag.

Það er góð tilfinning þegar maður kemst að þöglu samkomulagi við einhvern annann einstakling þar sem báðir aðilar vita nákvæmlega hvað hinn meinar og öfugt. En það getur fokkað ýmsu upp ef að misskilningur ríkir þrátt fyrir að þöglu samkomulagi hafi verið náð. Jájá.

Mjög svo spennandi tímabil er framundan. Það er bara allt að gerast. Spurning hvort maður sé að taka allt of stóran pakka í einu og enda síðan bara í ruglinu, kókaín, krakk, LSD, þú veist, þetta venjulega.

Ég tel sjálfan mig ekki vera svo pólitískan, en maður reynir að fylgjast með og vita af þessum helstu atburðum. Bush vann Kerry, Michael Moore gerir ýmislegt vitlaust með krassandi ádeiluheimildarmyndum sínum, Borgarstjóri Reykjavíkur segir af sér vegna olíufjármála, lottótölur síðasta laugardags voru 6-9-20-26-34-bónustala-7, þið vitið, þetta helsta.
Þess vegna getur verið alveg mjög gott fyrir svona lítt pólitískt þenkjandi mann eins og mig að sjá leikrit lýkt og stúdentaleikhúsið frumsýndi fyrir ekki svo alls löngu og ber nafnið: Þú veist hvernig þetta er.

Þið vitið nefnilega alveg hvernig þetta er.