I´m having the time of my life...
þegar kemur að því að týna eða gleyma hlutum. Þetta er fáránlegt. Þetta hlýtur bara að enda með því að ég gleymi og týni sjálfum mér.
Ég sauð mér pulsur um daginn. Einhversstaðar hafði ég heyrt því fleygt að á sumum pylsusölustöðum væri smá skammti af pilsner skvett út í pulsuvatnið, því að það ætti að gefa pylsunum öðruvísi og betra bragð (hef samt ekki hugmynd um af hverju). Mér hefur ávallt þótt þetta heillandi í heimi pulsumatargerðar og ákvað því að prófa eitthvað þessu líkt, opnaði eitt stykki bjór (Prins Kristján) og skellti smá skvettu út í pottvatnið.
Það fylgir ekki sögunni að ég fann engann gríðarlegan mun á bragði. (Reyndar var það rétt í þessu að fylgja sögunni.)
Ég vil samt koma því á framfæri að mjólkurdrykkja fer einkar vel saman við pulsuát.
Gamli góði jarðarberjagrauturinn í fernunum er frekar góður. Enduruppgötvaði það um daginn. Hann er sérstaklega góður ískaldur með köldum rjóma eða mjólk.
Ég er með frekar stórt nef. Og örlítið skakkt í þokkabót.