14.4.05

Njihihi

Bróðir minn Stefán Már var svo elskulegur um daginn, eins og svo oft áður. Kom við í vinnunni minni og henti í mig eins og einu stykki Dr. Strangelove or: How I Learned To Stop Worrying And Love The Bomb eftir meistara Kubrick með meistara Sellers í aðalhlutverkum. Bróðir hafði talað um að gefa mér meistarastykkið og lét síðan bara allt í einu verða af því. Nú get ég notið myndarinnar hvenær sem ég vil eins vel og ég get. Þetta lyfti þessum vinnudegi heilmikið upp get ég sagt ykkur, bjargaði honum jafnvel. Takk fyrir það Stefán Már. Þú ert svo sannarlega uppáhalds bróðir minn!

Undanfarið hef ég lent í alveg ömurlegum smalltalk aðstæðum. Er nú þegar búinn að lýsa einni fyrir ykkur á þessum miðli (sjá WC). En síðan þá hef ég lent í jafnvel en hallærislegri aðstæðum, allt saman sjálfum mér að kenna, að sjálfsögðu.
Fór í hraðbankann hjá Háskólabíói eitt kvöldið. Um leið og ég er að fara að renna kortinu í raufina til að opna hurðina, kemur ungt par, gaurinn ætlar greinilega líka í hraðbankann. Upp kemur smalltalk púkinn í mér og ég hef upp raust mína:

Ég:
Hmm... Bara hópferð?
Par: [þögn]

Annað hvort heyrðu þau ekki í mér (sem ég svo innilega vona) eða þá að þau gjörsamlega ignoruðu mig.
Fór í leikhús um kvöldið. Koddamaðurinn á litla sviði Þjóðleikhússins. Í hléinu fór ég á salernið. Allt í lagi með það nema hvað að það er frekar mikið myrkur þar inni því gleymst hafði að kveikja ljósin. Það var semsagt enginn rofi inni á salerninu sjálfu. Inni á salerninu er einn maður að pissa í pissuskál, en ég fer inn á klósett, (þetta er óþægilega líkt WC uppákomunni með Haffa). Upp kemur smalltalk púkinn í mér og munnur minn og tunga hreyfist:

Ég:
Maður bara pissar í myrkri...?
Pissandi maður: [Þögn]
Ég: [Þögn]

Ömurlegt.

Ugh.

Já, allir að segja Ugh, það virðist í tísku núna, sérstaklega í rituðu máli. Já... allir að skrifa Ugh.

Svo er það bara Napoleon Dynamite! Vúhú! Mæli mjög svo mikið með þeirri mynd. Ef þú ætlar á einhverja sniðuga létta mynd á IIFF, farðu þá á þessa.


Ugh.