24.8.05

Sister

Ég var að djamma niðrí bæ um daginn. Kíkti aðeins á Dillon. Er þá ekki bara litla systir mín þar líka, djammandi með vinum sínum. Mér verður óneitanlega svolítið bilt við en það skrítna var, var að henni virtist vera alveg sama að sjá mig þarna. Ekki nóg með það, heldur kemur hún bara strax að mér og biður mig um að kaupa bjór fyrir sig?! Ég meina, hvað þykist hún eiginlega vera, varla komin... nei bíddu...ég á enga litla systur.

Lagið:
Queens of the Stone Age - Little Sister
(„Didi, tss, didiri, tss, didiri, tss, didiri, tss...")