19.7.05

Kvikmyndir og tónlist og músík og myndir.

Spíttmyndin Spun var að bætast í hóp minna uppáhaldsmynda, sem eru líklega alveg allnokkrar ef út í það er farið. Alveg nettgeggjuð mynd, mjög steikt og rugluð, fyndin, en hún snerti samt sem áður við manni. Engin Requiem for a Dream en skárra en margt annað.
Tónlistin er frábær og mjög viðeigandi, enda í höndum þunglyndismeistarans og snillingsins, Billy Corgan.
Leikararnir allir góðir, Jason Schwartzman mjög sannfærandi sem mjög skemmdur amfetamínfíkill, Brittany Murphy og Mena Suvari ekki minna skemmd, John Leguizamo mjög svo geðveikur og skemmdur og Mickey Rourke skemmt svalur, ávallt. (reyndar soldið sveittur í þessari mynd).
Leikstjóri myndarinnar, Jonas Åkerlund, gerði líka eitt af mínum uppáhalds tónlistarmyndböndum við lagið Try Try Try með The Smashing Pumpkins, eða öllu heldur gerði hann stuttmyndina sem myndbandið styðst við. Efni þessarra mynda er um margt svipað, þó svo Try Try Try sé mun áhrifameira og átakanlegra hvað allt varðar. Tékkið á'essu.

Hin stórkostlega Sin City bættist einnig í hóp minna uppáhaldsmynda fyrir skömmu. Get ekkert annað sagt en eitt stórt Vá um þetta afrek í sögu kvikmyndanna. Áfram Rodriguez, áfram Frank Miller, áfram Tarantino, áfram myndasögur!
Gerðist síðan svo frakkur að panta mér allar bækurnar um Sin City, alls sjö talsins. Bíð spenntur eftir því að geta lesið þær og borið saman við myndina. Ó já.

Jæja. The Blood Brothers - Crimes (2004). Þetta er það trylltasta og besta sem ég hef heyrt síðan At the Drive-In gaf út Relationship of Command, og þá er nokkuð mikið sagt. Þetta er svo fokking geðveikt. Þessir öskrarar öskra svo vangefið flott að það er bara ekki eðlilegt. Þvílíkur kraftur, þvílík heift, þvílíkt súru textar. Ja hérna hér. Get ekki beðið eftir að heyra Burn Piano Island, Burn. Hún er víst ennþá meira kreisí. Brjálað!

Lagið:
The Blood Brothers - Peacock skeleton with crooked feathers
Ekkert síðra en öll hin á plötunni. Það er bara svolítið skondið því á köflum er hljómurinn mjög svipaður og hjá The Mars Volta eða At the Drive-In forðum tíð. Skemmtilegt. Mæli líka með Love rhymes with hideous car wreck.

Fagurt

(Man einhver annars eftir Músík og Myndum?)