31.7.03

Halli, Halli? Halli, Halli....Halli? Halli! Haaaalli, Halli, Halli? Halli!! Haaalli!!!! Halli? Hall...ii, Haa...lli? HALLI! Halli, JÓNAS!

Humm, þrjár vikur. Jæja, hvar á ég að byrja?

Best að byrja bara á nýliðnum atburðum. Þetta var ekkert smá fáránlega góð helgi. Hún hófst á föstudaginn. Þá hélt Steinunn súpersópran kórpartý heima hjá sér í vesturbænum (Kópavoginum), rétt hjá mér. Þannig að auðvitað hélt ég tenórateiti. Hjá mér byrjuðum við á nokkrum öllurum og tókum upp atriðið okkar. Já, ég held að mér sé óhætt að segja að í þetta skiptið hafi tenórarnir átt besta og metnaðarfyllsta atriðið. Atriðin voru nú ekki heldur upp á marga fiska að þessu sinni. Bassarnir stóðu á bak við einn grófasta texta sem að ég hef heyrt hingað til. Oj. Ég var hræddur. Nóg um það. Þegar í sjálft partýið var komið um kl. 24:00 þá var bara nokkuð góð stemmning í bænum. Ég held að sjaldan hafi kórpartý verið haldið sem var auglýst með svo stuttum fyrirvara. Skilaboð um partýið voru send út deginum áður. Samt var bara nokkuð vel mætt og góður, fullur, fílingur í hópnum. Ég drakk svona frekar mikið, eins og Steini sem að ældi út á götu. Nei Steini minn, Hot´n Sweet í of miklu magni er ekki málið. Því komst ég að þegar að síðasta kórpartý í vesturbæ Kópavogs var haldið fyrir um tveimur árum. Ja hérna, þá hélt ég líka tenórapartý en þá var Hjalti líka í kórnum, sem að sturtaði í okkur Hot´n Sweet og eplasnafs. Ég held að allir tenórarnir hafi drepist kl 24:30, nema Halli Volvo því að hann var..um...driver? Fáranlegt alveg hreint. Allavega, aftur að síðasta teiti. Ég held ég hafi hálfdrepist í einhverju rúmmi, vaknað síðan ennþá virkilega fullur og ráfað einhvernveginn heim þegar klukkan var langt gengin fimm. Ég var samferða Magna, æskuvini mínum sem ég hitti ekki oft þessa dagana, en hann var ein af boðflennunum sem að Ragnheiður talaði um. Talandi um Ragnheiði þá fékk ég ekkert smá steikt símtal frá henni einhverntíman um nóttina. Mjög fyndið alltsaman. Gott partý Steinunn.

Daginn eftir, eða öllu heldur kvöldið eftir, fór ég lengst austur í Árbæ til Skúla Svarta. Þar skildum við og Frikki drummer eyða kvöldinu í pízzuát, Family Guy gláp, sultun, og drykkju. Sem og við gerðum. Gassa maman, því við vorum einir heima og nokkru áður höfðu þeir komið fyrir heilu hljómsveitarsetti í stofunni hjá Skúla. Gamla trommusettið hans Frikka, bassinn og magnarinn hans Skúla, og einhver gítar og æfingamagnari sem að Skúli hafði fengið lánað. Síðan var bara sultað feitt. Einhverntíman um kvöldið komu einhverjar stúlkur í heimsókn, sem ég þekkti ekki neitt, og við spjölluðum heilmikið við þær. Við ætluðum víst að breyta þessu í eitthvað stórt partý en svo fóru þær bara. Þannig að við ákváðum þá bara að detta rækilega í það. Sem og við gerðum, enda vorum við með nóg af áfengi. Við drukkum samt ekkert yfir okkur. Frikki toppaði síðan kvöldið með því að segja alveg uppúr þurru: „ég þarf að æla”. Strunsaði síðan niður á klósett og ældi duglega. Ekki nóg með það heldur fékk hann um leið blóðnasir. Brútal skítur. Við vildum kenna því um að fyrr um kvöldið átt hann heila pízzu á korteri, og við vildum kenna mikilli þreytu um blóðnasirnar því að nóttina áður hafði hann sofið í hálftíma. Harður Gaur. Svo krössjuðum við bara þarna og ég skutlaði Frikka í vinnuna kl. 9:30 morguninn eftir.

-

Fyrir nokkru sagði vinnufélagi minn mér frá draumi sem hann hafði dreymt um nóttina. Draumurinn var eitthvað á þá leið að hann skar einhvern FM-hnakka, sem honum líkaði ekkert sérstaklega vel við, á háls og murrkaði úr honum lífið. Ok, fínt mál að þetta hafi verið FM-hnakki en svo er annað mál að hann skuli hafa skorið hann á háls. Hann sagði mér hvernig hann hafði virkilega fundið hvernig hnífurinn sökk í hálsinn á FM-hnakkanum og hvernig hann hefði séð rautt blóð fossa út um allt. En þetta er ekki allt. Daginn eftir sagði þessi sami vinnufélagi minn mér frá næsta morði, ég meina draumi. Í þetta skiptið drap hann hundinn sinn sem hann hafði átt þegar hann var lítill og dó úr elli þegar að umræddur félagi minn var 14 ára. Að vísu var morðvopnið ekki hnífur í þetta skiptið, heldur hafði hann „bara” skotið hann. Hann var að tala um að of mikil streita í vinnu gæti valdið slíkum draumum og horfði á mig með miklu sækó augnarráði. Ég meina, háv krípí is ðatt?!

-

Sökum þess að nokkrir bloggarar eru með svona fasta þætti í bloggum sínum, tökum sem dæmi Beikonið og Atla Bolla með „plötur dagsins”, (reyndar, þegar ég hugsa út í það, þá eru þetta einu dæmin sem að ég veit um) þá langar mig líka að vera með svona spes bloggþátt. Sá þáttur mun kallast: Blogggrikkur og mun innihalda hina ýmsu grikki og hrekki sem að mér dettur í hug eða verð vitni að eða heyri um einhversstaðar. Ætlunin er nú ekki að vera með þennan blogggrikk endilega í hverju bloggi en svona reyna að skjóta þessu að þegar ég get.

Blogggrikkur: Blauta setan.

Hvar?: Þessi grikkur fer framm í kvikmyndahúsi. Best er að fremja grikkinn þegar að farið er á mynd sem er búin að vera í sýningu í þónokkurn tíma því að þá er salurinn venjulega ekki alveg fullur.
Hvað?: Mikilvægt er að fá sér eitthvað að drekka áður en sýningin hefst. Vatn er mjög góður kostur, virkar vel og er ókeypis. Því næst þarf ekki að gera neitt annað heldur en að býða þangað til að kemur að hléi.
Hvernig?:
Það verður að vera minnst einn/ein með þér á sýningunni. Þegar að loksins kemur að hléi og einhver af félögum þínum stendur upp til þess að kaupa sér eitthvað í söluturninum eða til þess að skreppa á salernið þá hellir þú svolítið af vökvanum sem að þú fékkst þér fyrir sýninguna, ofan á sæti félaga þíns og bíður þess að hann/hún komi aftur. Á þessum tímapunkti er mjög mikilvægt að halda andliti og ekki láta félaga þinn sjá á augunum í þér að þú hafir verið að brugga honum/henni launráð. Svo kemur að því, augnablik sannleikans, félagi þinn sest niður og uppgötvar sér til mikillar skelfingar hvað gerst hefur. Þetta getur leitt til hinna ýmsu áverka eins og glóðurauga og sprungna innyfla en það er sko sannarlega þess virði. Grikkurinn þarf síðan ekkert endilega að vera búinn því nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og þá getur komið sér vel að vera ekki í of fullum sal. Þegar félagi þinn hefur áttað sig á sinni blautu setu þá vill hann/ hún væntanlega færa sig til hliðar í annað þurrt sæti. (Allt verður þetta að gerast frekar snögglega eða þónokkuð áður en myndin hefst á ný). Gott og vel, þið færið ykkur um nokkur sæti og bíðið þángað til fólkið sem var fyrir aftan ykkur sest niður. Þetta getur valdið misskilningi og ruglingi hjá þeim og maður getur heyrt hnittnar línur eins og: „Biddu, sátum við ekki hérna?!” eða „Biddu, sátu þau ekki fyrir framan okkur?!” eða „HVAÐ ER Í GANGI!?”. Ógeðslega fyndið alltsaman, hahaha.
Svo er líka bara hægt að hella úr stórri kók yfir fólkið sem að situr fyrir aftan þig og sjá hvaða afleiðingar það hefur í för með sér.

Jújú, en núna sit ég bara lasinn heima og reyni að láta mér batna, sem að gengur bara ágætlega. Ætla að halda áfram að lesa Alkemistann fyrir FUKAEPC sem að þið hafið ábyggilega lesið eða heyrt um hjá Andra eða Daða. Ef ykkur langar í hlutverk í góðri kvikmynd, farið þá á bloggsíður Andra eða Daða, þar finnið þið allar nánari upplýsingar um verkefnið og öll helstu eyðublöð.
Ég verð samt að mótmæla harðlega þessari ávítun um að hafa klárað nammið á síðasta fundi, því að ég hafði ekki fengið mér neitt af því áður og svo bauð Skúli mér, sakleysið uppmálað, upp á síðasta nammið, þannig að í rauninni ætti Skúli að fá ávítinguna um að hafa klárað nammið. Ég ávíta Skúla fyrir að hafa klárað nammið.

Ég blogga ekki aftur fyrr en að ég fæ að minnsta kosti einn mosa frá einhverjum.
Þangað til, lifum heil.

13.7.03

Vökvaði hana aðeins

Vú, soldið síðan ég bloggaði síðast. Best að gera eitthvað í málinu.

Foreldrar mínir komu heim frá Miðjarðarhafinu í gær eftir tveggja vikna fjarveru. Ég veit ekki hvort ég á að segja LOKSINS eða ÆJI NEI, því að þetta hefur verið ágætis frelsisaukning, aðalega út á það að hafa bifreið 24/7, en á móti kemur að maður þarf að gera hina ýmsu hluti sem að maður er ekki alveg vanur eins og t.d. að vökva blómin (sem ég hef stundum gleymt, bara stundum). Að vísu, þegar að ég hugsa út í það, þá notar maður bílinn þannig séð ekkert meira heldur en vanalega, maður er í vinnunni allann daginn og um helgar hefur maður hvort sem er oftast aðgang að bílnum. Síðan er ekkert svo mikið mál að vökva blómin. Bara að hella smá vatni á moldina sem að blómið er í, maður þarf ekkert að hella á blómið sjálft ,vitleysingar. Þannig að það eina sem að breytist þegar að mamma og pabbi fara til útlanda er að maður getur ekki talað við neinn þegar maður kemur heim á kvöldin eftir vinnu. Auðvitað hrópa ég HÚRRA og LOKSINS yfir komu foreldra minna til föðurlandsins.

Ég verð nú að fara yfir atburði síðustu helgar því þeir voru allnokkrir og skemmtilegir. Fyrst ber að nefna bæjarferð okkar Helga og Péturs. Hún hófst á því að við kíktum í nokkrar hljóðfæraverslanir til að skoða hitt og þetta hljómsveitartengt. Ég fékk mér t.d. overdrive/distortion effect fyrir gítarinn. Effectinn heitir BIG MUFF og er framleiddur í Rússlandi. Engin smá ruddi, svona rússneskur ruddi. Það mikill ruddi að það þarf ekkert batterí, just poor vodka. Nokkrum tónum síðar héldum við þrír fræknir í kolaportið. Þar var margt og mikið að skoða. Ég keypti mér til að mynda Wayne´s World á 100 kall. WAYNE´S WORLD, WAYNE´S WORLD, PARTY TIME, EXCELLENT! Ekki slæm kaup það. Að vísu smá gölluð en vel hægt að horfa á hana. Nældi mér einnig í Untitled - Smashing Pumpkins smáskífu á 200 kall og að lokum fann ég líka þessi brjáluðu, eldrauðu kókaín-sólgleraugu á 1000 kall. Geðveikt. Það sem er svalast við þessi gleraugu er að allt Kit-Kat verður gult (umbúðirnar þ.e.a.s., ekki súkkulaðið, vitleysingar) og allir rauðir bílar verða appelsínugulir. Kannski hefur það eitthvað að segja að ég er með rauð-græna litblindu en hvað veit ég um það.
Eftir búðarrápið fór maður að búa sig undir smá teitistölt. Fyrst var ferðinni heitið austur í Árbæ, heim til Skúla Svarta þar sem að var haldið eitt alsherjar, hljómsveitar, börger-fest, með rauðlauk og öllu tilheyrandi. Je. Nokkrum ropum síðar fórum ég, Helgi og Pétur (jebb, aftur við) í afmælisteiti til hennar Ástu. Það var bara heví næs, grúví veitingar, grúví tónlist í boði DJ Banana og bara alltsaman mjög dældað. Je. Úr Grafarvoginum fórum við niður í bæ í partý Eyjólfar. Reyndar var þetta kveðjupartý Siggu T. Guatemalafara, haldið heima hjá Sigrúnu beneventumskvísu en það var samt sem áður ekkert smá oft kallað á Eyjólf*. Ég hef bara sjaldan séð annað eins í einu partýi. Að vísu voru þarna aðalega fólk sem var að klára fyrsta árið sitt í menntaskóla, ennþá að læra að drekka og svona, en ég ræddi við Andra Ólafs um þetta fyrir nokkru og við vorum sammála um hvað það væri leiðinlegt að krakkar þyrftu að læra að drekka svona. Ástandið myndi eflaust batna ef að áfengiskaupaaldurinn yrði lækaður o.s.fr. Sjálfur var ég lítið að drekka þetta kvöld og fyndið svona til tilbreytingar að fylgjast með öðrum sem voru í ruglinu. (Sumt var að vísu ekkert fyndið). Skemmtilegt partý samt sem áður þrátt fyrir öll skiptin sem kallað var á Eyjólf*.

Þessa helgina gerði ég síðan ekkert mikið. Fór í voða sætt kökuboð hjá Nínu þar sem að var samankomið mikið af skemmtilegu fólki. Tölvunördaðist svolítið með frændum mínum tveim, Hrafni og Gumma Val, og gerði bara fátt annað. Eignaðist að vísu þrjá nýja hljómdiska en þeir eru:

Elephant með The White Stripes - Mamma var svo elskuleg að henda honum í mig þegar að hún kom heim frá útlandinu
Sea Change með Beck - Þægileg, róleg og æðisleg
the Last tour on earth með Marilyn Manson - Hörð, kröftug og Marilyn Manson er fokkin kynþokkafullur.

-

Ojjj, ég sá japönsku kvikmyndina Ringu fyrir nokkru og hún er ekkert smá krípí. Var búinn að sjá The Ring (Bandarísku myndina) og hún var líka bara virkilega góð. En mér finnst að Ringu sanni í eitt skipti fyrir öll að það eru ekki hversu ógeðsleg skrímslin eru, hversu góðar tæknibrellurnar eru né hversu miklu blóði er úthellt, heldur eru það hljóeffectarnir og tónlistin sem að gera hryllingsmynd að virkilega góðri hryllingsmynd. Djöfull geta fiðlur, eins og þetta eru nú fögur og nett hljófæri, framkallað andstyggileg hljóð.

-

Ég verð að fara að drulla mér til þess að kaupa mér takkaskó, sokka og nýjan gítar. Þetta bara gengur ekki lengur. Við bara sjáumst.*Ef þið skiljið ekki hvað það þýðir að kalla á Eyjólf, Spyrjið þá Uglu

2.7.03

Svaraðu!...kallinu frá mééeeeer

Laugardagskvöldið síðasta var geðveikt skemmtilegt. Við GAURar (ég, Helgi, Skúli Svarti og Frikki) hittumst til að byrja með heima hjá Helga. Pétur var því miður in the backstreet getto´s, Akureyri. Heima hjá Helga fór fram eitt alsherjar flipp og ruglumbull með smá bjórívafi. Hlustað var á góða tónlist og bullað út í eitt. Þaðan héldum við niður í bæ í enn eitt "seltjarnarnespartýið" sem innihélt rétt eins og fyrri daginn mest af krökkum árgerð 86´ og 87´. Þar dönsuðum við smá og flippuðum ennþá meira. Þangað komu líka Halla og Co sem var skemmtilegt. Gaman að hitta Þorstein Kára svona í sumar"fríinu".

Daginn eftir skutlaði ég gamla settinu út á Leifsstöð. Enn og aftur hafa þau yfirgefið mig, og núna fóru þau ekkert upp í sveit, nei nei, heldur austur og suður í Miðjarðarhafið. Vinafólk þeirra eiga einhverja skútu á einhverri eyju og buðu þeim bara með. Jájá, og skilja bara litla greyið eftir einann heima í tvær vikur (Eina og hálfa þegar þetta er skrifað). Ég meina, hvers á maður að gjalda! (hehe)

Svolítið fyndið gerðist í vinnunni í gær. Inn í varahlutaverslun Ræsis hf kom maður að nafni Herbert Guðmundsson og svaraði ég kalli hans um stefnuljós og grill í fína Benzann hans. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Hebbi kallinn er nokkuð "merkilegur" "tónlistarmaður". Hann á t.d. slagara á borð við "Can´t Walk Away" og "I Need Love" auk þess sem að hann hefur skilið eftir sig plötur eins og Dawn of the Human Revolution og Being Human. Geir Ólafsson er sko ekkert miðað við þennan kappa. Herbert sagði að einhver á jeppa hefði bakkað á hann og krókurinn á jeppanum hefði farið svona illa í Benzagreyið hans. Oohhh. Mig langaði mest til að hlæja upp í opið geðið á honum, en ég gerði það ekki. Hefði kannski átt að gera það.
Annars er Herbert hundleiðinlegur eins og lögin hans.

Uppistand Snorra Hergils Kristjánssonar var drepfyndið og gekk með eindæmum vel síðasta fimmtudagskvöld. Þeir sem að hafa ennþá áhuga á að hlægja sig máttlausa þá mun Snorri endurtaka leikinn annað kvöld, og aðeins þetta eina skipti. Annað kvöld, (fimmtudagskvöld) kl. 20:30 og aðeins 1000 kr. inn. Hver veit nema að það fylgi bjór með miðanum???

Um daginn fékk ég mér Rotten Apples - The Smashing Pumkins Greatest Hits og Judas O og hef ég þá loksins eignast allar breiðskífur Dúndurgraskeranna og er mjög stoltur af því. Ein besta hljómsveit heims. Auk þess fékk ég mér Mary Star of the Sea með nýju hljómsveitinni hans Billy Corgans, Zwan. Bara nokkuð skemmtilegur diskur.
Svona að lokum vil ég benda öllum rokkunnendum á hljómsveitina The Mars Volta. Þeir voru að gefa út sinn fyrsta disk (sem ég nældi mér líka í um daginn) sem er alveg hreint brjálaður en hann heitir de-loused in the comatorium. The Mars Volta eru afsprengi hljómsveitarinnar sálugu, At the Drive Inn (mæli einnig með þeim) og þvílíkan kraft hef ég bara aldrei heyrt áður. Mæli eindregið með þessu fyrir þá sem að fíla hart og gott rokk.

Rokkum heil.

26.6.03

Sauðkindin snýr aftur

Hvur andskotinn! Nú var ég að fá þær upplýsingar að Uppistand næstfyndnasta manns Íslands, Snorra Hergils Kristjánssonar, hefst kl. 20:30 en ekki kl. 19:30 eins og ég sagði hér áðan.
Árans vesen, ég sem var búinn að plana þetta alveg útí ystu æsar til að geta komist á mikilvæga hljómsveitaræfingu. Jæja, best að reyna að redda þessu.

Sorrí gæs end görls. Ég vona að einhver hafi ekki farið/fari kl hálf átta.........ARG, nú var ég að tala við Árna sem var að segja mér að það værir uppselt á uppistandið. Fokk. Hann á að vísu eftir 2 miða.

Enívon?
Það er líka sauðkindin í Færeyjum

Hurðu hurðu, þetta þykir mér hjákátlegt. Ég ritaði blogginn hér á undann ekkert á mánudaginn 23. júní eins og blogger heldur fram. Ég ritaði hann skal ég segja ykkur þriðjudagskvöldið 24. júní. Það skiptir samt bara engu máli. Tilgangslausa taut.

Hér er samt nokkuð sem er langt því frá að vera tilgangslaust taut. Þannig er nefnilega mál með vexti að góð vinkona mín hefur hafið blogg. Sú heitir Halla Ólafsdóttir (stundum kennd við hina Litlu Míu úr Múmínálfunum). Halla kennir síðuna sína við einn allra mesta kvennskörung Íslands fyrr og síðar, ef ekki alls heimsins, Hallgerði Langbrók, en mér finnst samt hún Hallgerður ekki komast nálægt með tærnar þar sem að Halla hefur hælana enda er Halla ekki nærri því jafn vond. Vona ég. Ekki er það verra að hún hóf ritstörf sín sem bloggari á afmælisdaginn minn, 19.júní. Je. Ég held það sé kominn tími til að ég hætti að tala um þennan blessaða afmælisdag minn. En já, Halla skrifar mjög skemmtilega og hefur köff ritstíl. Slóðin er: http://hallgerdurlangbrok.blogspot.com. Gaman gaman og húrra fyrir því.
Einnig má bæta því að ég linkaði yfir á Helgu KRONic sem hefur bæst í hóp þeirra sem að ég kalla Trylltu bloggarana. Tryllt blogg eru, samkvæmt minni skilgreiningu, þau blogg sem að eru skrifuð í geðveikri belg og biðu. Nett kæruleysislegt málfar er ríkjandi, ekki er mikið gert úr nákvæmri stafsetningu en hugmyndagleðin og spontant skriffinskan er geysihá. Þessi blogg eru misjafnlega góð en mér þykir Helgu takast ansi vel upp og mér finnst að hún eigi að halda þessu hressa bloggi áfram.

Sjitt, Ragnheiði tókst sko aldeilis að skjóta mér skelk í bringu með ritum sínum þann 24.06. Þetta var eitthvað svo vel og raunverulega skrifað, en samt ekki. Ég var samt alveg að trúa þessu og næstum kominn með tár í augun allt þangað til skýringin kom. Ja hérna. Ragnheiður, þó að maður skuldi þér eitthvað smávegis þá er óþarfi að hræða úr manni líftóruna. (Ég elska þig nú samt rokkdruslan mín).
Vel á minnst þá er ég efstur á bjórskuldaralista Ragnheiðar. Ég veit ekki hversu stoltur ég á að vera af þessum vafasama titli en ég skulda henni víst eins og eina kippu. Mér finnst þetta samt svolítið töff að vera efstur á svona lista en ég ætla mér samt ekki að vera þar mikið lengur. Það er t.d. mjög vafasamt að vera efstur á lista yfir mest eftirsóttu glæpamenn Bandaríkjanna en það væri um leið óneitanlega geðveikt kúl.

---

Robin Williams skemmtir í kvöld!!!

Já , þið lásuð rétt, næstfyndnasti maður Íslands, Snorri Hergill Kristjánsson, mun grínast í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, 26.júní 2003, kl 19:30. Mun hann gera gys að ýmislegu. Fjöllistahópurinn GRÚSK mun hita upp fyrir kauða auk þess sem að einhver íslendingur sem ekki allir vita hvað heitir, mun flytja stutt uppistand. Lyftum okkur uppúr hversdagsleikanum, mætum í kvöld og hlægjum saman!
(Ekki hefur enn fengið staðfest hvort að það sé aldurstakmark eða hvort að maður þurfi að láta af hendi peninga við inngöngu, þannig að þið verðið bara að koma og taka sénsin. Óstaðfestar fregnir herma þó að boðið verði upp á ókeypis bjór, en það er eins og ég segi aðeins orðrómur. (Náv hú vuld vont tú miss ðatt???))

---

Eiginmannalisti Döggu er nokkuð skemmtilegur. Ég var samt nokkuð hissa þegar að ég sá að ég var ekki inn á þeim lista! (Er ég orðinn listasjúkur eða hvað?) Þið vitið að ég er Færeyingur er það ekki?
„Vit skilja tað mesta, tá vit lesa íslendskt, men tað er ikki lætt at skilja íslendska talu, tí framburðurin er nógv øðrvísini enn okkara, t.d. er trýstið og máltónin heilt øðrvísini."

Síjú beibís.

23.6.03

...Ég nenni ekki neinu.

En samt þurfti ég nú að vinna á afmælisdaginn minn sem var 19. júní síðastliðinn en þá er líka KVENNRÉTTINDADAGURINN. Reyndar þurfti ég að *hóst* baka *hóst* fyrir vinnufélaga mína en það er víst siður þar á bæ. Fólk var bara almennt sátt við kökurnar mínar og þá var ég sáttur.
Seinna sama dag fór ég á hljómsveitaræfingu. Það bólaði ekkert ennþá á geitungagrúppíunni en ég tel, eins og Andri sagði, að hún sé ennþá í felum í bassatrommunni, byggjandi upp hjúds her og ræðst síðan á okkur í komandi framtíð. Ég hlakka til.

Talandi um KVENNRÉTTINDADAGINN þá verð ég að fá að koma þessari skoðun minni á framfæri innan um alla þessa jafréttisbaráttu sem mikið var talað um fyrir u.þ.b. viku og er enn mikið talað um. Það er nefnilega eitt sem að mér finnst svolítið furðulegt í jafnréttisbaráttu feminista eins og þetta eru nú ágæt samtök. Feministar berjast fyrir jafnrétti kynjana. Af hverju kalla þau sig þá feminista? Ég veit að samtökin voru stofnuð þegar réttindi kvenna voru þónokkuð takmörkuð, en í dag hefur margt breyst þó að en sé langt í land með að ná algjöru jafnrétti kynjana. En mér finnst að eitt skref í þá átt væri að breyta um nafn á þessum samtökum og nefna þau einhverju sem að nær betur yfir bæði kynin, því margir karlmenn vilja líka berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Ég er allavega hættur við að verða feministi og hef ákveðið að gerast jafréttissinni.
Nóg um það.

Ég fékk eiginlega ekkert í afmælisgjöf, nema náttúrulega ást, umhyggju og gleði. Að vísu voru foreldrar mínir ekki heima, þannig að það gæti verið að ég fái eitthvað áþreifanlegt frá þeim líka, seinna. En ég er náttúrulega alveg sáttur með ást umhyggju og gleði. Takk allir sem að sendu mér hamingjuóskir með einum eða öðrum hætti, takk. Þar sem að ég var einn heima var ekki mikið um veisluhöld en ég fór eins og áður sagði á hljómsveitaræfingu og eftir hana ætluðum við GAURar á úgáfutónleika MAUS í Iðnó. Þeir voru svo sætir að spila á afmælinu mínu. En þar var auðvitað löngu uppselt þannig að við héldum heim til Péturs þar sem að við spiluðum Earthworm Jim (sælla minninga) í Super Nintendo tölvunni hans og horfðum síðan á Monty Python´s Meaning of Life, sem er mesta vitleysa sem að ég hef séð en um leið ein sú fyndnasta. Gubbuatriðið er snilld. Ugla, ef þú ert að lesa þetta og hefur ekki séð Meaning of Life, þá mæli ég með því að þú gerir það hið snarasta.

Daginn eftir, föstudaginn 20., fór ég í Partí til Péturs. Þar var boðið upp á afródanssýningu þar sem Helga KRONic og Erla sýndu listir sýnar (í of stórum buxum af Pétri). Einnig var boðið upp á margvíslega tónlistarhlustun, að hætti Péturs. Ekki var boðið upp á áfengi, enda kom ég sjálfur með það en drakk reyndar ekki allt, aðeins tvo bjóra eða svo. Síðan skruppum ég, Helgi og Skúli Svarti í eitthvað teiti úti á Seltjarnarnesi sem að innihélt mestmegnis fólk sem var tveimur árum yngra en ég. Lítið fjör, enda þekkti ég engann. Skil ekkert afhverju strákarnir höfðu mig með þangað. Helgi var síðan geðveikt fínn og skutlaði mér heim um kl.3 leytið.

Strax morguninn eftir héldum ég og bróðir minn enn og aftur austur á bóginn til að heimskækja, leitt hún skyldi vera skækja - þetta átti að vera heimsækja, frændfólk okkar og líka foreldra sem voru búin að vera í viku fríi þarna upp í sveit að vinna í landinu sínu eða eitthvað álíka. Aldrei að vita nema að það verði kominn upp bústaður eftir 1-2 ár. Ég fór á hestbak, nokkuð sem að ég geri ekki mikið af en tel mig samt bara nokkuð góðann þrátt fyrir það, fór í barnaafmæli sem að ég áleit um leið að væri afmælisveisla haldin til heiðurs mér, borðaði fínann mat, fór í byssó, nokkuð sem að ég geri allt of lítið af. Þetta er ekkert paintball en það er ótrúlegt hvað ímyndunaraflið getur gert ennþá fyrir mann auk þess sem að frændur mínir tveir, Gummi Valur Drekafluga og Dúndurmosi 2 og Haukur Vatnar bróðir hans, smíða alveg fáranlega flott vopn úr viði. Miklu sniðugra heldur en að vera að hlunka hvor á annan með AK-47 og C-4 þarna úti í einhverju af þessum stríðum. Með bjór við hönd í góðra vina hópi horfði ég síðan á brennu sem að við kveiktum í á laugardagskvöldinu. Gríðarlega góð brenna sem að við glóðuðum í landi foreldra minna, sem heitir Fæla.

---

Já, núna á fimmtudaginn næsta (26.06.03) verður Snorri Hergill Kristjánsson með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum. Snorri er bróðir góðvinar míns og leiklistarpartners, Árna, og munum ég og Árni verða með smá upphitunaratriði ásamt Ella en saman myndum við (ég Árni og Elli) fjöllistahópinn Grúsk. Grúví. Þetta verður án efa mjög fyndið og skemmtilegt og hvet ég alla til að þess að mæta í Þjóðleikhúskjallarann á fimmtudagskvöldið kl. 19:30 að ég held. Mun blogga meira um þetta og fleira von bráðar.

Munum að drekka áfengi í hófi, ef við drekkum það á annað borð.

18.6.03

Hundur með vængi!

Það var hljómveitaræfing með GAUR á mánudaginn var. Mjög fínt, sömdum eitt stykki hlátralag á staðnum (Frikki og Skúli geta stundum verið svo trylltir). Skemmtileg æfing allt þangað til að risastór geitungur mætti á svæðið, var örugglega búinn að vera hjá okkur heillengi, og gerðist geitungagrúppía. Þetta var ekkert smá flykki! „Hún var eins og hundur með vængi!" sagði Skúli bassaleikari hljósveitarinnar GAUR". Allir hlupu skrækjandi út úr húsinu, nema ég náttúrulega, og Helgi, einu alvöru karlmennin í hljómsveitinni. Á meðan hinir þrír (Pétur, Frikki og Skúli) hlupu öskrandi í hringi fyrir utan, gripum við strax til vopna. Helgi náði í tennisspaða á meðan ég lék ljúfa gítartónlist í þeim tilgangi að róa geitunga-grúppíuna niður. Þegar hún var alveg að sofna, réðst Helgi til atlögu og sló hana niður með þeim afleiðingum að hún hvarf? Já, við vitum ekkert hvað varð af henni eftir að höggið dundi en mig grunar að hún leynist þarna ennþá einhversstaðar, kannski í bassatrommunni, hver veit? Fylgjumst með þegar við förum á næstu æfingu og sjáum hvort að geitunga-grúppíunni hafi tekist að komast undan. Mun hún hefna sín? Eða tekst meðlimum GAURs að ráða niðurlögum hennar? Stei Tjúnd!

Aðfaranótt 17. júní, kl. 02:00 um nótt, héldum ég og bróðir minn upp í sveit, nánar t.t. í Gnúpverjahrepp Árnessýslu, þaðan sem að við erum ættaðir. Þar ætluðum við að eiða megninu af þjóðhátíðardeginum. Ég svaf aðeins á leiðinni (við góða tóna Hail to the Thief) en einhversstaðar á miðri leið vaknaði ég við bláblikkandi ljós. Lögreglan hafði stoppað okkur en bara svona til að tékka á okkur, ekkert meira en það. Það var samt soldið furðulegt að vakna við þetta.
Óskuðum mömmu og pabba til hamingju með 30 ára brúðkaupsafmælið og fórum á einhverja fjölskylduskemmtun. Gaman gaman.

Það er búið að vera alveg hreint brjálað að gera í vinnunni undanfarna eina og hálfa viku. Þannig er mál með vexti að Sigga, sem vinnur á skiptiborðinu og ég leysi venjulega af í matartímum og svoleiðis, fór í frí. Þannig að ég fór á skiptiborðið allan daginn. Maður kemst ekkert frá nema í mat og kaffi. Þetta felst aðalega í því að senda póst, afgreiða peninga, panta mat og svo síðast en ekki síst, að svara í símann: „Ræsir góðan dag...Augnablik" Ef við gefum okkur það að ég segi „Ræsir góðan dag" að meðaltali 5 sinnum á mínútu og ég vinni venjulega um átta tíma á dag sem gera 480 mínútur, þá segi ég „Ræsir góðan dag" 480 * 5 = 2400 sinnum á dag! Sem gera þá 2400 * 5 = 12000 sinnum á einni vinnuviku! Vá.

Jeij, en spennandi. Eftir nokkrar mínútur á ég afmæli. Og svo er auðvitað KVENNRÉTTINDADAGURINN á morgun. Ég held ég neyðist bara til þess að gerast feministi, fyrst að maður á nú afmæli á þessum degi. Mig langar til að bæta svolitlu við litla draumaafmælisgjafalistann minn frá því í bloggnum hér á undan. (Eitthvað að smitast af Ragnheiði) , mig langar í nýjan gítar, fullt af gítareffektum, Camper skórnir í KRON finnst mér geðveikt flottir, góða tölvumús, Disneyland, allt knattspyrnulið Real Madrid, tunglið og..og....biddubiddu....hvað er ég að hugsa? Þetta eru allt hlutir! Hlutir skipta engu máli, mig langar bara í ást og umhyggju, gleði og frið! Já!

„The things you own, they end up owning you." Tyler Durden, Fight Club

Ég bíð góða nótt í bili.

16.6.03

Hrátt

Loksins í langan tíma kemur helgi þar sem að maður þarf ekki að gera neitt sérstakt, sem er yndislegt. Ég hef notað þrjá síðustu daga aðalega í snónvarps- og videogláp, fótbolta ,tónlistarhlustun, tölvuleikjaiðkun(NERD!) og svefn, auk þess að borða svolítið inn á milli. Semsagt, nákvæmlega ekkert áhugavert.
Meðal þeirra kvikmynda sem að ég hef barið augum þessa helgina eru meistarastykkið One Flew Over the Cuckoo´s Nest, stórkostlega vel leikin mynd með Jack Nickolson í fararbroddi. Einnig mátti þar sjá Danny DeVito og Cristopher Lloyd (tryllti vísindamaðurinn í Back to the Future trílógíunni) en þetta var einmitt fyrsta kvikmyndin sem að hann lék í. Síðan sá ég Star Wars episode V, the Empier Strikes Back og Börn Náttúrunnar sem ég held að flestir geti verið sammála um að sé einstaklega falleg mynd. Svo má ekki gleyma uppistandinu RAW með Eddie Murphy, geðveikt fyndið. Djöfull gat Eddie verið fyndinn hér á árum áður.
Svo hef ég bara verið duglegur við að fara í fótbolta, búinn að fara tvö kvöld í röð og er núna bara gjörsamlega búinn á því, aumur í hnénu og stirður um allann kroppinn.

Á þriðjudaginn er 17. júní. Þá eiga foreldrar mínir 30 ára brúðkaupsafmæli, hvorki meira né minna. Ja hérna, 30 ár. Maður fer að hugsa, eins og vinur minn Skúli Svarti benti á, maður þarf að vera andskoti sátt/ur með þann sem að maður er með, til þess að geta verið gift/ur honum/henni í 30 ár. En ég vona að mamma og pabbi séu sátt hvort við annað og ég held að þau séu það bara, svei mér þá. Ætli þjóðhátíðardagurinn fari ekki bara í að vera með þeim og bróður mínum, Stefáni Má, uppi í sveit. Það verður örugglega yndælt.

Tveimur dögum síðar mun skella á 19. júní, KVENNRÉTTINDADAGURINN. Fyrir utan það að þá sé KVENRÉTTINDADAGURINN, á ég einnig 19 ára afmæli þann sama dag. Jeij. Mig langar í: Nýja flotta sumarskó, takkaskó og legghlífar, fullt af tónlist, ADSL-tengingu eða raflínu, föt.
Ahh, gaman að láta sig dreyma.

Já, verum hress og bless.

13.6.03

Kenndur og Rispaður

Ég var að vinna í dag, og í morgun kom soldið nördalegur maður til þess að kaupa varahluti.

Í gærkvöldi, með holtagerðis-rauðvín við hönd (heimabruggað), var ég að hlusta á svolítið af tónlistinni sem að ég fékk mér í gær.
Nýja Radiohead platan, Hail to the Thief, er rosalega góð. Ég get ekki verið sammála Pétri um að hún sé ekki nógu góð heild. Að vísu hefur platan þónokkra breidd, hún teygir sig allt aftur til The Bends og OK Computer en fer síðan líka fram úr síðustu diskum, Kid A og Amnesiac, en það er einmitt þessi breidd sem að mér finnst gera diskinn svona góðan. 2+2=5 er uppáhaldslagið mitt um þessar mundir og ef maður leggur saman þessar þrjár tölur fáum við út 9.3, sem að er einmitt einkunin sem að ég gef Hail to the Thief, 9.3 af 10.
Næst setti ég á fóninn Turn on the Bright Lights með nýju NY rokksveitinni Interpol. Kom mér svolítið á óvart, því að þarna er á ferðinni ekki svo mikið rokk, heldur tiltölulega róleg plata sem þægilegt er að hlusta á. Inn á milli koma jú hressandi lög en yfir heildina er Turn on the Bright Lights frekar þægilegur áheyrnar. Reyndar var svolítið fúlt að á lagi nr 3, NYC, nánar t.t. á 1.mínútu og 52. sekúndu byrjaði diskurinn að hökta á einhverri fjandans rispu. Djö. Nú verð ég að fara alveg snællduvitlaus niður í Skífu og krefjast þess að fá nýjan og tvo aðra nýja með! Gangi mér vel. Þetta aftraði mér samt ekki frá því að klára að renna disknum í gegn. Það er örugglega köff að hlusta á hann með mjög dökk sólgleraugu.
Nú eftir þessa tónlistarhlustun var ég búinn með tvö Holtagerðis-rauðvínsglös ( og reyndar eitt reyk-viskí staup hjá Pabba, mmmmm) og var allt í einu byrjaður að finna svolítið á mér. Ég var bara nokkuð hissa á þessu öllu saman og strunsaði inn í eldhús þar sem að mamma og pabbi voru að tsjilla og spurði:
„Hvað er þetta eiginlega sterkt?"
Pabbi svaraði að bragði: „Nú, finnuru á þér drengur?"
Ég: „...ummm..jaaá, eiginlega...hhehe"
Mamma&Pabbi: „Híhíhí"
Pabbi: „Þetta eru svona um 15%
Ég: „Vó, ok.


Hard kor rauðvín maður.

Æ já, það kom semsagt soldið nördalegur maður niður í varahlutadeild Ræsis hf til þess að kaupa...humm...já...varahluti. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema að hann var klæddur bol merktum forritunarforritinu Visual Basic, sem að mér fannst nokkuð fyndið.

Svona í tilefni af því að Radiohead voru að gefa út nýja plötu langar mig til þess að birta texta eins lagsins af nýju plötunni. Venjulega finnst mér sjálfum frekar leiðinlegt að lesa tilvitnanir í texta, að ég tali nú ekki um heila texta, á bloggsíðum og öðrum netsíðum, ef að ég hef ekki heyrt lagið áður. Samt sem áður ætla ég að gera það í þetta eina sinn því að mér finnst textinn eiga einkar vel við þessa dagana og svo finnst mér hann einfaldlega fallegur rétt eins og lagið. Ég hvet ykkur eindregið til þess að verða ykkur út um það. Það heitir I will (No man´s land.).
Viljum við láta börnin okkar lifa í þeim stríðshrjáða heimi sem við lyfum í núna?

I will
Lay me down
In a bunker
Underground

I won´t let this happen to my children.
Meet the real world coming out of my
shell
With white elephants
Sitting ducks.
I will
Rise up.

Little babies´ eyes.

10.6.03

Hress með kókaín-gleraugu.

Íha. GAUR hélt debut tónleika sína á föstudagskvöldið var. Til að skýra nánar út hvað Gaur er, þá er það hljómsveitin sem að ég er í ásamt Helga, Pétri, Skúla og Frikka (okkur er aðeins betur lýst á blogginu hans Péturs, lau. 07.06). Á föstudagskvöldið var hélt nefnilega hin stórkostlega Ragnheiður rokkdrusla upp á afmælið sitt. Hún bauð upp á Faxe, sem ég drakk að vísu lítið af en margir aðrir gripu fegins hendi. Gaur flutti svo dúndur-rafmagnaða tónlist að löggan frétti af henni og kom til að djóína okkur. Reyndar kom löggan vegna kvörtunnar sem henni hafði borist frá nágranna Ragnheiðar, sökum of mikils hávaða frá veislunni. Það var óskemmtilegt eins og Ragnheiður komst svo skemmtilega að orði. Gaur voru ekki einir um tónlistarflutning í veislunni. Eftir að löggan hafði crashað pleisið steig á svið hið yndislega Bossaband Andra. Þeir toppuðu danshljómsveitina algjörlega með sínum mjúku röddum, vel hristuðu hristum og ljúfu gítarspili. Í kikknaði í hjáliðunum, eins og margar aðrar stúlkur. Yndælt. Við í Gaur náðum ekki að klára allt programmið okkar áður en lögreglan kom, þannig að við eigum það bara eftir til betri tíma, en ef þú lesandi góður vilt að Gaur spili í uppákomu á þínum vegum máttu endilega hafa samband við okkur. Ég þakka Ragnheiði fyrir skemmtilega afmælisveislu og hljómsveitarfélögum mínum fyrir gott fyrsta gigg.
Daginn eftir (laugardaginn 07.06.) kenndi ég minn fyrsta tíma í gítarstjórn. Nemandinn er 12 ára, heitir Kolbeinn og er bróðir vinkonu minnar, Nínu. Þessi fyrsti tími gekk bara ágætlega. Námið felst aðalega í því að koma upp smá grunni, til að geta spilað einföld lög. Þess vegna ákvað ég að byrja á að kenna honum Stairway to Heaven með Led Zeppelin. Þetta er bara nokkuð skemmtilegt, því að ekki vantar áhugann, og svo er þetta kærkominn aukapeningur. Ef þið hafið áhuga á að fá gítarkennslu heim til ykkar hafið endilega samband við mig. Ég er við símann núna.
Eftir kennsluna hófst undirbúningurinn að lokahófi Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Hann fólst meðal annars í ísáti, bjórkaupum á eðalbjórnum Le Faxe, kaupum á frönsku pulsubrauði, pulsum, baquettum, tómatsósu, steiktum lauk, sinnepi, gosi og fleiru frönsku. Ástæðan fyrir „öllu" þessu franska er sú að í leiklistarpartýum MH er hefð fyrir því að vera með eitthvað þema. Og þemað að þessu sinni var ...(trommusláttur)...franskt. Mannsaflinn var mjög fríður og franskur, drengir með franskt yfirvaraskegg og yfir helmingur mannsaflans var í röndóttum peysum og með svona málarahúfu. Matseðillinn var sömuleiðis einkar franskur og frækilegur. Hann var einhvernveginn svona:

Forréttur: Ritz kex og baquettur ásamt mexískóskum og ábyggilega frönskum ostum, ásamt
frönsku eðal rauðvíni úr kassa.

Aðalréttur: Franskar pylsur, grillaðar að hætti Kobz og Árna með öllu tilheyrandi, þ.á.m.
svona franskri prufudressingu beint úr Select! Le Faxe bjór í massa vís.

Eftirréttur: Franskar pönnukökur (crépes) með rjóma að hætti Höllu og mars-súkkulaði
dressingu að hætti Jóhönnu

Gyrnilegt, ekki satt?
Síðan var bara djammað feitt, mikið spjallað og enn meira drukkið. Og svo má ekki gleyma stjórnarskiptunum. Við í stjórn LFMH 2002-2003 vorum nefnilega að ljúka starfi okkar í þessu teiti og um leið fóru fram stjórnarskipti við komandi stjórn LFMH (2003-2004) Þessi stjórnarskipti voru áhugaverð. Fólu meðal annars í sér að láta hina nýju stjórn LFMH snæða ánamaðka, vandlega valdna af Höllu úti í garðinum hans Árna, spriklandi og fínir. Síðan veittum við þeim þeirra nýju viðurnefni sem stjórnarmeðlimir LFMH. Að starfa í LFMH var erfitt og skemmtilegt. Kvöldið var mjög vel heppnað fyrir mitt leyti, og ég kom ekki heim fyrr en klukkan var langt gengin 6 á sunnudagsmorgun. Eyþór er geðveikt fínn og skutlaði mér heim. Kærar þakkir.
Sofnaði kl. 6 og vaknaði rúmlega tveimur tímum seinna við það að Hrafn frændi minn hringdi í mig. Ég var á leiðinni í fermingarveislu bróður hans, Viðars, eins og hálf tíma akstur upp í sveit. Rauk upp, hálf-klæddi mig í sparifötinn, setti upp sólgleraugu og dröslaðist upp í bíl, hálf kenndur ennþá. Vá.
Fermingin átti sér stað í Stóra-Núps kirkju Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, þaðan sem að ég á ættir mínar að rekja. Ég fór meira að segja í kirkjuna og fannst bara gaman, geispaði ekki einu sinni, en ætli það hafi ekki verið aðalega út af prestinum. Já hann séra Axel er fyndinn gaur. Í fermingunni gerði hann einhverja villu sem var soldið klaufalegt en sagði síðan stuttu seinna: „ Já, þetta kallar maður að verða á í messunni". Öll kyrkjan hristist af flissi. En svo fór þynkan að hellast yfir, sem lagaðist reyndar fljótt eftir að maður komst í hinar frábæru veitingar frændfólks míns. Þá var sko mönsjað! Þannig að ef þið viljið fá geðveikt hressan gaur í fermingarveisluna ykkar, ekki tala við mig, ég var frekar úldinn. Takk Ásaskólafjölskylda fyrir góða veislu og til hamingju með ferminguna Viðar.

Úr einu yfir í annað. Að eignast nýja tónlistardiska veitir manni einstaka ánægju, að ég tala nú ekki um ef að manni er gefinn eins og einn eða tveir. Þegar mamma og pabbi komu heim úr flensunni frá Kanada fyrir um tveim vikum kom mamma með handa mér þrjá Bítladiska, sem er skemmtilegt því ég átti enga diska með þeim kumpánum. Þetta voru diskarnir Please Please Me, Let it Be (hei þetta rímar) og tvöföld Live at BBC (vá þetta rímaði líka! geðveikt!) plata. Ég hef ekki náð að hlusta á BBC plötuna ennþá en hinar tvær eru mjög fínar en mjög frábrugðnar frá hvorri annarri, kannski af því að PPMe kom út 1963 en Let it Be kom út 1970. Takk mamma.
Í dag var ég síðan að eignast Hail to the thief, nýja diskinn með Radiohead og ég keypti um leið Pablo Honey, fyrsta diskinn þeirra í útvarpshöfði.. Þar með á ég allar breiðskífur útvarpshauss. Til viðbótar við það fékk ég mér diskinn Turn on the Bright Lights með New York rokksveitinni Interpol. Hlakka mikið til að hlusta á hann.

Úr öðru yfir í þetta. Gaman gaman. Templateið virkar, svo að nú get ég bætt inn linkum á ykkur elskurnar mínar!

Úr þessu yfir í æji fokk it. Það getur reynst einstaklega erfitt að komast í einhverjar skriftir þegar maður hefur svona mikið gera. Ég vona að þið getið fyrirgefið mér þetta rúmlega viku blogleysi og ég stend í þeirri trú að þið munuð gera það. Ég skal reyna að bæta úr þessu.

Þetta er komið gott finnst mér í bili. Meira seinna. Bless.

31.5.03

Where have you been?

Ja hérna. Mér þykir bloggurinn hér á undann ansi áhugaverður, því hann var ritaður undir áhrifum áfengis. Best að ryfja aðeins upp atburði gærdagsins, og fimmtudagsins líka.

Bloggurinn hér á undan var jú ritaður í miðju kórpartýi í grafarvoginum, nánar tiltekið heima hjá Jónasi ofurgaur. Þetta var skemmtilegt partý. Geggjað húsnæði! Vá, bílskúrinn var alveg rosalegur. Við erum að tala um eina sveittustu diskógryfju íslands. Jónas the meister var búinn að ríma skúrinn, koma upp marglitum ljósum, diskókúlu og strobi (svona flashljós sem blikkar geðveikt hratt). Hann var meira að segja með reikvél! Algjör snilld. Samt var ég ekkert mikið að dansa þar sjálfur, það var bara gott að vita af þessu. Fólk var almennt bara mjög gott áðí, en eitthvað var um að fólk væri ekki í eins góðum fíling og það gæti verið :) Atriðin voru eins og venjulega, misáhugaverð. Atriði okkar tenóranna ver svona fremur slappt, Kalli með eitthvað lag sem hann hafði samið 15 mínútum áður. Textinn innihélt 3-4 setningar, sem okkur tókst að gleyma helmingnum af. Steini og Kalli glömruðu eitthvað á gítar og píanó á meðan við hinir vældum eitthvað á þessa leið: "Bassi! verevjúbiiiiiiin!" Ekki nógu gott en hetjuleg tilraun samt. Sóprana atriðið var uuuu....ummmm...já? Alta atriðið var svona, tjah.. jújú. Og ég missti af bassaatriðinu, endilega segið mér frá því hvernig það var.
Áður en teitið hófst fyrir alvöru gerði ég soldið sem ég held að ekki margir piltar hafa gert. Ég crashaði sóprana fyrirpartý!, ásamt altinum Höllu. Við ásamt fleirum sóprönum fórum í rútunni hennar Steinunnar (þetta var rúta!) til að tékka á stemmningunni þar. Ég veit reyndar ekkert hver var að halda þetta sóprana-fyrirpartý en ég veit að um leið og ég og Halla stigum þar inn var okkur hent jafnflótt út (*hóst* af Ragnheiði *hóst*). Buhuhuhu, og ég sem var meira að segja í dulargervi, með spennu í hárinu og talaði með mjög hárri, kvennmanslegri röddu. En allt kom fyrir ekki, ég og Halla þurftum að gjöra svo vel að labba aftur til Jónasar. Í rigningu!
Þegar til Jónasar var aftur komið, fór ég á klósettið ásamt Skúla, Helga og ég held Daða (rífresj mæ memmorí, plís). Einhvernveginn fengum við þá bjánalegu hugmynd að fara allir inn í sturtuklefann, bíða eftir að einhver kæmi inn og koma þá allir út með miklum dólgshátt og látum. En við töluðum svo hátt að engum datt í hug að voga sér þar inn fyrir. Þá ákváðu þeir að senda mig í einhverskona misjón, sem fólst í því að fara fram og hrópa: "klósettið er laust!". en í staðinn fór ég bara út og valhoppaði eitthvað í burtu. Híhíhíhíhíhí.

Fleira markvert man ég eiginlega ekki frá þessu annars dúndurgóða partýí. Jónas, kærar þakkir fyrir það. Ég held ég ryfji upp atburði s.l. fimmtudags (uppstigningadags) aðeins seinna.
Verið blessuð.
Party on dudes!

Jæja, ég sit hérna með Helga í góðu stuði ásamt Daða, Ingu, Daða og Skúla. Djöfull er gaman! Skúlinn segir að við eigum að vera að hössla, r**a og fleira skemmtilegt. We are bustin bear. Nei sko, Kínverska mafían og Andri E. voru að crasha pleisið!!! Vóóóó. Við vorum að klára stay, með U2 og nú erum við að hlusta á einhverja geðveikt funký útgáfu af Sweet home Alabama. Hei, Pétur Beikon var að crasha rúmið hérna við hliðina á okkur! Best að taka mynd. Vó, þetta var heví dörtý mynd!!!. Skúli, Helgi, Anna, og Pétur neðst í einni þvögu. Hummmm. Annars mun koma feitt blogg seinna, jafnvel á morgun, um síðastliðna atburði. Party on dudes!

29.5.03

Hressir Mánudagar!

Já, eða ekki. Mánudagar í vinnunni geta verið soldið erfiðir, sérstaklega eftir skemmtilega helgi. En eftir hvern dag kemur nýtt kvöld, og s.l. mánudagskvöld var 4. hljómsveitaræfing hinnar margrómuðu ofurgrúppu, Dýrðlinganna (ég, Skúli, Daði og Siggi T-sjá blogg frá 25.05.03.). Já það vantar sko ekki metnaðinn í þetta ofurband. Sunnudagskvöldið var átti sér t.d. stað 3.æfing Dýrðlinganna, sem fór að mestu í það að horfa á myndina Zoolander sem var alveg hreint mega-fyndin. Ben Stiller er bara fínn kvikmyndagerðamaður ásamt því að vera ágætis leikari. Svo var ég að koma af 5. æfingunni áðan og ég tel okkur bara vera nokkuð reddí fyrir morgundaginn.

Talandi um morgundaginn (Fimmtudag) þá held ég að hann verði bara nokkuð hress. Uppstigningardagur, frí í vinnunni, og Vorvítamín hamrahlíðarkóranna þar sem að Dýrðlingarnir munu einmitt halda debute tónleika sína (og lokatónleika líklega í leiðinni). Þannig að þetta verður ykkar eini séns til að sjá okkur spila! Pælið aðeins íðí, ykkar eini séns!!! So jú better bí at MH kl. 15:00 or djöst dæ! hatsu. Ég lofa líka góðri skemmtun og svo verða ábyggilega alveg hreint dúndurveitingar. Mæli með þessu.

Og yfir í allt annað. Ég kemst ekki inn í fjárans templatið mitt eins og allir aðrir sem að nota blogger.com. Þannig að ég get ekki sett fleiri linka og stuff eins og ég ætla að gera. Það eiga hér nokkrir aðilar öruggan link hjá mér. Þolinmæði er dyggð.

Og úr öðru yfir í eitthvað fökt upp sjitt! Á tölvuborðinu mínu er fullt af froskum frá síðustu áramótum (svona grænt sprengidót sem skoppar) sem ég á eftir að sprengja. Þetta eru samtals sjö stykki. Ef einhver er með góða hugmynd í hvað ég ætti að nota þá (fyrir utan 2 lítra flöskusprengju) má hann/hún endilega dúndra einum mosa hér í mosakerfið mitt. Takk.

Ég vil ekki segja neitt meira núna. Síjú.

25.5.03

Tell mí húúúúú jú ar!
Vaknaði áðan klukkan hálf eitt við það að dyrabjöllunni var hringt. Ég stökk upp, fór að klæða mig til þess að athuga hver í andskotanum þetta væri en stoppaði síðan, leit út um gluggan, og sá þá einhverjar stelpur úti á götu með svarta ruslapoka?! Ég hugsaði með mér: „Nei, þær skulu sko ekki ná mér" og fór ekki til dyra.
Þá tók ég allt í einu eftir einhverjum furðulegum verk í handabakinu. Ég skyldi ekkert í honum fyrr en ég fór að ryfja upp atburði gærdagsins.

Jú, gærdagurinn (laugardagurinn 24.05.03) var mjög skemmtilegur og góður. Hófst á því að ég fór á hljómsveitaræfingu með Dýrðlingunum kl 10:30! (Heví Morgunferskir strákar). Já, ný hljómsveit hefur tekið til starfa! Og hún mun líklega aðeins einu sinni flytja sitt stórgóða prógramm, og það mun gerast á vorvítamíni Hamrahlíðarkóranna. Í Dýrðlingunum eru: Ég :) sem spila á gítar og góla kannski smá, Skúli :Bassi (as always), Daði ,Maskína með fullt af tökkum á, og Siggi T, sem ber á strekkt skinn. Æfingin gekk bara ágætlega. Eftir hana fór ég heim til að 1)kveðja foreldra mína sem að fóru út í flensuna til Kanada, nánar tiltekið til Montreal, til að heilsa upp á frænda minn Örn sem býr þar ásamt unnustu sinni. Þannig að ég verð einn heima næstu vikuna :), 2)dressa mig upp til að syngja með kórnum fyrir stúdentaútskrift! Ja hérna hvað margir eru að fara, buhuhuhu, en ég óska ykkur öllum samt til hamingju með áfangann. Athöfnin var fín og gekk vel, kórinn stóð sig held ég ágætlega og ræðan hennar Hildigunnar var skemmtileg. Því næst tóku stúdentaveislur við af ýmsum toga. SKötuhjúin Steingrímur Teague og Svanhvít héldu sameiginlega stúdentsveislu heima hjá Steingrími og þangað lá leið okkar Andra Ólafs fyrst. Þar mættum við geðveikt flottum palli úti í garðinum, dýrindis góðum veitingum og dúndurgóðu veðri. Takk kærlega fyrir mig. Maður þekkti nú ekki marga þarna en þarna voru ókindarmeðlimir, Nafni minn Volvo, Svenni og fl. Þegar klukkan var langt gengin sjö kvöddum ég og Andri liðið og héldum til ömmu hennar Hildigunnar þar sem hennar útskriftarveisla var haldin (þ.e.a.s hennar Hildigunnar). Við rétt náðum í Birgittu þegar við komum og hún stóð sig bara ágætlega, með sitt hjólbeinótta-slá á læri-sveitaballaperformans, alveg eins og í félagsheimilinu á Neskaupsstað. Já, það var júróvisjón í gærkvöldi ef einhver hefur misst af því. Hjá Hildigunni var fullt af hressu fólki og góðum veitingum.Maður hitti ótrúlegasta fólk, vinkonu foreldra minna sem ég man því miður ekki hvað heitir, Ásgrím fyrrverandi ísl303 kennarann minn og marga vini úr skólanum. Mjög skemmtilegt alltsaman. Allir biðu síðan mjög spenntir eftir að sjá brjóst eða eitthvað á rússneska stúlknadúettinum T.a.t.u. en allt kom fyrir ekki. Mikil vonbrigði, þær gerðu ekki neitt og svo fannst mér lagið lélegt, sungu yfirleitt alltaf sama tóninn og það ekkert sérstaklega vel. Bölvað auglýsingatrikk þessi mikla fjölmiðlaumfjöllun. Annars finnst mér þetta soldið fyndið:
Umboðsmaður Tatu handtekinn
Ivan Shapovalov, umboðsmaður rússneska dúettsins Tatu, hefur verið handtekinn fyrir að stofna siðgæði ungra stúlkna í hættu.

Þetta las ég á mbl.is
Því næst lá leiðin til Köben. Eftir það fór ég á Glaumbar þar sem að nýstúdent Vigga var með alveg hreint þrusugott júróvisjónpartý. Frír bjór og alles. Ég ákvað að slá þessu bara upp í kæruleysi og skilja jeppan eftir. Náði í tvo fría, en þá kláraðist hann og ég fékk mér tvo stóra í viðbót og varð bara nokkuð góður áðí. Það var skemmtileg tónlist spiluð á Glaumbar, eins og Move your feet með Junior Senior sem er fáranlega gott danslag að mér finnst. Þegar klukkan var farin að nálgast 3 fór tónlistin hinsvegar að breytast í svona úmchí úmchí úmchí tónlist, staðurinn var farinn fillast ískyggilega mikið og.....VÓ, út á dansgólfið var komið fullt af einhverju fertugu kvenfólki og súkkulaðibrúnum gaurum sem stóðu allt í kring og hreyfðu höfuðin svona fram og aftur. Þá var tími til kominn að drífa sig. Eyþór og Aldís eru geðveikt fín og skutluðu mér heim.

Og ennþá hef ég ekki hugmynd um af hverju þessi verkur stafaði enda er mér alveg sam, hann er hvort sem er löngu farinn. Núna þarf ég einhvernveginn að koma mér niður í bæ til þess að sækja jeppaskrípið og síðan tekur við fótbolti í hlíðaskóla.
Þangað til næst, Tatu. Ég meina tata.

22.5.03

Jæja, nú byrja ég.
Ýmislegt misáhugavert hefur drifið á daga mína síðan ég kláraði síðasta prófið á miðvikudaginn, þys303, rétt slefaði yfir hana. Ég fór í sumarbústaðinn hans Péturs, nánar tiltekið í úthlíð, á föstudaginn ásamt fríðu föruneyti, og skemmtilegu líka. Pétur grillaði ofan í mannskapinn kjúkling og pulsur og Helga sá um meðlætið, stórgott alltsaman klappklapp. Síðan gerðist svosem ekkert merkilegt. Við átum, drukkum, tsjilluðum og dönsuðum fram á rauðanótt. Já svo fórum við líka í pottinn. Það var mjög næs, skáluðum þar oní fyrir hinu og þessu, aðalega þessu. Einhverjir fóru líka í brennó um kl.4 um nóttina (vott´ðe fokk?) á meðan ég og fleiri héldu áfram að skeiða um draumalöndin, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Úlfsins til að fá okkur með í leikinn. Þær tilraunir fólust meðal annars í því að góla á okkur og hoppa ofan á þakinu. Mjög skemmtilegt alltsaman.
Helgi átti dett ferðarinnar. Þegar hann hljóp uppúr pottinum inní bústað til að svara í símann flaug hann á hausinn um leið og hann steig á eitthvað blautt handklæði. Það var fyndið. Hann meiddi sig samt ekki neitt, sem er gott.
Um morguninn átum við síðan dýrindis góðar pönnukökkur, með ávöxtum. Einhver prófaði meira að segja pönnuköku vafða utan um banana. Það var nokkuð köff. Stórt jeij fyrir öllum sem komu að bakstri pönnukaknanna. Vá hvað þetta var óþjált. Því næst fórum við bara heim, glöð í bragði eftir vel heppnaða próflokaferð.

Enn og aftur hef ég hafið störf hjá fyrirtækinu Ræsir hf, nánar tiltekið í varahlutadeild. Þar hef ég verið undanfarin 3 sumur. Starf mitt felst meðal annars í því að taka til varahluti, raða þeim í hillur, senda þá út á land og svo leysi ég líka af á skiptiborðinu: „Ræsir góðan dag. Augnablik" - Þið getið heyrt þetta ef þið hringið í síma 5405400 milli kl.12:00 og 13:00. Þetta er ágætis 8:00-18:00 djobb, fínn peningur. Innilegar samúðarkveðjur til þeirra sem ekki hafa fengið vinnu í sumar.

Svo sótti ég einkunnirnar í dag. Ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, svona skítsæmilegt. Hef ekkert meira um það að segja.
Kóræfing á eftir og svo Hljómsveitaræfing þar á eftir, jibbí. Kannski að maður kíkji síðan á LA Café djammið eftir það. Aldrei að vita.

P.s: Ég vil þakka Daða fyrir tækniaðstoðina á þessum bloggræfli mínum. Fleiri linkar eru á leiðinni ásamt einhverri útlitsbreytingu.

16.5.03

Heimspekihór dagsins: Áhugavert þykir mér að kalla heimspekihór dagsins, heimspekihór dagsins, því það væri eins og að drýgja heimspekihór. Funný.