14.1.05

Valdimar?

Geri þetta ekki oft en mig langar til þess núna. Ég ætla að hafa stutta tölu um þá sem ég bætti nýlega inn á hlekkjalistann minn því þeir eiga það alveg skilið.

Dóri: Halldór Ásgeirsson heitir kappinn fullu nafni. Gengur undir ýmsum viðurnefnum, þó líklega þekktastur sem Dóri Harði eða Dóri Kisa. Dóri er einn fyndnasti gaur sem ég þekki og mjög svo hnittinn auk þess sem hann er ansi fær í gítarleik. Hann fór ansi fögrum orðum um mig á síðu sinni og það var bara frekar kúl. Hann leikur í Martröð á jólanótt og að mínu mati einn skemmtilegasti karakter sýningarinnar. Pottþéttur náungi sem getur talað með ótrúlega skrítnum og skemmtilegum áhersluendingum. Jaá!
Dóri heldur uppi síðu sinni ásamt öðrum fínum gaur sem ég þekki þó ekki jafnmikið, Sverri. En vonandi ertu sáttur við nafnið á hlekknum Dóri, mér fannst soldið fyndið að bæta við kettinum sem týndist ekki og hafa hann þarna með ykkur.

Jakob: Jakob Ómarsson heitir þessi magnaði náungi fullu nafni, stundum kallaður Kobbi hvíti. Ætti náttúrulega að vera búinn að hlekkja á hann fyrir löngu því hann heldur upp skemmtilegri bloggsíðu og er skondinn og áhugaverður penni. Hann leikur, líkt og Dóri, í Martröð á jólanótt en var sá gaur sem kom mér mest á óvart á meðan æfingaferlinu stóð. Hann var stöðugt að peppa mig upp og styðja og er ég honum mjög þakklátur fyrir það, því hann bjargaði mér alveg á tímabili. Jakob er skemmtilegur og einn af hans helstu kostum er að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Þó ekki nakinn samt, HAHA! En hann er ekkert að reyna að vera e-ð annað en hann er, held ég allavega. Hann er líka opinskár og segir virkilega það sem honum finnst um aðra en alls ekki á neikvæðan hátt. Hann er nefnilega mjög jákvæður og virðir aðra, sama hvaðan þeir koma. Gúd sjitt.

13.1.05

I know what you´re thinking

Aðgerðarleysi? Ó nei! Langt því frá. Dagurinn í gær fór t.d. að mestu í að máta körfuboltaskó í smáralindinni. Svo fór að ég fann mér akjósanlega skó í ákjósanlegri stærð í ákjósanlegum litum með ákjósanlegum öklastuðningi ásamt ákjósanlegum reimum. Held ég bara.
Svo horfði ég á Family Guy í gærkvöldi í góðra vina hópi þar sem rúmgaflar voru skallaðir í gríð og erg og kínavasar voru mölvaðir með golfkúlum.
En núna er ég að læra söguverkefni. Svo ætla ég að lesa ljóðabækur og myndasögur auk þess sem ég skelli mér í körfubolta á eftir. Ætli ég spili ekki einhverja tölvuleiki líka.

Gegt.