18.6.03

Hundur með vængi!

Það var hljómveitaræfing með GAUR á mánudaginn var. Mjög fínt, sömdum eitt stykki hlátralag á staðnum (Frikki og Skúli geta stundum verið svo trylltir). Skemmtileg æfing allt þangað til að risastór geitungur mætti á svæðið, var örugglega búinn að vera hjá okkur heillengi, og gerðist geitungagrúppía. Þetta var ekkert smá flykki! „Hún var eins og hundur með vængi!" sagði Skúli bassaleikari hljósveitarinnar GAUR". Allir hlupu skrækjandi út úr húsinu, nema ég náttúrulega, og Helgi, einu alvöru karlmennin í hljómsveitinni. Á meðan hinir þrír (Pétur, Frikki og Skúli) hlupu öskrandi í hringi fyrir utan, gripum við strax til vopna. Helgi náði í tennisspaða á meðan ég lék ljúfa gítartónlist í þeim tilgangi að róa geitunga-grúppíuna niður. Þegar hún var alveg að sofna, réðst Helgi til atlögu og sló hana niður með þeim afleiðingum að hún hvarf? Já, við vitum ekkert hvað varð af henni eftir að höggið dundi en mig grunar að hún leynist þarna ennþá einhversstaðar, kannski í bassatrommunni, hver veit? Fylgjumst með þegar við förum á næstu æfingu og sjáum hvort að geitunga-grúppíunni hafi tekist að komast undan. Mun hún hefna sín? Eða tekst meðlimum GAURs að ráða niðurlögum hennar? Stei Tjúnd!

Aðfaranótt 17. júní, kl. 02:00 um nótt, héldum ég og bróðir minn upp í sveit, nánar t.t. í Gnúpverjahrepp Árnessýslu, þaðan sem að við erum ættaðir. Þar ætluðum við að eiða megninu af þjóðhátíðardeginum. Ég svaf aðeins á leiðinni (við góða tóna Hail to the Thief) en einhversstaðar á miðri leið vaknaði ég við bláblikkandi ljós. Lögreglan hafði stoppað okkur en bara svona til að tékka á okkur, ekkert meira en það. Það var samt soldið furðulegt að vakna við þetta.
Óskuðum mömmu og pabba til hamingju með 30 ára brúðkaupsafmælið og fórum á einhverja fjölskylduskemmtun. Gaman gaman.

Það er búið að vera alveg hreint brjálað að gera í vinnunni undanfarna eina og hálfa viku. Þannig er mál með vexti að Sigga, sem vinnur á skiptiborðinu og ég leysi venjulega af í matartímum og svoleiðis, fór í frí. Þannig að ég fór á skiptiborðið allan daginn. Maður kemst ekkert frá nema í mat og kaffi. Þetta felst aðalega í því að senda póst, afgreiða peninga, panta mat og svo síðast en ekki síst, að svara í símann: „Ræsir góðan dag...Augnablik" Ef við gefum okkur það að ég segi „Ræsir góðan dag" að meðaltali 5 sinnum á mínútu og ég vinni venjulega um átta tíma á dag sem gera 480 mínútur, þá segi ég „Ræsir góðan dag" 480 * 5 = 2400 sinnum á dag! Sem gera þá 2400 * 5 = 12000 sinnum á einni vinnuviku! Vá.

Jeij, en spennandi. Eftir nokkrar mínútur á ég afmæli. Og svo er auðvitað KVENNRÉTTINDADAGURINN á morgun. Ég held ég neyðist bara til þess að gerast feministi, fyrst að maður á nú afmæli á þessum degi. Mig langar til að bæta svolitlu við litla draumaafmælisgjafalistann minn frá því í bloggnum hér á undan. (Eitthvað að smitast af Ragnheiði) , mig langar í nýjan gítar, fullt af gítareffektum, Camper skórnir í KRON finnst mér geðveikt flottir, góða tölvumús, Disneyland, allt knattspyrnulið Real Madrid, tunglið og..og....biddubiddu....hvað er ég að hugsa? Þetta eru allt hlutir! Hlutir skipta engu máli, mig langar bara í ást og umhyggju, gleði og frið! Já!

„The things you own, they end up owning you." Tyler Durden, Fight Club

Ég bíð góða nótt í bili.

16.6.03

Hrátt

Loksins í langan tíma kemur helgi þar sem að maður þarf ekki að gera neitt sérstakt, sem er yndislegt. Ég hef notað þrjá síðustu daga aðalega í snónvarps- og videogláp, fótbolta ,tónlistarhlustun, tölvuleikjaiðkun(NERD!) og svefn, auk þess að borða svolítið inn á milli. Semsagt, nákvæmlega ekkert áhugavert.
Meðal þeirra kvikmynda sem að ég hef barið augum þessa helgina eru meistarastykkið One Flew Over the Cuckoo´s Nest, stórkostlega vel leikin mynd með Jack Nickolson í fararbroddi. Einnig mátti þar sjá Danny DeVito og Cristopher Lloyd (tryllti vísindamaðurinn í Back to the Future trílógíunni) en þetta var einmitt fyrsta kvikmyndin sem að hann lék í. Síðan sá ég Star Wars episode V, the Empier Strikes Back og Börn Náttúrunnar sem ég held að flestir geti verið sammála um að sé einstaklega falleg mynd. Svo má ekki gleyma uppistandinu RAW með Eddie Murphy, geðveikt fyndið. Djöfull gat Eddie verið fyndinn hér á árum áður.
Svo hef ég bara verið duglegur við að fara í fótbolta, búinn að fara tvö kvöld í röð og er núna bara gjörsamlega búinn á því, aumur í hnénu og stirður um allann kroppinn.

Á þriðjudaginn er 17. júní. Þá eiga foreldrar mínir 30 ára brúðkaupsafmæli, hvorki meira né minna. Ja hérna, 30 ár. Maður fer að hugsa, eins og vinur minn Skúli Svarti benti á, maður þarf að vera andskoti sátt/ur með þann sem að maður er með, til þess að geta verið gift/ur honum/henni í 30 ár. En ég vona að mamma og pabbi séu sátt hvort við annað og ég held að þau séu það bara, svei mér þá. Ætli þjóðhátíðardagurinn fari ekki bara í að vera með þeim og bróður mínum, Stefáni Má, uppi í sveit. Það verður örugglega yndælt.

Tveimur dögum síðar mun skella á 19. júní, KVENNRÉTTINDADAGURINN. Fyrir utan það að þá sé KVENRÉTTINDADAGURINN, á ég einnig 19 ára afmæli þann sama dag. Jeij. Mig langar í: Nýja flotta sumarskó, takkaskó og legghlífar, fullt af tónlist, ADSL-tengingu eða raflínu, föt.
Ahh, gaman að láta sig dreyma.

Já, verum hress og bless.