6.12.05

Af útskrift og fleiru

Jamm bara búinn að verað stefnuleysast eitthvað. Það er leiðinlegt. Eitthvað fram og til baka með að vita hvað ég væri að gera, í þessu lífi, hvort ég væri að útskrifast og svona, en svo var ég ekkert að fara að útskrifast. Ætli ég hafi ekki svona ómeðvitað vitað það síðan í byrjun hausts. Ekki tími og langaði bara ekki til þess hreinlega. Woyzeck líka og svona. Nú myndi pabbi segja e-ð á þessa leið:
„já, en maður verður nú bara stundum að gera fleira en gott og skemmtilegt þykir"...Æj, já, pabbi. Ég veit. Já. Jájá.
Svo, kannski seinna bara. Finnst leiðinlegt ef ég hef verið að ljúga að einhverjum að ég væri að farað útskrifast, hef bara verið í einhverjum sjálfsblekkingarleik og rugli, eða þannig.

Nú einbeiti ég mér bara næst að halda heilög jól í faðmi fjölskyldunnar. Það er svo ágætt.

Ég keypti mér hljómborð um daginn. Eða...mér finnst meira eins og ég hafi verið að gefa manneskju 35000 krónur svo hún ætti hægara með að komast í brúðkaup til Namibíu, og fengið þetta fína hljómborð í kaupbæti. Og mér líður bara mjög vel með það verð ég að segja.

Deerhoof er nýja uppáhaldshljómsveitin mín. Hef þónokkuð hlustað á plötuna Apple O´ og soldið á Milk Man og þetta er bara ógeðslega skemmtilega galið. Deerhoof á allavega ein bestu og mest grípandi upphafslög tveggja platna sem ég held ég hafi heyrt. Tékkið á lögunum Dummy Discards a Heart og Milk Man ef þið sem ekki til þekkið viljið reynað átta ykkur á hvað ég er að reynað meina. Fjúff.

Ég læt ekki kitlast. Eins og sumir vita þá kitlaði bróðir minn mig svo mikið þegar ég var lítill að ég stamaði í mánuð eða svo. (Eða svo minnir mig). Ég ætla ekki að stama út úr mér einhverjum listum um ekki neitt. Er heldur ekkert svo mikið fyrir svona listatal.
Jæja, jú. Ókei. Einn.

Topp sjö dauðdagar í bíómyndum sem ég hef séð:

  • Tyler Durden í Fight Club. Mega sniðugt fannst mér.
  • Höfuðleðraaflétting Brúðarinnar á O-Ren Ishii í Kill Bill. Fallegt, en samt eitthvað svo kreisí.
  • Vegalöggan sem Safnarinn, aka The Collector, aka riddari kölska, kýlir í gegnum hausinn á í Tales from the Crypt myndinni, Demon Knight. (Of löng setning). Hafði mikil áhrif á mig, því um leið og þetta var frekar kúl og ógeðslegt, þá var þetta í fyrsta sinn sem ég sá hvað svona myndir gátu verið skemmtilega gervilegar. Ég og bróðir minn horfðum á þetta og grandskoðuðum hægt á vídjeóinu.
  • Hin rosalega aftaka Nafnlauss með einni mjög stórri örvadrífu í eðalmyndinni Hero. Frekar tignarlegt svona.
  • Trommarinn og bara trommaragreyin öll í Spinal Tap. Mega bömmer alveg hreint.
  • Vincent Vega í Pulp Fiction. Allt saman er bara eitt stórt móment. Brauðristin o.s.frv. Fjúff
  • Eiginlega öll dauðsföllin í Braindead. Sláttuvélaatriðið kannski einna helst. 300 lítrar afgerviblóði. Yndislegt. Að vísu eru uppvakningar nú þegar dauðir tæknilega séð, en samt. Bara yndisleg mynd.
Þeir eru margir fleiri góðir, dauðdagarnir, en þetta eru svona þeir sem ég næ að rifja upp í fljótheitum. (Og var ég nú samt alveg góðan klukkutíma að þessu).

Watchmen eftir Alan Moore og Dave Gibbons er með betri skáldsögum og myndasögum sem ég hef lesið. Ég er að vísu ekki búinn með hana alla, langt kominn þó, en ég er glaður yfir að eiga ennþá eitthvað eftir af lestri þessa meistarastykkis. Á ábyggilega eftir að glugga í hana aftur einhverntíma að lestri loknum. Fjallar í stuttu máli um ofurhetjur sem lagst hafa í helgan stein, en ýmsir atburðir leiða til þess að þær þurfa kannski að dusta rykið af latex búningnum sínum. Þetta er bara þrælvel skrifað, mjög góð persónusköpun, hápólitískt og þar fram eftir götunum. Mjög spennandi í þokkabót. Mæli með henni hiklaust, sér í lagi fyrir þá sem ekki hafa lesið mikið af myndasögum. Ég hef svosum ekki lesið þær margar, en ég leyfi mér að mæla með Watchmen við alla.

Meira? Nei.
Bara, ekki láta sér verða kalt. Ókei?