26.6.03

Sauðkindin snýr aftur

Hvur andskotinn! Nú var ég að fá þær upplýsingar að Uppistand næstfyndnasta manns Íslands, Snorra Hergils Kristjánssonar, hefst kl. 20:30 en ekki kl. 19:30 eins og ég sagði hér áðan.
Árans vesen, ég sem var búinn að plana þetta alveg útí ystu æsar til að geta komist á mikilvæga hljómsveitaræfingu. Jæja, best að reyna að redda þessu.

Sorrí gæs end görls. Ég vona að einhver hafi ekki farið/fari kl hálf átta.........ARG, nú var ég að tala við Árna sem var að segja mér að það værir uppselt á uppistandið. Fokk. Hann á að vísu eftir 2 miða.

Enívon?
Það er líka sauðkindin í Færeyjum

Hurðu hurðu, þetta þykir mér hjákátlegt. Ég ritaði blogginn hér á undann ekkert á mánudaginn 23. júní eins og blogger heldur fram. Ég ritaði hann skal ég segja ykkur þriðjudagskvöldið 24. júní. Það skiptir samt bara engu máli. Tilgangslausa taut.

Hér er samt nokkuð sem er langt því frá að vera tilgangslaust taut. Þannig er nefnilega mál með vexti að góð vinkona mín hefur hafið blogg. Sú heitir Halla Ólafsdóttir (stundum kennd við hina Litlu Míu úr Múmínálfunum). Halla kennir síðuna sína við einn allra mesta kvennskörung Íslands fyrr og síðar, ef ekki alls heimsins, Hallgerði Langbrók, en mér finnst samt hún Hallgerður ekki komast nálægt með tærnar þar sem að Halla hefur hælana enda er Halla ekki nærri því jafn vond. Vona ég. Ekki er það verra að hún hóf ritstörf sín sem bloggari á afmælisdaginn minn, 19.júní. Je. Ég held það sé kominn tími til að ég hætti að tala um þennan blessaða afmælisdag minn. En já, Halla skrifar mjög skemmtilega og hefur köff ritstíl. Slóðin er: http://hallgerdurlangbrok.blogspot.com. Gaman gaman og húrra fyrir því.
Einnig má bæta því að ég linkaði yfir á Helgu KRONic sem hefur bæst í hóp þeirra sem að ég kalla Trylltu bloggarana. Tryllt blogg eru, samkvæmt minni skilgreiningu, þau blogg sem að eru skrifuð í geðveikri belg og biðu. Nett kæruleysislegt málfar er ríkjandi, ekki er mikið gert úr nákvæmri stafsetningu en hugmyndagleðin og spontant skriffinskan er geysihá. Þessi blogg eru misjafnlega góð en mér þykir Helgu takast ansi vel upp og mér finnst að hún eigi að halda þessu hressa bloggi áfram.

Sjitt, Ragnheiði tókst sko aldeilis að skjóta mér skelk í bringu með ritum sínum þann 24.06. Þetta var eitthvað svo vel og raunverulega skrifað, en samt ekki. Ég var samt alveg að trúa þessu og næstum kominn með tár í augun allt þangað til skýringin kom. Ja hérna. Ragnheiður, þó að maður skuldi þér eitthvað smávegis þá er óþarfi að hræða úr manni líftóruna. (Ég elska þig nú samt rokkdruslan mín).
Vel á minnst þá er ég efstur á bjórskuldaralista Ragnheiðar. Ég veit ekki hversu stoltur ég á að vera af þessum vafasama titli en ég skulda henni víst eins og eina kippu. Mér finnst þetta samt svolítið töff að vera efstur á svona lista en ég ætla mér samt ekki að vera þar mikið lengur. Það er t.d. mjög vafasamt að vera efstur á lista yfir mest eftirsóttu glæpamenn Bandaríkjanna en það væri um leið óneitanlega geðveikt kúl.

---

Robin Williams skemmtir í kvöld!!!

Já , þið lásuð rétt, næstfyndnasti maður Íslands, Snorri Hergill Kristjánsson, mun grínast í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, 26.júní 2003, kl 19:30. Mun hann gera gys að ýmislegu. Fjöllistahópurinn GRÚSK mun hita upp fyrir kauða auk þess sem að einhver íslendingur sem ekki allir vita hvað heitir, mun flytja stutt uppistand. Lyftum okkur uppúr hversdagsleikanum, mætum í kvöld og hlægjum saman!
(Ekki hefur enn fengið staðfest hvort að það sé aldurstakmark eða hvort að maður þurfi að láta af hendi peninga við inngöngu, þannig að þið verðið bara að koma og taka sénsin. Óstaðfestar fregnir herma þó að boðið verði upp á ókeypis bjór, en það er eins og ég segi aðeins orðrómur. (Náv hú vuld vont tú miss ðatt???))

---

Eiginmannalisti Döggu er nokkuð skemmtilegur. Ég var samt nokkuð hissa þegar að ég sá að ég var ekki inn á þeim lista! (Er ég orðinn listasjúkur eða hvað?) Þið vitið að ég er Færeyingur er það ekki?
„Vit skilja tað mesta, tá vit lesa íslendskt, men tað er ikki lætt at skilja íslendska talu, tí framburðurin er nógv øðrvísini enn okkara, t.d. er trýstið og máltónin heilt øðrvísini."

Síjú beibís.

23.6.03

...Ég nenni ekki neinu.

En samt þurfti ég nú að vinna á afmælisdaginn minn sem var 19. júní síðastliðinn en þá er líka KVENNRÉTTINDADAGURINN. Reyndar þurfti ég að *hóst* baka *hóst* fyrir vinnufélaga mína en það er víst siður þar á bæ. Fólk var bara almennt sátt við kökurnar mínar og þá var ég sáttur.
Seinna sama dag fór ég á hljómsveitaræfingu. Það bólaði ekkert ennþá á geitungagrúppíunni en ég tel, eins og Andri sagði, að hún sé ennþá í felum í bassatrommunni, byggjandi upp hjúds her og ræðst síðan á okkur í komandi framtíð. Ég hlakka til.

Talandi um KVENNRÉTTINDADAGINN þá verð ég að fá að koma þessari skoðun minni á framfæri innan um alla þessa jafréttisbaráttu sem mikið var talað um fyrir u.þ.b. viku og er enn mikið talað um. Það er nefnilega eitt sem að mér finnst svolítið furðulegt í jafnréttisbaráttu feminista eins og þetta eru nú ágæt samtök. Feministar berjast fyrir jafnrétti kynjana. Af hverju kalla þau sig þá feminista? Ég veit að samtökin voru stofnuð þegar réttindi kvenna voru þónokkuð takmörkuð, en í dag hefur margt breyst þó að en sé langt í land með að ná algjöru jafnrétti kynjana. En mér finnst að eitt skref í þá átt væri að breyta um nafn á þessum samtökum og nefna þau einhverju sem að nær betur yfir bæði kynin, því margir karlmenn vilja líka berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Ég er allavega hættur við að verða feministi og hef ákveðið að gerast jafréttissinni.
Nóg um það.

Ég fékk eiginlega ekkert í afmælisgjöf, nema náttúrulega ást, umhyggju og gleði. Að vísu voru foreldrar mínir ekki heima, þannig að það gæti verið að ég fái eitthvað áþreifanlegt frá þeim líka, seinna. En ég er náttúrulega alveg sáttur með ást umhyggju og gleði. Takk allir sem að sendu mér hamingjuóskir með einum eða öðrum hætti, takk. Þar sem að ég var einn heima var ekki mikið um veisluhöld en ég fór eins og áður sagði á hljómsveitaræfingu og eftir hana ætluðum við GAURar á úgáfutónleika MAUS í Iðnó. Þeir voru svo sætir að spila á afmælinu mínu. En þar var auðvitað löngu uppselt þannig að við héldum heim til Péturs þar sem að við spiluðum Earthworm Jim (sælla minninga) í Super Nintendo tölvunni hans og horfðum síðan á Monty Python´s Meaning of Life, sem er mesta vitleysa sem að ég hef séð en um leið ein sú fyndnasta. Gubbuatriðið er snilld. Ugla, ef þú ert að lesa þetta og hefur ekki séð Meaning of Life, þá mæli ég með því að þú gerir það hið snarasta.

Daginn eftir, föstudaginn 20., fór ég í Partí til Péturs. Þar var boðið upp á afródanssýningu þar sem Helga KRONic og Erla sýndu listir sýnar (í of stórum buxum af Pétri). Einnig var boðið upp á margvíslega tónlistarhlustun, að hætti Péturs. Ekki var boðið upp á áfengi, enda kom ég sjálfur með það en drakk reyndar ekki allt, aðeins tvo bjóra eða svo. Síðan skruppum ég, Helgi og Skúli Svarti í eitthvað teiti úti á Seltjarnarnesi sem að innihélt mestmegnis fólk sem var tveimur árum yngra en ég. Lítið fjör, enda þekkti ég engann. Skil ekkert afhverju strákarnir höfðu mig með þangað. Helgi var síðan geðveikt fínn og skutlaði mér heim um kl.3 leytið.

Strax morguninn eftir héldum ég og bróðir minn enn og aftur austur á bóginn til að heimskækja, leitt hún skyldi vera skækja - þetta átti að vera heimsækja, frændfólk okkar og líka foreldra sem voru búin að vera í viku fríi þarna upp í sveit að vinna í landinu sínu eða eitthvað álíka. Aldrei að vita nema að það verði kominn upp bústaður eftir 1-2 ár. Ég fór á hestbak, nokkuð sem að ég geri ekki mikið af en tel mig samt bara nokkuð góðann þrátt fyrir það, fór í barnaafmæli sem að ég áleit um leið að væri afmælisveisla haldin til heiðurs mér, borðaði fínann mat, fór í byssó, nokkuð sem að ég geri allt of lítið af. Þetta er ekkert paintball en það er ótrúlegt hvað ímyndunaraflið getur gert ennþá fyrir mann auk þess sem að frændur mínir tveir, Gummi Valur Drekafluga og Dúndurmosi 2 og Haukur Vatnar bróðir hans, smíða alveg fáranlega flott vopn úr viði. Miklu sniðugra heldur en að vera að hlunka hvor á annan með AK-47 og C-4 þarna úti í einhverju af þessum stríðum. Með bjór við hönd í góðra vina hópi horfði ég síðan á brennu sem að við kveiktum í á laugardagskvöldinu. Gríðarlega góð brenna sem að við glóðuðum í landi foreldra minna, sem heitir Fæla.

---

Já, núna á fimmtudaginn næsta (26.06.03) verður Snorri Hergill Kristjánsson með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum. Snorri er bróðir góðvinar míns og leiklistarpartners, Árna, og munum ég og Árni verða með smá upphitunaratriði ásamt Ella en saman myndum við (ég Árni og Elli) fjöllistahópinn Grúsk. Grúví. Þetta verður án efa mjög fyndið og skemmtilegt og hvet ég alla til að þess að mæta í Þjóðleikhúskjallarann á fimmtudagskvöldið kl. 19:30 að ég held. Mun blogga meira um þetta og fleira von bráðar.

Munum að drekka áfengi í hófi, ef við drekkum það á annað borð.