18.8.05

Sonic rock & roll, drowsiness & lazyness and Youth. Eternal Youth.

Fyrir ekki alls löngu fann ég út, út á hvað Sonic Youth gengur. Allavega fyrir sjálfan mig. Gott ef það hafi bara ekki gerst þegar ég var að hlusta á Kotton Krown af plötunni Sister. Ég sat í bíl, það var heitt og ég var alveg að sofna. Svo í miðjum drómanum kom það bara hreinlega yfir mig. Flott? Ég veit. Á maður að reyna að lýsa því í orðum? Veit ekki. Erfitt. En ég reyni:
Sonic Youth gengur út á rokk og ról, smá syfju og leti. En umfram allt snýst Sonic Youth um æsku. Eilífa æsku.
Flott? Ég veit.
(Veit það samt í rauninni alls ekki)

Svo nú var ég orðinn ansi spenntur fyrir tónleikunum. Kannski vissi ég bara ekkert út á hvað þetta gekk. Kannski áttu þau eftir að telja mér hughvarf frá sjálfum þeim.

Neibs.

Þetta var svo geðveikt. Hef aldrei upplifað annað eins. Þetta voru, án nokkurs vafa, langbestu tónleikar sem ég hef farið á. Yndisfokkinglegt.

Og ég komst að einu. Sonic Youth eru ein af fyrirmyndum mínum. Ég bara vissi aldrei af því.

Lagið:
Sonic Youth - Kotton Krown

16.8.05

Sonic Summer

Sonic Youth á eftir? Úff...ég hlakka til. Búinn að verað hita upp síðustu daga. Sonic Nurse er rosa góð. Svo mikið popp, svo mikið feed. Sonic Youth eru alveg úbersvöl. Jahá.

Lagið:
Sonic Youth - Sugar Kane
Rokk og ról!