20.11.05

White Stripes

Jack: All right Meg. Let´s just do this nice, quick and clean.

Meg: Yeah.

Jack: Ok, keep it real.

Meg: Ok.

7.11.05

Mér líður vel

Því þegar ég hlusta á The Blood Brothers þá langar mig til að brenna tölvuna mína.

13.10.05

A cup of BLOODY HELL!

Nei djok. Rosa stud i London. Frumsyndum i gaerkvoldi og tad gekk bara kick ass vel. Cave var allavega sattur og nokkur bresk dagblod einnig. Strax komin gagnryni, og tad bara god gagnryni. Var svo bara ad djamma med Bjorgolfi, Ingvari E. og bara eiginlega allri islensku leikaraakademiuni eins og hun leggur sig. Frekar steikt eiginlega. Ekki samt jafn steikt og momentid sem eg og Steini Teague attum med einum stage managernum i Barbican leikhusinu. Vorum uppi a einhverju hotelherbergjana asamt fleirum i einhverri death of the party stemmningu kl. 2 um nottina. Eg, Steini og tessi enski stage manager vorum bara ad spjalla um einhvern skit tangad til gaurinn fer ad tala um ad hann faedist i Auswitch. Syndi okkur orid eftir numeramerkinguna a handleggnum og allt. Og eg og Steini vorum bara eitthvad:
"wow, really? That's really something".
Gedveikt sentimental eitthvad.
Svo horfdi gaurinn a bjordosina sina, retti Steina hana og sagdi:
"here, you need it more than I do".
Gaeti samt alveg hafa verid at fokka i okkur. Hver veit.
En ja, London er fresh. Mjog gott vedur fyrstu tvo dagana. Mjog hlytt. Sidan hefur verid ad rigna sma en samt alveg hlytt. Svona, ef tid vildu vita hvernig vedrid vaeri i London.

Hei, eg nenni tessu ekki lengur. Heyrumst og sjaumst.

Kvedja fra London,
Haraldur!

27.9.05

Atli klukkaði mig...

Fimm staðreyndir um mig, Harald Ágústsson:

1. Skúli Agnarr benti mér á það fyrir skömmu, og mér finnst það örlítið ógnvekjandi, að á næsta ári verð ég 22 ára gamall. And still slackin´!

2. Mér finnst mjög gaman að dansa. Sama hversu lélegur ég er í því. Best finnst mér að dansa óháð öðrum dansaðferðum. Bara að láta hugann reika og hreifa sig í takt við tónlistina. Ég dansa við allskonar tónlist. Stundum dansa ég einn heima hjá mér með tónlistina vel hátt stillta. Góð útrás.

3. Mér finnst mjög gaman að skoða auglýsingabæklinga tengda ýmiskonar tæknivörum. Tölvur og annað slíkt. Veit ekki hvað það er. Hef bara mikinn áhuga á svona tæknidóti og það er gaman að bera saman verð og vörur.

4. Ég tárast oft yfir bíómyndum. Síðast táraðist ég yfir About Schmidt. Einu sinni þegar ég var lítill fór ég alveg að hágráta eftir að hafa horft á þýsku kafbátamyndina Das Boot eftir Wolfgang Petersen. Endirinn var bara svo sorglegur. Ég hef verið svona 6 til 8 ára. Grét líka yfir ET.

5. Ég get látið minnstu hluti fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mér. Líklega hægt að kalla þetta smámunasemi. En stundum verð ég svo pirraður út af nánast engu að ég verð alveg hundfúll út í sjálfan mig í leiðinni og oft bitnar það líka á öðrum fyrir vikið sem ég vil eftir fremsta megni koma í veg fyrir að gerist. Þá er bara að anda rólega inn og út, telja upp að tíu og bara slaka á. Chill.

Það segir líklega meira en margt annað um mig hvað ég var lengi að koma þessum atriðum saman. Sjálfskoðun er strembnari en hún virðist vera í fyrstu.

Ég klukka:
Halla Volvo
Höllu (Þó lítið virðist vera um blogg þar á bæ)
Júlíu ( 5 staðreyndir í formi ljósmynda væri óneitanlega mjög kúl)
Pétur (sé fyrir mér myndir af limlestingum, geðsjúkum trúðum eða einhverju álíka)
Ragnheiði Hörpu

19.9.05

Friedrich

Það má segja að maður hafi verið að synda um í reynslusjó vesturports undanfarnar vikur. Mikið sem maður hefur grætt á og lært af þessu fólki. Sýndum Woyzeck í fyrsta skipti fyrir áhorfendur í gærkvöldi og gekk sýningin bara ágætlega. Þetta er samt ekki alveg tilbúið, ýmislegt á líklega eftir að breytast. En yfir höfuð er sýningin orðin þétt og góð. Áhorfendur virtust allavega vera að fíla þetta og voru almennt vel með á nótunum.
Woyzek finnst mér vera afar falleg sýning, með viðbjóðslegum undirtóni, ef ég ætti að reyna að lýsa henni sjálfur. Tónlistin eftir Nick Cave er ótrúlega mögnuð. Það er þess virði að sjá sýninguna bara út á tónlistina.
Mann er óneitanlega farið að hlakka heilmikið til að fara til London og sýna þetta þar. Það verður án efa mikið ævintýri.

Mikið er samt fúllt að missa af Iceland Airwaves. Nú fyrir skemmstu voru að bætast í hóp erlendra listamanna á hátíðinni hljómsveitin Ratatat. Þeir gáfu út plötu í fyrra samnefndri sveitinni og sú plata er bara sumarið 2004 fyrir mér.
Dagskráin lítur líka bara mjög vel út. Fullt af góðum böndum. Bömmer.

En hei, ég er að fara frítt út til London, og ég fæ að hitta Nick Cave. Sweet.

Lagið:
The Arcade Fire - In the backseat
Það er satt sem fólk segir. Platan Funeral með The Arcade Fire er ofboðslega góð plata. Síðasta lagið á plötunni er stórkostlegt. Mögnuð uppbygging og söngurinn ótrúlega fagur. Mig langar til að borða gæsahúðina mína þegar ég hlusta á In the backseat. Svo djúsí verður hún.

1.9.05

Marathon man maður!

Jæja, búinn að láta rífa úr mér endajaxlana vinstramegin. Frábært alveg. Sjitt hvað gæjinn (tannlæknirinn) var samt snöggur að þessu. Mestur tíminn fór í að láta deyfinguna virka. Síðan kom hann bara:

„Jæja, hérna er síðan smá svona hókus pókus tæki..."

Treður einhverju járndrasli upp í mig, djöflast og jagast þarna eitthvað. Ég heyri þetta líka fína og fallega brothljóð og svo allt í einu...klingkling...einn jaxl kominn, einn jaxl eftir.
Jagijag, djöflifjöfl, og...klingkling...sá neðri var kominn líka.
Saumisaum, skoliskol, grisja, kr. 15865, kauptu íbúfen, fljótandi fæði, you´re good to go!
Díses. Hann var ekki fimm mínútur að þessu. Fyrir utan deyfingatímann.
Get ekki beðið eftir að deyfingin fjari út. Svo ég geti upplifað real pain. Hell yes. Svo poppa ég nokkrar E oní íbúfenið og ég er bara still good to go!
Langaði svolítið til að kaupa mér einhverja tónlist, svona í smá skaðabætur, sem og ég gerði. Leit við í plötubúð smekkleysu:

DFA compilation 2#
Kimono - Arctic Death Ship
Madvillain - Madvillainy
Quasimoto - The Unseen

Lagið:
De La Soul (Featuring SDP and Takagi Kan) - Long Island Wildin´
Japanskt rapp er bara kúl. Kúl lag.

29.8.05

Brotin blóm

Kvikmyndin Broken Flowers er líklega ekki allra. Söguframvindan er mjög hæg. Virkilega hæg en stöðug engu að síður. Það líkaði mér einna best við myndina. Hún var ekki að flýta sér neitt, gaf sér góðan tíma. Jim Jarmusch hefur gríðar gott vald yfir sérstökum stíl sínum. Hann er hægur, stíllinn hans.
Eins og einhver sagði gæti handritið hafa verið hreinlega skrifað fyrir Bill Murray. Hann leikur vel, persónan er sem sniðin fyrir hann. Að vísu svolítið keimlíkur lífsringlaða manninum í Lost in Translation, en það er allt í lagi, því hann gerir þetta vel. Það væri samt gaman að fá að sjá Bill í einhverju allt öðru hlutverki næst. Eins og t.d. sem einhver af skúrkunum í öllum þessum ofurhetjumyndum. Mikið væri það samt fyndið, ef hann léki þesskonar skúrk, bara í sama stíl og síðustu myndir hans hafa verið. Geðveikt leiður og þunglyndur náungi sem varla nennir neinu, en er samt þarna að þvælast fyrir hetjunni. Fljúgandi um einhversstaðar. Hann væri aðalega illmennið út á það hversu bara leiðinlegur hann væri. Skondið.
En já, ég get alveg mælt með Broken Flowers. Hún er fögur, sagan er góð, fyndin á köflum og tónlistin er mjög góð. Verð líka að mæla með hinni myndinni sem ég hef séð eftir Jim Jarmusch; Ghost Dog: The way of the Samurai með Forest Whitaker í aðalhlutverki. Góð ræma.

Svo erum ég og Finnur hérna á góðum tímapunkti. Þakkir fær Katrín.

Lagið:
Maximo Park - Apply some pressure
Flott og hressandi lag. A Certain Trigger er bara hress plata. Gríðarskemmtilegt alveg. Það besta síðan The Futureheads gáfu út sinn frumburð.

24.8.05

Sister

Ég var að djamma niðrí bæ um daginn. Kíkti aðeins á Dillon. Er þá ekki bara litla systir mín þar líka, djammandi með vinum sínum. Mér verður óneitanlega svolítið bilt við en það skrítna var, var að henni virtist vera alveg sama að sjá mig þarna. Ekki nóg með það, heldur kemur hún bara strax að mér og biður mig um að kaupa bjór fyrir sig?! Ég meina, hvað þykist hún eiginlega vera, varla komin... nei bíddu...ég á enga litla systur.

Lagið:
Queens of the Stone Age - Little Sister
(„Didi, tss, didiri, tss, didiri, tss, didiri, tss...")

18.8.05

Sonic rock & roll, drowsiness & lazyness and Youth. Eternal Youth.

Fyrir ekki alls löngu fann ég út, út á hvað Sonic Youth gengur. Allavega fyrir sjálfan mig. Gott ef það hafi bara ekki gerst þegar ég var að hlusta á Kotton Krown af plötunni Sister. Ég sat í bíl, það var heitt og ég var alveg að sofna. Svo í miðjum drómanum kom það bara hreinlega yfir mig. Flott? Ég veit. Á maður að reyna að lýsa því í orðum? Veit ekki. Erfitt. En ég reyni:
Sonic Youth gengur út á rokk og ról, smá syfju og leti. En umfram allt snýst Sonic Youth um æsku. Eilífa æsku.
Flott? Ég veit.
(Veit það samt í rauninni alls ekki)

Svo nú var ég orðinn ansi spenntur fyrir tónleikunum. Kannski vissi ég bara ekkert út á hvað þetta gekk. Kannski áttu þau eftir að telja mér hughvarf frá sjálfum þeim.

Neibs.

Þetta var svo geðveikt. Hef aldrei upplifað annað eins. Þetta voru, án nokkurs vafa, langbestu tónleikar sem ég hef farið á. Yndisfokkinglegt.

Og ég komst að einu. Sonic Youth eru ein af fyrirmyndum mínum. Ég bara vissi aldrei af því.

Lagið:
Sonic Youth - Kotton Krown

16.8.05

Sonic Summer

Sonic Youth á eftir? Úff...ég hlakka til. Búinn að verað hita upp síðustu daga. Sonic Nurse er rosa góð. Svo mikið popp, svo mikið feed. Sonic Youth eru alveg úbersvöl. Jahá.

Lagið:
Sonic Youth - Sugar Kane
Rokk og ról!

12.8.05

„Sko, strákar. Ég er með hugmynd..."

Þetta er bara rosalegt. Einhver á auglýsingastofunni hefur bara hreinlega misst sig.

(Án efa einhver niðurhölun falin í þessu, þið vitið allavega af því)

10.8.05

Hresst morgunstart

Til í slaginn 7:55. Svolítið seinn en það gerir ekki mikið til. Strekki iPodinn á mig, set upp hjólagleraugun og smelli á mig hjálminum. Stíg út, svolítið blautt úti. Það er bara hressandi. Leysi hjólið úr lásaprísund sinni, pumpa Out Hud í eyrun og legg af stað.
Dríf mig að næsta göngustíg og byrja að feta mig upp að kópavogshálsinum meðfram hafnarfjarðarveginum. Annar hjólagarpur fyrir framan mig? Gott mál, smá keppni drepur ekki neinn. Gef svolítið í og tek fram úr fljótlega. Ja hérna, rétt lagður af stað og strax byrjaður að keyra mig út. Ekkert væl, gefa bara meira í.
Þýt niður kópavogshálsinn. Enginn má taka fram úr. ENGINN. Reyni að hitta á græna kallinn yfir nýbýlaveginn svo ég þurfi ekki að stoppa og geti neglt á malargöngustíginn meðfram gamla paintballvellinum. Heppnast. Úje, hossihoss, ójafnaójafna. Ekkert sem BESTA HJÓL Í HEIMI ræður ekki við. Ójá.
Jæja, kringlumýrarbrautin. Braut brekku og leiðinda. Hjóla rólega í smástund, njóta hinnar sjaldgæfu jafnsléttu Íslands. Þetta er sko engin Kaupmannahöfn. Kominn undir göngubrúna og nú fer brekkan að taka við. Árans brekka. Halda sér í 10. gír eins lengi og maður heldur út, lækka síðan gírátakið eftir því sem brekkan rís hærra. Nú tekur bruninn við, þessi ljóti bruni í lærunum. Ekkert tuð, djöflast bara í gegnum þetta þennan síðasta spöl, ekki mikið eftir. Loksins. Helsta erfiðið búið og nú tekur bara slökun við, svo að segja. Við erum ekki að tala um neitt jóga hérna ennþá.
Reyna að líta sem best út fyrir keyrandi vegfarendur. Allir hljóta vera að hugsa: „En hvað þessi er duglegur, að hjóla svona á morgnanna. Ég ætti að gera slíkt hið sama, hjóla svolítið". En þau gera það ekki.

Hjólaplebbi.

Fer að líða að lokum ferðarinnar. Kominn í brautarholtið og varla neitt eftir nema verkstæðisport Öskju ehf. Best að taka síðasta spottan með stæl. Gefa í niður þessa litlu brekku, næ líklega 25 - 30 km. hraða. Jess. Fokk. Stéttin er náttúrulega blaut. Sem þýðir minna grip, og ég er líklega að fara aðeins of geyst í beygjuna akkúrat núna. Halla mér of mikið.

CRASH! BOOM! BANG!

Standa hratt upp. Ekki missa kúlið, ekki missa kúlið. Ok, enginn virtist hafa séð þetta. Það hlaut að koma að þessu eftir að hafa hjólað nær áfallalaust í allt sumar.
Ansans. Ekki nóg með það að hafa hruflað mig þó nokkuð hér og hvar, heldur tókst mér einnig að skekkja framhjólagjörðina. Ansans. Hjálmurinn kom ekki einu sinni að neinum notum.
Frábær byrjun á deginum.
Ojæja. iPodinn er þó í lagi, Out Hud linnir allavega ekki látum.

Lagið:
Roxette - Crash! Boom! Bang!
(Frekar óviðeigandi samt)

9.8.05

„Will melt away in..."

Sveit. Ég var upp í sveit um helgina síðustu. Það er alltaf gott að komast í sveitina, og ég er ekki frá því að ég meti það og njóti þess betur í dag heldur en ég gerði áður. Var að hjálpa mömmu og pabba í landinu þeirra. Slá gras, snyrta í kringum trén, taka saman spítnadrasl og fleira. Líkamsrækt í góðu veðri. Það var heitt. Ég brann meira að segja svolítið. Sætur og gríðarlega vöðvastæltur í hlýrabol. Tanned. Eins og kallarnir. Ágætt alveg.
Litli frændi minn Sigurður Heiðar, var með okkur að hjálpa til. Maður með fáránlega mikla orku og sjúklega mikinn áhuga á öllu sem viðkemur stríði. Þegar líða tók á daginn fékk pjakkurinn mig með sér í smá óld fasjónd stríðsleik. Gamla góða byssó. Hann er búinn að koma sér upp heilu vopnabúri. Vélbyssur, handsprengjur, alvöru stríðsbakpoki, hjálmar (já, þeir voru mættir á svæðið)...jú neim it. Og það var bara geðveikt gaman. Hlupum í sitthvora áttina í smá tíma, án þess að líta við, komum okkur úr augsýn og í skjól og reyndum svo að finna hvorn annan og drepa (ekki í alvörunni sko, bara svona þykjó þið skiljið, væri frekar sjúkt ef ég hefði bara virkilega drepið litla frænda minn. Jíz). Hressandi, hlaupandi upp og niður brekkur og maður var bara alveg búinn eftir þetta.
Það er svo ágætt að komast í sveitina stöku sinnum eins og ég er búinn að segja. Það er mjög friðsælt og gefur manni rúm og tíma og næði til að hugsa um allt og ekki neitt. Nett þétt áhyggjuleysi. Svo er svo gaman að fylgjast með dýrunum. Kýrnar eru alveg yndislegar. Þær eru svo miklir álfar.

Ef ég væri kýr þá væri ég alltaf að bora í nefið á mér með tungunni.

Og þegar maður er búinn að vera í sveitinni þá er líka svo fínt að komast aftur í borgina sína. Því þó svo sveitin er góð þá er Reykjavíkin ekki verri. Að ég tali nú ekki um Kópavoginn.
Að keyra einn heim úr sveitinni getur verið kærkomin stund fyrir sjálfan sig. Jafnvel sterkara að kvöldi til heldur en að degi til. Þá sérstaklega ef veðrið er gott. Þá þarftu ekki að einbeita þér alveg jafn mikið að akstrinum eins og t.d. í roki og rigningu. Eða þoku. Þegar ég keyrði heim úr sveitinni á laugardagskvöldið var veðrið stillt og fallegt, og nú þegar aðeins er komið yfir í ágústmánuð er líka farið að dimma svolítið með kvöldinu, sem er svo rómó. Fjöllin og náttúran í kring voru með mér og létu mig finna minna fyrir járnplasthrúgunni sem ég þaut áfram í. Ekki sakar heldur að hafa góða tónlist meðferðis; Yo La Tengo og ...And you will know us by the trail of dead.
Það er gott að komast aftur heim til sín í borgina. Líklega er ég meira borgarbarn en ég hef viljað viðurkenna eða gert mér grein fyrir. Hef náttúrulega búið í borginni alla mína tíð. Það er líka bara allt í lagi. Sveitin og landsbyggðin mun þó alltaf koma til með að eiga smá stað í hjarta mínu.
En heima bíður manns alltaf eitthvað gott; Vinir og vandamenn.

Lagið:
...And you will know us by the trail of dead - Source Tags & Codes
„each painted sign along the road
will melt away in source tags & in code"

8.8.05

Cut the Crap

Þetta er svo mikið háð. Gott háð.

Lagið:
Boards of Canada - Roygbiv
Platan sem þetta lag er á, Music has the right to children, er bara svo mögnuð að maður trúir því ekki. Hún er svo góð og vekur upp svo margt hjá manni. Allavega hjá mér. Þetta lag, roygbiv, er hvað stórkostlegast. Það minnir mig á gamla yndislega daga, sem ég hef ekki einu sinni gerst svo frægur að hafa lifað.

P.s. Ef einhver veit hvað titill lagsins þýðir án þess að googla því. Ég endurtek: án þess að GOOGLEa því, þá er sá hinn sami nokkuð snjall. Kannski bara álíka snjall og Jökull Sólberg sem benti mér á hvað roygbiv stæði líklega fyrir, og þá held ég að hann hafi ekki googlað því. Sú merking grípur líka anda lagsins nokkuð vel.

4.8.05

Ekki þó þroskaheftur?

Mér tókst að hefta í puttan á mér í gær fyrir einskæran klaufaskap. Það var vont og ég finn ennþá fyrir farinu í dag. Það er svo sem ekki í frásögur færandi.

Lagið:
Skátar - Beðið eftir Benna
...og einmitt núna var Benni að skrá sig inná MSN. Ég er ekki að grínast.
Vá Halli. En spennandi.

2.8.05

Annar pabbi?

Lauk við bók fyrir stuttu sem ber titilinn Taumhald á skepnum eða á frummálinu, The Restraint of Beasts, eftir Magnus Mills. Er pínu hissa á mér yfir að hafa náð að lesa hana alveg í gegn, því bókin var ekkert frábær á meðan á lestrinum stóð. En ég er nokkuð feginn að hafa klárað hana því annars ætti ég það eftir, þið skiljið. Finnst það hálf fúlt að klára ekki bækur sem maður hefur nú þegar byrjað á. Hef reynt það áður og það nagar mig enn þann dag í dag. Þ.e. samviskuna. Nagar samvisku mína.
***Söguspillir*** (ef þið eigið nokkurntíma eftir að lesa bókina)
Taumhald á skepnum er nokkuð góð bók þegar öllu er á botninn hvolft. Fjallar að vísu ekki um neitt sérstakt, þrjá skoska gæja í girðingavinnu á Englandi. Frábært. Jú, þeir drepa að vísu nokkra náunga fyrir slysni, en það er bara aukaatriði. Þeir semsagt gera ekkert annað en að leggja girðingar og drekka bjór á kvöldin. Og jú, skammast og ergja sig út af yfirmanni sínum, sem er virkilegur sársauki í rassinn. Ég gat samt sett mig svolítið í spor þeirra þar sem ég hef sjálfur unnið við girðingavinnu. Það getur verið ágætt, en það getur líka verið hreint helvíti stundum.
Bókina keypti ég og las aðallega vegna þess að umsögnin um höfundinn vakti áhuga minn. Magnus Mills féll víst í grunnskóla og vinnur sem strætóbílstjóri í London. Tilnefndur síðan til virtra bókmenntaverðlauna fyrir þessa fyrstu bók sína. Það getur greinilega bara hver sem er orðið rithöfundur í dag!
Ég hef samt lúmskan grun um að Taumhald á skepnum sé mun betri á frummálinu, eins og oft vill verða. Breskur húmor og svona, illþýðanlegt stundum.
En sumsé, Taumhald á skepnum er ágætis bók, fín persónusköpun og skondinn húmor.
Tvær og hálf kilja af fimm mögulegum.

Nú tekur við Sin City bókaflokkurinn sem kom í allri sinni dýrð heim til mín um daginn. Næstum búinn með þá fyrstu, The Hard Goodbye, og þetta er bara stórkostleg lesning. Stendur fyllilega undir væntingum mínum.

Þar sem ég er verslunarmaður eyddi ég frídegi verslunarmanna líkt og kristinn maður eyðir sunnudegi. Í hvíld... Tjah, ok, ég er ekki beint verslunarmaður, en ég vinn í verslun, eða svona, við að halda versluninni gangandi, ég er ekki beint að afgreiða kúnnann eða neitt svoleiðis, en ég reyni að hjálpa til við að kúnninn fái vöruna sína. Svo verslunarlega séð er ég ekki beint verslunarmaður en vinn samt í verslun þið skiljið. Þó ég sé ekkert endilega að handfjatla peninga eða slíkt þá get ég alveg verið að vinna í kringum þá, til að verslunin græði peninga, og ég í leiðinni. Ok? Þannig að tæknilega séð finnst mér ég alveg geta verið í fríi og hvílt mig á frídegi verslunarmanna fyrst ég vinn nú einu sinni í verslun, því allir aðrir eru í fríi, og þeir vinna kannski ekki einu sinni í verslun...hmmm...
Allavega, þá var ég bara e-ð að gere ekki neitt í gær, las bara og hlustaði mikið á tónlist eins og t.d. Blonde Redhead. Svo góð hljómsveit. Svo góð tónlist.

Lagið:
Bara, þarna, lagið með Blonde Redhead.

1.8.05

Indoor demon. The demon of indoors!

af því sem ég sá...:

Svölust voru Singapore Sling og The Raveonettes
Hressastir voru Jonathan Richman, Brim og Reykjavík!
Alveg rosalega mikið tjilluð á því voru Hudson Wayne, Þórir og Cat Power
Góður as always var Mugison
Mest á óvart komu Lake Trout
*viðbót*: Verð að bæta því við að lang, lang sveittastir voru Trabant. Sérstaklega gítarleikarinn.

Hápunkturinn voru Blonde Redhead. Þó svo að þetta voru án efa ekki nálægt þeirra sterkustu tónleikar, af sögusögnum að dæma auk þess sem þau spiluðu svo stutt sökum eðli tónlistarhátíðarinnar, þá kemst ég ekki nær því að lýsa því sem ég sá öðruvísi en að það var ekki af þessum heimi.

28.7.05

Salesmen Weekend

Come to Iceland this weekend (29th July - 1st August) to witness the greatest and biggest alchohol eruption ever to occur this year.

25.7.05

Job

Í vinnunni minni er varahlutur sem ber enska heitið Rim Lock.

19.7.05

Kvikmyndir og tónlist og músík og myndir.

Spíttmyndin Spun var að bætast í hóp minna uppáhaldsmynda, sem eru líklega alveg allnokkrar ef út í það er farið. Alveg nettgeggjuð mynd, mjög steikt og rugluð, fyndin, en hún snerti samt sem áður við manni. Engin Requiem for a Dream en skárra en margt annað.
Tónlistin er frábær og mjög viðeigandi, enda í höndum þunglyndismeistarans og snillingsins, Billy Corgan.
Leikararnir allir góðir, Jason Schwartzman mjög sannfærandi sem mjög skemmdur amfetamínfíkill, Brittany Murphy og Mena Suvari ekki minna skemmd, John Leguizamo mjög svo geðveikur og skemmdur og Mickey Rourke skemmt svalur, ávallt. (reyndar soldið sveittur í þessari mynd).
Leikstjóri myndarinnar, Jonas Åkerlund, gerði líka eitt af mínum uppáhalds tónlistarmyndböndum við lagið Try Try Try með The Smashing Pumpkins, eða öllu heldur gerði hann stuttmyndina sem myndbandið styðst við. Efni þessarra mynda er um margt svipað, þó svo Try Try Try sé mun áhrifameira og átakanlegra hvað allt varðar. Tékkið á'essu.

Hin stórkostlega Sin City bættist einnig í hóp minna uppáhaldsmynda fyrir skömmu. Get ekkert annað sagt en eitt stórt Vá um þetta afrek í sögu kvikmyndanna. Áfram Rodriguez, áfram Frank Miller, áfram Tarantino, áfram myndasögur!
Gerðist síðan svo frakkur að panta mér allar bækurnar um Sin City, alls sjö talsins. Bíð spenntur eftir því að geta lesið þær og borið saman við myndina. Ó já.

Jæja. The Blood Brothers - Crimes (2004). Þetta er það trylltasta og besta sem ég hef heyrt síðan At the Drive-In gaf út Relationship of Command, og þá er nokkuð mikið sagt. Þetta er svo fokking geðveikt. Þessir öskrarar öskra svo vangefið flott að það er bara ekki eðlilegt. Þvílíkur kraftur, þvílík heift, þvílíkt súru textar. Ja hérna hér. Get ekki beðið eftir að heyra Burn Piano Island, Burn. Hún er víst ennþá meira kreisí. Brjálað!

Lagið:
The Blood Brothers - Peacock skeleton with crooked feathers
Ekkert síðra en öll hin á plötunni. Það er bara svolítið skondið því á köflum er hljómurinn mjög svipaður og hjá The Mars Volta eða At the Drive-In forðum tíð. Skemmtilegt. Mæli líka með Love rhymes with hideous car wreck.

Fagurt

(Man einhver annars eftir Músík og Myndum?)