13.2.05

Þrá?

Ég tel að þeir sem hlusta ennþá á tónlist á gamla mátan (ef að hægt er að tala um geisladiska sem gamla mátan?) upplifi tónlistina öðruvísi en ipodarar. Það fylgir því ákveðin tilfinning/sjarmi að velja sér geisladisk og skipta um geisladisk, þó það taki ögn meiri tíma. Þurfa að sætta sig við að hafa bara ákveðna tónlist við ákveðnar aðstæður. Þá kemur kannski ný sýn á tónlistina.
Tónlistarupplifunin er öðruvísi. Ekkert að segja samt að hún þurfi að vera betri.
En þetta segi ég, ipods laus, ennþá með sama gamla geisladiskahlassið. Ég verð að viðurkenna að ég hefði ekkert á móti því að eiga eins og eitt stykki af þessum óumdeilanlega nettari grip. En ég kvarta svosem ekkert ennþá.

10.2.05

Hatur

Hafið þið heyrt um strákinn sem féll ofan af 50 hæða húsi?
Á leiðinni niður endurtók hann stöðugt fyrir sjálfum sér: „Það er ennþá allt í lagi, það er ennþá allt í lagi"
En það er ekki fallið sem skiptir máli.

Það er hvernig þú lendir.


(Úr kvikmyndinni La Haine)

9.2.05

Cutie

Kaffi og Koníak. Er gott.

Kaffi og gamalt, dýrt koníak. Ennþá betra.

Mjólk og appelsína. Ekki gott.