HI EVERYBODY!
Hress og spenntur kem ég niður rúllustiga í Leifsstöð á móti öryggisverði sem biður mig vingjarnlega að koma með sér svolítið afsíðis. Ekkert mál. En þegar öryggisvörðurinn tekur upp gúmmíhanska og strengir þá á sig, fer mér ekki að lítast á blikuna. En svo fer hann bara að týna upp úr og skoða hlutina úr töskunni minni. Skóna líka.
Fjúff.
(Fyrir þá sem ekki vita var ég að koma heim úr kórferð frá Kanada og Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum síðan)
Heyrst hefur að vegabréfaskoðararnir í Bandaríkjunum séu engin lömb að leika sér við. Því fékk ég svolítið að kynnast á Bostonflugvelli. Þegar röðin var komin að mér, geng ég til varðarins, sem var lítill og þéttur blökkumaður, og læt af hendi vegabréf og flugmiða. Hann gluggar í þetta í pínu stund, eiginlega svolítið langa stund. Mér fannst hann eiginlega vera full lengi að þessu öllu saman. Þó svo ég hafi heyrt í dempuðum hátalara orðin: „Where are you going?" þá taldi ég víst að þau kæmu einhversstaðar annarsstaðar frá, því aldrei sá ég varir tollvarðarins hreifast. Þess vegna fór ég að gera mig tilbúinn til að fara og tók upp bakpokann minn því nú taldi ég víst að hann færi að verða búinn að handfjatla vegabréfið mitt. Þá heyri ég aftur, ögn ákveðnara: „Where are you going??" Núna loksins sé ég varirnar á manninnum hreyfast og mér verður eitthvað svo billt við að ég stend bara og stari á hann eins og hálfviti. Því þetta hjómaði líka svolítið eins og ég væri að fara hlaupa burt eða e-ð. Ég næ að stama út úr mér:
„Emm, ööö... Toronto, Canada"
„Yeah, ok. What do you think I´m sitting here for all day. Just to stare at people?
„Ömm...eh..hehehehe...nooo?
„No. I´m here to inspect. That´s what I do, thats my job, to inspect people."
„Ehehheh...yeah.
Síðan tók hann fingrafarið mitt og lét mig fá passan minn og flugmiða aftur. Loksins gat ég staulast í burtu.
Kanada var æði, Bandaríkin ekki síðri þrátt fyrir allann kapítalismann og offitunua. Ég var að fíla þetta í botn. Toronto er ógeðslega flott og töff borg. Með skýjakljúfa í þéttum kjarna og CN Tower í broddi fylkingar. Ég hef aldrei komið til N-Ameríku, aldrei séð skýjakljúfa fyrr á ævinni og þetta var mér einstök upplifun. Menningin er líka, að því að mér finnst, mjög heillandi. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi vestur Queen stræti, mjög skemmtileg verslunargata. Allt í einu á ákveðnum tímapúnkti var eins og maður væri kominn í annan heim. Maður steig yfir eina línu á gangstéttinni og fólkið og verslanirnar breyttust. Allir voru bara geðveikt artí, indí, trendí, hip og kúl áðí og mig langaði til þess að vera einn af þeim, sama hversu sad það hljómar, því þau voru að skapa tískuna. Önnur hver persóna var örugglega í hljómsveit.Fata og tónlistarbúðir breytust og voru geðveikt svalar. Þarna fann ég líka flottustu hljóðfæraverslun sem ég hef farið í, tvær hæðir, troðfullar af öllu. Afgreiðslufólkið var líka mjög gott áðí. Einn gæjinn spurði mig hvort ég kannaðist nú ekki við Sigur Rós og svona fyrst ég kæmi frá Íslandi. Jú það hélt ég nú. Gerðist síðan svo töff að segja honum frá fleiru góðu íslensku efni og hann lét mig fá e-ð kanadískt indí sjitt í staðinn. Mjög gaman. Keypti mér síðan þrjá gítareffecta á góðu verði og fór sáttur út.
CN Tower var að gera góða hluti, nema akkúrat þegar við kórinn fórum í hann var líka þessi stórkostlega þoka. Þannig að við sáum ekki sjitt. Jú ok, það glitti af og til í ljósin á háhýsunum í kringum okkur (við fórum að kvöldi til) og það var nokkuð skondið að geta horft ofan á þessi feiknarlegu háhýsi. Glergólfið var líka ansi magnað þar sem við horfðum beint niður með turninum í 342 metra hæð.
Winnipeg, „lítil" 400.000 manna borg, virtist voða snotur. Ekki sá maður þó mikið af henni nema þá út um rútuglugga, því við vorum mestallan tímann í íslendingabænum Gimli, 3000 manna bær í um eins og hálfstíma akstri frá Winnipeg. Þar dvöldum við á hóteli og í heimahúsum. Ég, Addi, Hnokki og Viktor dvöldum hjá fólki sem hafði beðið um að fá að hýsa fjóra kórmeðlimi, en þau vildu bara fá fjóra stráka. Frekar spúkí. En við fjórir galvaskir kýldum á þetta, og í ljós kom að fólkið var hið yndislegasta. Þetta voru hjónakornin Lorna og Terry ásamt barnabarni sínu Cole. Þau bjuggu í bara nokkuð fínu, gömlu húsi - um 100 ára gamalt, og áttu aðaltískubúðina í Gimli sem seldi allskonar dót, tískufatnað, bækur og margt fleira.
Lorna talaði meira að segja smá íslensku þrátt fyrir að hafa aldrei búið á íslandi. Makalaust alveg hreint, ótrúlega margir þarna sem gátu bjargað sér á okkar ástkæra ylhýra. Lorna var mjög yndæl, skemmtileg, eldaði góðan mat og lagaði gott kaffi.
Terry kallinn var nú því miður e-ð farinn að gleyma. Hann var alls ekkert svo gamall en var víst kominn með svolítinn vott af Alzheimer. Hress engu að síður.
Cole , 18 ára, bjó þarna hjá ömmu sinni og afa, var með þriðju hæðina út af fyrir sig og vann fyrir sér í búðinni þeirra. Hann var nett svalur gaur, á svipuðu reki og við hvað varðar áhugamál og var með tsjillaðstöðu dauðans uppi hjá sér.
Við héldum 17. júní hátíðlegan í Winnipeg og í Gimli. Það var ágætt. Kórinn átti yndislega kvöldstund hjá fólki sem var svo vingjarnlegt að bjóða okkur öllum heim til sín í risastóra garðinn sinn, við bæjarmörk Gimli. Trampolín, fótbolti, amerískur fótbolti, varðeldur, flugeldar, sykurpúðar, pulsur, íste, bjór, moskítóflugur, gítar og söngur og allir voru bara hressir. Mjög næs.
Síðan var haldið upp á ekki síðri dag en 17. júní, nefnilega 19. júní, kvenréttindadag Íslands með meiru - afmælisdagurinn var ótrúlega góður. Farið var frá Gimli í suðurátt, áleiðis til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til North-Dakota á einhverjar aðrar íslendingaslóðir. Þar sungum við í félagsheimilinu Borg og okkur var ósköp vel tekið þar. Þaðan héldum við á Olafsson´s Farm, feiknarstórt sveitabýli með yfir 600 nautgripi. Þar var okkur boðið í smá sýningarferð um sveitina. Sátum á heyböggum aftan á vöggnum sem voru dregnir af traktor og pallbíl. Okkur var mjög vel tekið af moskítóflugunum. Sýðan voru grillaðir ofan í okkur hamborgarar, heimaræktaðir jafnvel, og átum við með bestu list. Fólkið þarna, bæði íslensku og enskumælandi, var afskaplega vingjarnlegt og gestrisið og dagurinn hafði verið fullkomnaður.
Ýmis smán áttu sér staði í ferðinni, sum stærri en önnur, en ætli mesta smánið hafi ekki átt sér stað í skemmtigarði þeim er kenndur er við hundinn Snoopy, Mall of America í Minneapolis. Þar var búið að undirbúa smá tónleika fyrir okkur, okkur óaðvitandi og áttum við að gjöra svo vel og syngja á Camp Snoopy sviðinu um leið og við kæmum til Minneapolis. Sem og við gerðum. Benni tók Five á þetta, ég tók ég veit ekki hvað á þetta og Atli galaði. Allt fyrir nokkrar hræður beint undir rússíbananum. Fínasta smán alveg hreint.
Það var gaman að koma í miðbæ Minneapolis. Sá nokkra þekkta tónleikastaði. Á vegg eins þeirra mátti sjá stjörnur með nöfnum hljómsveita er höfðu einhverntíma spilað á staðnum, t.d. The Smashing Pumpkins, Nirvana o.fl. Gaman.
Síðasta kvöldið í Minneapolis var ég mjög fullur.
Síðan var flogið heim, ég komst að því að ég hafði týnt veskinu mínu er heim var komið, þurfti að bíða heillengi eftir að þjónustuborðið tékkaði hvort veskið væri í flugvélinni, sem það var ekki. Þ.a.l. missti ég af hinum krökkunum og ég var einn eftir í Leifsstöð, alveg peningalaus. En ég fékk far með mannlausri flybus rútu upp í Kópavog og komst heim á endanum. Ekki alveg nógu góður endir á þessu öllu saman en ég þakka þér samt fyrir herra rútubílstjóri.
Frá Norður-Ameríku kom ég þó ekki alveg allslaus heim. Ég var orðinn rúmum 40 geisladiskum, einum iPod, nokkrum DVD, þremur gítareffectum og nokkrum fatalörfum ríkari. Sem er ágætt.
Jæja, þetta er löngu komið gott.
Annars er ég eitthvað svo bleikur þessa daganna. Sem er bara æðislegt.
Bye