Sargisarg.
12.12.04
11.12.04
The Filth
Kvikmynd getur fjallað um ýmislegt. Hún getur jafnvel ljóstrað upp um tilgang lífsins. En það eitt og sér getur ekki gefið okkur neitt vegna þess að við höfum ekki hugmynd um neitt. Við vitum ekki neitt. En ef við horfum á eitthvað sem við getum samsamað með sjálfum okkur, og því er skilað til okkar á nógu góðan, skilmerkilegan máta, þá getur það snert okkur á einhvern hátt.
Þetta á þá auðvitað við um nær alla aðra miðla. Bækur, myndlist, tónlist o.fl. Það fer þá allt eftir því hversu fær listamaðurinn er á sínu sviði; hvort honum takist að miðla einhverjum tilfinningum til fólks og þannig vekja upp einhverjar tilfinningar hjá fólki með sköpunarverki sínu.
Bætið við. Dragið frá.
9.12.04
Freedom Fighters
Vá hvað Ash er skemmtileg og góð hljómsveit. Ég flýg aftur um nokkur ár við að hlusta á þetta. Lög á borð við Burn Baby Burn, Envy, Girl from Mars, Oh Yeah og Sometimes láta mann gráta og vilja aftur verða hálfviti í 9. bekk.
8.12.04
Ég: ,,Já, eitthvað."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, þeir eru eiginlega bara svona copy/paste band af The Fall."
Ég: ,,Já, ok. Ég hef líka verið að hlusta svolítið á The Rapture og fíla þá ansi mikið, góður kraftur innan um þessar villtu lagasmíðar."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, einmitt. Þá myndi ég mæla með þessu bandi (sýnir mér einhvern disk) The Rapture eru mikið undir áhrifum frá þeim og þeir eru alveg frá árinu 1980."
Ég: ,,Ok."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, en ég mæli með þessari plötu með The Fall ef þú ert e-ð að hlusta á indie eins og Pavement á annað borð. Hún er frá þeirra skemmtilegasta tímabili."
Ég: ,,Ok. En hvað segiru, er þessi á þúsund kall?" (Sýni honum Singles safn með hljómsveitinni Ash)
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Ha, jájá."
Ég: ,,Kúl. Ég ætla að fá hana. Svo hef ég lengi ætlað að fá mér þessa (Boards of Canada - Music Has the Right to Children) Fá hana bara líka."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Ok. Ég fór einu sinni á tónleika með þeim. Þeir voru eiginlega ekkert sérstakir þó svo að diskarnir séu alveg fínir."
Ég: ,,Mhmm. Get trúað því."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Þetta band er líka mjög skemmtilegt."
Ég: ,,Ok."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Viltu poka?"
Ég: ,,Já takk." (Lætur mig fá pokann með diskunum í ásamt kortakvittun) ,,Takk fyrir."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Takk sömuleiðis."
7.12.04
Búið ykkur undir KÖTT DAUÐANS!
Angrandi þegar fólk köttar yfir á næsta lag á geisladiski rétt áður en lagið á undan klárast.
Það er líkt og ef maður væri tengdur við öndunarvél og það væri það eina sem héldi í manni lífinu, samt væri maður glaðvakandi, og öndunarvélinni væri síðan kippt úr sambandi. Maður ætti kannski eftir að kveðja ástvin sinn eða e-ð álíka.
OK, maður myndi kannski ekki deyja við óvænt lagaskipti á geisladiski, en mér finnst þetta vera e-ð í áttina.