31.5.03

Where have you been?

Ja hérna. Mér þykir bloggurinn hér á undann ansi áhugaverður, því hann var ritaður undir áhrifum áfengis. Best að ryfja aðeins upp atburði gærdagsins, og fimmtudagsins líka.

Bloggurinn hér á undan var jú ritaður í miðju kórpartýi í grafarvoginum, nánar tiltekið heima hjá Jónasi ofurgaur. Þetta var skemmtilegt partý. Geggjað húsnæði! Vá, bílskúrinn var alveg rosalegur. Við erum að tala um eina sveittustu diskógryfju íslands. Jónas the meister var búinn að ríma skúrinn, koma upp marglitum ljósum, diskókúlu og strobi (svona flashljós sem blikkar geðveikt hratt). Hann var meira að segja með reikvél! Algjör snilld. Samt var ég ekkert mikið að dansa þar sjálfur, það var bara gott að vita af þessu. Fólk var almennt bara mjög gott áðí, en eitthvað var um að fólk væri ekki í eins góðum fíling og það gæti verið :) Atriðin voru eins og venjulega, misáhugaverð. Atriði okkar tenóranna ver svona fremur slappt, Kalli með eitthvað lag sem hann hafði samið 15 mínútum áður. Textinn innihélt 3-4 setningar, sem okkur tókst að gleyma helmingnum af. Steini og Kalli glömruðu eitthvað á gítar og píanó á meðan við hinir vældum eitthvað á þessa leið: "Bassi! verevjúbiiiiiiin!" Ekki nógu gott en hetjuleg tilraun samt. Sóprana atriðið var uuuu....ummmm...já? Alta atriðið var svona, tjah.. jújú. Og ég missti af bassaatriðinu, endilega segið mér frá því hvernig það var.
Áður en teitið hófst fyrir alvöru gerði ég soldið sem ég held að ekki margir piltar hafa gert. Ég crashaði sóprana fyrirpartý!, ásamt altinum Höllu. Við ásamt fleirum sóprönum fórum í rútunni hennar Steinunnar (þetta var rúta!) til að tékka á stemmningunni þar. Ég veit reyndar ekkert hver var að halda þetta sóprana-fyrirpartý en ég veit að um leið og ég og Halla stigum þar inn var okkur hent jafnflótt út (*hóst* af Ragnheiði *hóst*). Buhuhuhu, og ég sem var meira að segja í dulargervi, með spennu í hárinu og talaði með mjög hárri, kvennmanslegri röddu. En allt kom fyrir ekki, ég og Halla þurftum að gjöra svo vel að labba aftur til Jónasar. Í rigningu!
Þegar til Jónasar var aftur komið, fór ég á klósettið ásamt Skúla, Helga og ég held Daða (rífresj mæ memmorí, plís). Einhvernveginn fengum við þá bjánalegu hugmynd að fara allir inn í sturtuklefann, bíða eftir að einhver kæmi inn og koma þá allir út með miklum dólgshátt og látum. En við töluðum svo hátt að engum datt í hug að voga sér þar inn fyrir. Þá ákváðu þeir að senda mig í einhverskona misjón, sem fólst í því að fara fram og hrópa: "klósettið er laust!". en í staðinn fór ég bara út og valhoppaði eitthvað í burtu. Híhíhíhíhíhí.

Fleira markvert man ég eiginlega ekki frá þessu annars dúndurgóða partýí. Jónas, kærar þakkir fyrir það. Ég held ég ryfji upp atburði s.l. fimmtudags (uppstigningadags) aðeins seinna.
Verið blessuð.
Party on dudes!

Jæja, ég sit hérna með Helga í góðu stuði ásamt Daða, Ingu, Daða og Skúla. Djöfull er gaman! Skúlinn segir að við eigum að vera að hössla, r**a og fleira skemmtilegt. We are bustin bear. Nei sko, Kínverska mafían og Andri E. voru að crasha pleisið!!! Vóóóó. Við vorum að klára stay, með U2 og nú erum við að hlusta á einhverja geðveikt funký útgáfu af Sweet home Alabama. Hei, Pétur Beikon var að crasha rúmið hérna við hliðina á okkur! Best að taka mynd. Vó, þetta var heví dörtý mynd!!!. Skúli, Helgi, Anna, og Pétur neðst í einni þvögu. Hummmm. Annars mun koma feitt blogg seinna, jafnvel á morgun, um síðastliðna atburði. Party on dudes!

29.5.03

Hressir Mánudagar!

Já, eða ekki. Mánudagar í vinnunni geta verið soldið erfiðir, sérstaklega eftir skemmtilega helgi. En eftir hvern dag kemur nýtt kvöld, og s.l. mánudagskvöld var 4. hljómsveitaræfing hinnar margrómuðu ofurgrúppu, Dýrðlinganna (ég, Skúli, Daði og Siggi T-sjá blogg frá 25.05.03.). Já það vantar sko ekki metnaðinn í þetta ofurband. Sunnudagskvöldið var átti sér t.d. stað 3.æfing Dýrðlinganna, sem fór að mestu í það að horfa á myndina Zoolander sem var alveg hreint mega-fyndin. Ben Stiller er bara fínn kvikmyndagerðamaður ásamt því að vera ágætis leikari. Svo var ég að koma af 5. æfingunni áðan og ég tel okkur bara vera nokkuð reddí fyrir morgundaginn.

Talandi um morgundaginn (Fimmtudag) þá held ég að hann verði bara nokkuð hress. Uppstigningardagur, frí í vinnunni, og Vorvítamín hamrahlíðarkóranna þar sem að Dýrðlingarnir munu einmitt halda debute tónleika sína (og lokatónleika líklega í leiðinni). Þannig að þetta verður ykkar eini séns til að sjá okkur spila! Pælið aðeins íðí, ykkar eini séns!!! So jú better bí at MH kl. 15:00 or djöst dæ! hatsu. Ég lofa líka góðri skemmtun og svo verða ábyggilega alveg hreint dúndurveitingar. Mæli með þessu.

Og yfir í allt annað. Ég kemst ekki inn í fjárans templatið mitt eins og allir aðrir sem að nota blogger.com. Þannig að ég get ekki sett fleiri linka og stuff eins og ég ætla að gera. Það eiga hér nokkrir aðilar öruggan link hjá mér. Þolinmæði er dyggð.

Og úr öðru yfir í eitthvað fökt upp sjitt! Á tölvuborðinu mínu er fullt af froskum frá síðustu áramótum (svona grænt sprengidót sem skoppar) sem ég á eftir að sprengja. Þetta eru samtals sjö stykki. Ef einhver er með góða hugmynd í hvað ég ætti að nota þá (fyrir utan 2 lítra flöskusprengju) má hann/hún endilega dúndra einum mosa hér í mosakerfið mitt. Takk.

Ég vil ekki segja neitt meira núna. Síjú.