3.10.06

Garðar Thór Cortes

Til hvers að vera í H.Í. bara til þess að vera í H.Í.? Það er margt áhugavert í listfræðinni, en líka margt ekki svo áhugavert. Það var enginn metnaður að koma frá mér gagnvart náminu, nennti ekki að lesa o.s.frv. Ég veit núna að þetta er engan veginn það sem mig langar til að leggja fyrir mig. Ég veit líka nokkuð vel hvað mig langar til að gera seinna meir. Svo ég skráði mig úr listfræðinni og ætla nú að vinna markvisst að því námi sem ég hef alltaf ætlað mér í, meðal annars með því að safna mér pening fyrir því. Veit einhver um sniðuga vinnu?

Það er geðveikt gaman í stúdentaleikhúsinu.

Mikið er Nessun Dorma arían úr óperunni Turandot rosalega flott og falleg. Svo vel samið sjitt. Sérstaklega finnst mér flottur kaflinn á undan kaflanum sem allir þekkja.

Og mér finnst cheddar ostur góður.