16.9.04

Links

Var ekki til Golftölvuleikur sem hét Links? Um 95´eða e-ð álíka?

Annars eru örugglega fleiri linkar á leiðinni. Bara svona að láta ykkur vita.

Frábært Haraldur, alveg frábært.
Díses.

13.9.04

Lífsmark?

Jæja, nóg komið af því að gera ekki neitt. Skólinn laungu byrjaður og nú tekur bara við harkan sex.

Nær alltaf þegar ég kem heim frá útlöndum, þá reyni ég að halda öllum kvittunum, farmiðum og kassakvittunum til haga frá viðkomandi útlandi. Ég þoli ekki íslenska verðmiða á geisladiskahulstrunum mínum en öllum verðmiðum á hljómdiskum sem ég kaupi í útlöndum finnst mér gaman að leyfa að vera á (tölurnar eru líka oftar en ekki lægri en íslensku upphæðirnar).
Helsta ástæðan fyrir þessu er að ég lít á þessar kvittanir og verðmiða sem ákveðnar sannanir fyrir því að hafa verið á staðnum. Líka bara ágætis tilfinning að geta haft eitthvað í höndunum sem sannar það að til sé líf fyrir utan það litla líf sem maður þekkir hér á fróninu, að til sé eitthvað annað ögn meira framandi í heiminum.
Þess vegna væri það mjög skemmtilegt að geta einhverntímann komið með kassakvittun utan úr geimnum, frá Mars eða eitthvað álíka.