11.12.05

Friðrik P. Dokic

Hress sendibílstjóri (með skemmtilegann Austur-Evrópskan hreim) : (er að skrifa kvittun) „...hmm já, í dag er 7. desember. Ja hérna hér."

Viðskiptavinur: „Já, þetta líður svei mér þá hratt, jólin bara alveg að skella á."

Hress sendibílstjóri: „Jújú, þetta er nú meira. Tíminn líður bara svo hratt að maður hefur orðið ekki tíma til neins. Maður hefur ekki einu sinni tíma til að leggjast í almennilegt þunglyndi."

6.12.05

Af útskrift og fleiru

Jamm bara búinn að verað stefnuleysast eitthvað. Það er leiðinlegt. Eitthvað fram og til baka með að vita hvað ég væri að gera, í þessu lífi, hvort ég væri að útskrifast og svona, en svo var ég ekkert að fara að útskrifast. Ætli ég hafi ekki svona ómeðvitað vitað það síðan í byrjun hausts. Ekki tími og langaði bara ekki til þess hreinlega. Woyzeck líka og svona. Nú myndi pabbi segja e-ð á þessa leið:
„já, en maður verður nú bara stundum að gera fleira en gott og skemmtilegt þykir"...Æj, já, pabbi. Ég veit. Já. Jájá.
Svo, kannski seinna bara. Finnst leiðinlegt ef ég hef verið að ljúga að einhverjum að ég væri að farað útskrifast, hef bara verið í einhverjum sjálfsblekkingarleik og rugli, eða þannig.

Nú einbeiti ég mér bara næst að halda heilög jól í faðmi fjölskyldunnar. Það er svo ágætt.

Ég keypti mér hljómborð um daginn. Eða...mér finnst meira eins og ég hafi verið að gefa manneskju 35000 krónur svo hún ætti hægara með að komast í brúðkaup til Namibíu, og fengið þetta fína hljómborð í kaupbæti. Og mér líður bara mjög vel með það verð ég að segja.

Deerhoof er nýja uppáhaldshljómsveitin mín. Hef þónokkuð hlustað á plötuna Apple O´ og soldið á Milk Man og þetta er bara ógeðslega skemmtilega galið. Deerhoof á allavega ein bestu og mest grípandi upphafslög tveggja platna sem ég held ég hafi heyrt. Tékkið á lögunum Dummy Discards a Heart og Milk Man ef þið sem ekki til þekkið viljið reynað átta ykkur á hvað ég er að reynað meina. Fjúff.

Ég læt ekki kitlast. Eins og sumir vita þá kitlaði bróðir minn mig svo mikið þegar ég var lítill að ég stamaði í mánuð eða svo. (Eða svo minnir mig). Ég ætla ekki að stama út úr mér einhverjum listum um ekki neitt. Er heldur ekkert svo mikið fyrir svona listatal.
Jæja, jú. Ókei. Einn.

Topp sjö dauðdagar í bíómyndum sem ég hef séð:

  • Tyler Durden í Fight Club. Mega sniðugt fannst mér.
  • Höfuðleðraaflétting Brúðarinnar á O-Ren Ishii í Kill Bill. Fallegt, en samt eitthvað svo kreisí.
  • Vegalöggan sem Safnarinn, aka The Collector, aka riddari kölska, kýlir í gegnum hausinn á í Tales from the Crypt myndinni, Demon Knight. (Of löng setning). Hafði mikil áhrif á mig, því um leið og þetta var frekar kúl og ógeðslegt, þá var þetta í fyrsta sinn sem ég sá hvað svona myndir gátu verið skemmtilega gervilegar. Ég og bróðir minn horfðum á þetta og grandskoðuðum hægt á vídjeóinu.
  • Hin rosalega aftaka Nafnlauss með einni mjög stórri örvadrífu í eðalmyndinni Hero. Frekar tignarlegt svona.
  • Trommarinn og bara trommaragreyin öll í Spinal Tap. Mega bömmer alveg hreint.
  • Vincent Vega í Pulp Fiction. Allt saman er bara eitt stórt móment. Brauðristin o.s.frv. Fjúff
  • Eiginlega öll dauðsföllin í Braindead. Sláttuvélaatriðið kannski einna helst. 300 lítrar afgerviblóði. Yndislegt. Að vísu eru uppvakningar nú þegar dauðir tæknilega séð, en samt. Bara yndisleg mynd.
Þeir eru margir fleiri góðir, dauðdagarnir, en þetta eru svona þeir sem ég næ að rifja upp í fljótheitum. (Og var ég nú samt alveg góðan klukkutíma að þessu).

Watchmen eftir Alan Moore og Dave Gibbons er með betri skáldsögum og myndasögum sem ég hef lesið. Ég er að vísu ekki búinn með hana alla, langt kominn þó, en ég er glaður yfir að eiga ennþá eitthvað eftir af lestri þessa meistarastykkis. Á ábyggilega eftir að glugga í hana aftur einhverntíma að lestri loknum. Fjallar í stuttu máli um ofurhetjur sem lagst hafa í helgan stein, en ýmsir atburðir leiða til þess að þær þurfa kannski að dusta rykið af latex búningnum sínum. Þetta er bara þrælvel skrifað, mjög góð persónusköpun, hápólitískt og þar fram eftir götunum. Mjög spennandi í þokkabót. Mæli með henni hiklaust, sér í lagi fyrir þá sem ekki hafa lesið mikið af myndasögum. Ég hef svosum ekki lesið þær margar, en ég leyfi mér að mæla með Watchmen við alla.

Meira? Nei.
Bara, ekki láta sér verða kalt. Ókei?

20.11.05

White Stripes

Jack: All right Meg. Let´s just do this nice, quick and clean.

Meg: Yeah.

Jack: Ok, keep it real.

Meg: Ok.

7.11.05

Mér líður vel

Því þegar ég hlusta á The Blood Brothers þá langar mig til að brenna tölvuna mína.

13.10.05

A cup of BLOODY HELL!

Nei djok. Rosa stud i London. Frumsyndum i gaerkvoldi og tad gekk bara kick ass vel. Cave var allavega sattur og nokkur bresk dagblod einnig. Strax komin gagnryni, og tad bara god gagnryni. Var svo bara ad djamma med Bjorgolfi, Ingvari E. og bara eiginlega allri islensku leikaraakademiuni eins og hun leggur sig. Frekar steikt eiginlega. Ekki samt jafn steikt og momentid sem eg og Steini Teague attum med einum stage managernum i Barbican leikhusinu. Vorum uppi a einhverju hotelherbergjana asamt fleirum i einhverri death of the party stemmningu kl. 2 um nottina. Eg, Steini og tessi enski stage manager vorum bara ad spjalla um einhvern skit tangad til gaurinn fer ad tala um ad hann faedist i Auswitch. Syndi okkur orid eftir numeramerkinguna a handleggnum og allt. Og eg og Steini vorum bara eitthvad:
"wow, really? That's really something".
Gedveikt sentimental eitthvad.
Svo horfdi gaurinn a bjordosina sina, retti Steina hana og sagdi:
"here, you need it more than I do".
Gaeti samt alveg hafa verid at fokka i okkur. Hver veit.
En ja, London er fresh. Mjog gott vedur fyrstu tvo dagana. Mjog hlytt. Sidan hefur verid ad rigna sma en samt alveg hlytt. Svona, ef tid vildu vita hvernig vedrid vaeri i London.

Hei, eg nenni tessu ekki lengur. Heyrumst og sjaumst.

Kvedja fra London,
Haraldur!

27.9.05

Atli klukkaði mig...

Fimm staðreyndir um mig, Harald Ágústsson:

1. Skúli Agnarr benti mér á það fyrir skömmu, og mér finnst það örlítið ógnvekjandi, að á næsta ári verð ég 22 ára gamall. And still slackin´!

2. Mér finnst mjög gaman að dansa. Sama hversu lélegur ég er í því. Best finnst mér að dansa óháð öðrum dansaðferðum. Bara að láta hugann reika og hreifa sig í takt við tónlistina. Ég dansa við allskonar tónlist. Stundum dansa ég einn heima hjá mér með tónlistina vel hátt stillta. Góð útrás.

3. Mér finnst mjög gaman að skoða auglýsingabæklinga tengda ýmiskonar tæknivörum. Tölvur og annað slíkt. Veit ekki hvað það er. Hef bara mikinn áhuga á svona tæknidóti og það er gaman að bera saman verð og vörur.

4. Ég tárast oft yfir bíómyndum. Síðast táraðist ég yfir About Schmidt. Einu sinni þegar ég var lítill fór ég alveg að hágráta eftir að hafa horft á þýsku kafbátamyndina Das Boot eftir Wolfgang Petersen. Endirinn var bara svo sorglegur. Ég hef verið svona 6 til 8 ára. Grét líka yfir ET.

5. Ég get látið minnstu hluti fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mér. Líklega hægt að kalla þetta smámunasemi. En stundum verð ég svo pirraður út af nánast engu að ég verð alveg hundfúll út í sjálfan mig í leiðinni og oft bitnar það líka á öðrum fyrir vikið sem ég vil eftir fremsta megni koma í veg fyrir að gerist. Þá er bara að anda rólega inn og út, telja upp að tíu og bara slaka á. Chill.

Það segir líklega meira en margt annað um mig hvað ég var lengi að koma þessum atriðum saman. Sjálfskoðun er strembnari en hún virðist vera í fyrstu.

Ég klukka:
Halla Volvo
Höllu (Þó lítið virðist vera um blogg þar á bæ)
Júlíu ( 5 staðreyndir í formi ljósmynda væri óneitanlega mjög kúl)
Pétur (sé fyrir mér myndir af limlestingum, geðsjúkum trúðum eða einhverju álíka)
Ragnheiði Hörpu

19.9.05

Friedrich

Það má segja að maður hafi verið að synda um í reynslusjó vesturports undanfarnar vikur. Mikið sem maður hefur grætt á og lært af þessu fólki. Sýndum Woyzeck í fyrsta skipti fyrir áhorfendur í gærkvöldi og gekk sýningin bara ágætlega. Þetta er samt ekki alveg tilbúið, ýmislegt á líklega eftir að breytast. En yfir höfuð er sýningin orðin þétt og góð. Áhorfendur virtust allavega vera að fíla þetta og voru almennt vel með á nótunum.
Woyzek finnst mér vera afar falleg sýning, með viðbjóðslegum undirtóni, ef ég ætti að reyna að lýsa henni sjálfur. Tónlistin eftir Nick Cave er ótrúlega mögnuð. Það er þess virði að sjá sýninguna bara út á tónlistina.
Mann er óneitanlega farið að hlakka heilmikið til að fara til London og sýna þetta þar. Það verður án efa mikið ævintýri.

Mikið er samt fúllt að missa af Iceland Airwaves. Nú fyrir skemmstu voru að bætast í hóp erlendra listamanna á hátíðinni hljómsveitin Ratatat. Þeir gáfu út plötu í fyrra samnefndri sveitinni og sú plata er bara sumarið 2004 fyrir mér.
Dagskráin lítur líka bara mjög vel út. Fullt af góðum böndum. Bömmer.

En hei, ég er að fara frítt út til London, og ég fæ að hitta Nick Cave. Sweet.

Lagið:
The Arcade Fire - In the backseat
Það er satt sem fólk segir. Platan Funeral með The Arcade Fire er ofboðslega góð plata. Síðasta lagið á plötunni er stórkostlegt. Mögnuð uppbygging og söngurinn ótrúlega fagur. Mig langar til að borða gæsahúðina mína þegar ég hlusta á In the backseat. Svo djúsí verður hún.

1.9.05

Marathon man maður!

Jæja, búinn að láta rífa úr mér endajaxlana vinstramegin. Frábært alveg. Sjitt hvað gæjinn (tannlæknirinn) var samt snöggur að þessu. Mestur tíminn fór í að láta deyfinguna virka. Síðan kom hann bara:

„Jæja, hérna er síðan smá svona hókus pókus tæki..."

Treður einhverju járndrasli upp í mig, djöflast og jagast þarna eitthvað. Ég heyri þetta líka fína og fallega brothljóð og svo allt í einu...klingkling...einn jaxl kominn, einn jaxl eftir.
Jagijag, djöflifjöfl, og...klingkling...sá neðri var kominn líka.
Saumisaum, skoliskol, grisja, kr. 15865, kauptu íbúfen, fljótandi fæði, you´re good to go!
Díses. Hann var ekki fimm mínútur að þessu. Fyrir utan deyfingatímann.
Get ekki beðið eftir að deyfingin fjari út. Svo ég geti upplifað real pain. Hell yes. Svo poppa ég nokkrar E oní íbúfenið og ég er bara still good to go!
Langaði svolítið til að kaupa mér einhverja tónlist, svona í smá skaðabætur, sem og ég gerði. Leit við í plötubúð smekkleysu:

DFA compilation 2#
Kimono - Arctic Death Ship
Madvillain - Madvillainy
Quasimoto - The Unseen

Lagið:
De La Soul (Featuring SDP and Takagi Kan) - Long Island Wildin´
Japanskt rapp er bara kúl. Kúl lag.

29.8.05

Brotin blóm

Kvikmyndin Broken Flowers er líklega ekki allra. Söguframvindan er mjög hæg. Virkilega hæg en stöðug engu að síður. Það líkaði mér einna best við myndina. Hún var ekki að flýta sér neitt, gaf sér góðan tíma. Jim Jarmusch hefur gríðar gott vald yfir sérstökum stíl sínum. Hann er hægur, stíllinn hans.
Eins og einhver sagði gæti handritið hafa verið hreinlega skrifað fyrir Bill Murray. Hann leikur vel, persónan er sem sniðin fyrir hann. Að vísu svolítið keimlíkur lífsringlaða manninum í Lost in Translation, en það er allt í lagi, því hann gerir þetta vel. Það væri samt gaman að fá að sjá Bill í einhverju allt öðru hlutverki næst. Eins og t.d. sem einhver af skúrkunum í öllum þessum ofurhetjumyndum. Mikið væri það samt fyndið, ef hann léki þesskonar skúrk, bara í sama stíl og síðustu myndir hans hafa verið. Geðveikt leiður og þunglyndur náungi sem varla nennir neinu, en er samt þarna að þvælast fyrir hetjunni. Fljúgandi um einhversstaðar. Hann væri aðalega illmennið út á það hversu bara leiðinlegur hann væri. Skondið.
En já, ég get alveg mælt með Broken Flowers. Hún er fögur, sagan er góð, fyndin á köflum og tónlistin er mjög góð. Verð líka að mæla með hinni myndinni sem ég hef séð eftir Jim Jarmusch; Ghost Dog: The way of the Samurai með Forest Whitaker í aðalhlutverki. Góð ræma.

Svo erum ég og Finnur hérna á góðum tímapunkti. Þakkir fær Katrín.

Lagið:
Maximo Park - Apply some pressure
Flott og hressandi lag. A Certain Trigger er bara hress plata. Gríðarskemmtilegt alveg. Það besta síðan The Futureheads gáfu út sinn frumburð.

24.8.05

Sister

Ég var að djamma niðrí bæ um daginn. Kíkti aðeins á Dillon. Er þá ekki bara litla systir mín þar líka, djammandi með vinum sínum. Mér verður óneitanlega svolítið bilt við en það skrítna var, var að henni virtist vera alveg sama að sjá mig þarna. Ekki nóg með það, heldur kemur hún bara strax að mér og biður mig um að kaupa bjór fyrir sig?! Ég meina, hvað þykist hún eiginlega vera, varla komin... nei bíddu...ég á enga litla systur.

Lagið:
Queens of the Stone Age - Little Sister
(„Didi, tss, didiri, tss, didiri, tss, didiri, tss...")

18.8.05

Sonic rock & roll, drowsiness & lazyness and Youth. Eternal Youth.

Fyrir ekki alls löngu fann ég út, út á hvað Sonic Youth gengur. Allavega fyrir sjálfan mig. Gott ef það hafi bara ekki gerst þegar ég var að hlusta á Kotton Krown af plötunni Sister. Ég sat í bíl, það var heitt og ég var alveg að sofna. Svo í miðjum drómanum kom það bara hreinlega yfir mig. Flott? Ég veit. Á maður að reyna að lýsa því í orðum? Veit ekki. Erfitt. En ég reyni:
Sonic Youth gengur út á rokk og ról, smá syfju og leti. En umfram allt snýst Sonic Youth um æsku. Eilífa æsku.
Flott? Ég veit.
(Veit það samt í rauninni alls ekki)

Svo nú var ég orðinn ansi spenntur fyrir tónleikunum. Kannski vissi ég bara ekkert út á hvað þetta gekk. Kannski áttu þau eftir að telja mér hughvarf frá sjálfum þeim.

Neibs.

Þetta var svo geðveikt. Hef aldrei upplifað annað eins. Þetta voru, án nokkurs vafa, langbestu tónleikar sem ég hef farið á. Yndisfokkinglegt.

Og ég komst að einu. Sonic Youth eru ein af fyrirmyndum mínum. Ég bara vissi aldrei af því.

Lagið:
Sonic Youth - Kotton Krown

16.8.05

Sonic Summer

Sonic Youth á eftir? Úff...ég hlakka til. Búinn að verað hita upp síðustu daga. Sonic Nurse er rosa góð. Svo mikið popp, svo mikið feed. Sonic Youth eru alveg úbersvöl. Jahá.

Lagið:
Sonic Youth - Sugar Kane
Rokk og ról!

12.8.05

„Sko, strákar. Ég er með hugmynd..."

Þetta er bara rosalegt. Einhver á auglýsingastofunni hefur bara hreinlega misst sig.

(Án efa einhver niðurhölun falin í þessu, þið vitið allavega af því)

10.8.05

Hresst morgunstart

Til í slaginn 7:55. Svolítið seinn en það gerir ekki mikið til. Strekki iPodinn á mig, set upp hjólagleraugun og smelli á mig hjálminum. Stíg út, svolítið blautt úti. Það er bara hressandi. Leysi hjólið úr lásaprísund sinni, pumpa Out Hud í eyrun og legg af stað.
Dríf mig að næsta göngustíg og byrja að feta mig upp að kópavogshálsinum meðfram hafnarfjarðarveginum. Annar hjólagarpur fyrir framan mig? Gott mál, smá keppni drepur ekki neinn. Gef svolítið í og tek fram úr fljótlega. Ja hérna, rétt lagður af stað og strax byrjaður að keyra mig út. Ekkert væl, gefa bara meira í.
Þýt niður kópavogshálsinn. Enginn má taka fram úr. ENGINN. Reyni að hitta á græna kallinn yfir nýbýlaveginn svo ég þurfi ekki að stoppa og geti neglt á malargöngustíginn meðfram gamla paintballvellinum. Heppnast. Úje, hossihoss, ójafnaójafna. Ekkert sem BESTA HJÓL Í HEIMI ræður ekki við. Ójá.
Jæja, kringlumýrarbrautin. Braut brekku og leiðinda. Hjóla rólega í smástund, njóta hinnar sjaldgæfu jafnsléttu Íslands. Þetta er sko engin Kaupmannahöfn. Kominn undir göngubrúna og nú fer brekkan að taka við. Árans brekka. Halda sér í 10. gír eins lengi og maður heldur út, lækka síðan gírátakið eftir því sem brekkan rís hærra. Nú tekur bruninn við, þessi ljóti bruni í lærunum. Ekkert tuð, djöflast bara í gegnum þetta þennan síðasta spöl, ekki mikið eftir. Loksins. Helsta erfiðið búið og nú tekur bara slökun við, svo að segja. Við erum ekki að tala um neitt jóga hérna ennþá.
Reyna að líta sem best út fyrir keyrandi vegfarendur. Allir hljóta vera að hugsa: „En hvað þessi er duglegur, að hjóla svona á morgnanna. Ég ætti að gera slíkt hið sama, hjóla svolítið". En þau gera það ekki.

Hjólaplebbi.

Fer að líða að lokum ferðarinnar. Kominn í brautarholtið og varla neitt eftir nema verkstæðisport Öskju ehf. Best að taka síðasta spottan með stæl. Gefa í niður þessa litlu brekku, næ líklega 25 - 30 km. hraða. Jess. Fokk. Stéttin er náttúrulega blaut. Sem þýðir minna grip, og ég er líklega að fara aðeins of geyst í beygjuna akkúrat núna. Halla mér of mikið.

CRASH! BOOM! BANG!

Standa hratt upp. Ekki missa kúlið, ekki missa kúlið. Ok, enginn virtist hafa séð þetta. Það hlaut að koma að þessu eftir að hafa hjólað nær áfallalaust í allt sumar.
Ansans. Ekki nóg með það að hafa hruflað mig þó nokkuð hér og hvar, heldur tókst mér einnig að skekkja framhjólagjörðina. Ansans. Hjálmurinn kom ekki einu sinni að neinum notum.
Frábær byrjun á deginum.
Ojæja. iPodinn er þó í lagi, Out Hud linnir allavega ekki látum.

Lagið:
Roxette - Crash! Boom! Bang!
(Frekar óviðeigandi samt)

9.8.05

„Will melt away in..."

Sveit. Ég var upp í sveit um helgina síðustu. Það er alltaf gott að komast í sveitina, og ég er ekki frá því að ég meti það og njóti þess betur í dag heldur en ég gerði áður. Var að hjálpa mömmu og pabba í landinu þeirra. Slá gras, snyrta í kringum trén, taka saman spítnadrasl og fleira. Líkamsrækt í góðu veðri. Það var heitt. Ég brann meira að segja svolítið. Sætur og gríðarlega vöðvastæltur í hlýrabol. Tanned. Eins og kallarnir. Ágætt alveg.
Litli frændi minn Sigurður Heiðar, var með okkur að hjálpa til. Maður með fáránlega mikla orku og sjúklega mikinn áhuga á öllu sem viðkemur stríði. Þegar líða tók á daginn fékk pjakkurinn mig með sér í smá óld fasjónd stríðsleik. Gamla góða byssó. Hann er búinn að koma sér upp heilu vopnabúri. Vélbyssur, handsprengjur, alvöru stríðsbakpoki, hjálmar (já, þeir voru mættir á svæðið)...jú neim it. Og það var bara geðveikt gaman. Hlupum í sitthvora áttina í smá tíma, án þess að líta við, komum okkur úr augsýn og í skjól og reyndum svo að finna hvorn annan og drepa (ekki í alvörunni sko, bara svona þykjó þið skiljið, væri frekar sjúkt ef ég hefði bara virkilega drepið litla frænda minn. Jíz). Hressandi, hlaupandi upp og niður brekkur og maður var bara alveg búinn eftir þetta.
Það er svo ágætt að komast í sveitina stöku sinnum eins og ég er búinn að segja. Það er mjög friðsælt og gefur manni rúm og tíma og næði til að hugsa um allt og ekki neitt. Nett þétt áhyggjuleysi. Svo er svo gaman að fylgjast með dýrunum. Kýrnar eru alveg yndislegar. Þær eru svo miklir álfar.

Ef ég væri kýr þá væri ég alltaf að bora í nefið á mér með tungunni.

Og þegar maður er búinn að vera í sveitinni þá er líka svo fínt að komast aftur í borgina sína. Því þó svo sveitin er góð þá er Reykjavíkin ekki verri. Að ég tali nú ekki um Kópavoginn.
Að keyra einn heim úr sveitinni getur verið kærkomin stund fyrir sjálfan sig. Jafnvel sterkara að kvöldi til heldur en að degi til. Þá sérstaklega ef veðrið er gott. Þá þarftu ekki að einbeita þér alveg jafn mikið að akstrinum eins og t.d. í roki og rigningu. Eða þoku. Þegar ég keyrði heim úr sveitinni á laugardagskvöldið var veðrið stillt og fallegt, og nú þegar aðeins er komið yfir í ágústmánuð er líka farið að dimma svolítið með kvöldinu, sem er svo rómó. Fjöllin og náttúran í kring voru með mér og létu mig finna minna fyrir járnplasthrúgunni sem ég þaut áfram í. Ekki sakar heldur að hafa góða tónlist meðferðis; Yo La Tengo og ...And you will know us by the trail of dead.
Það er gott að komast aftur heim til sín í borgina. Líklega er ég meira borgarbarn en ég hef viljað viðurkenna eða gert mér grein fyrir. Hef náttúrulega búið í borginni alla mína tíð. Það er líka bara allt í lagi. Sveitin og landsbyggðin mun þó alltaf koma til með að eiga smá stað í hjarta mínu.
En heima bíður manns alltaf eitthvað gott; Vinir og vandamenn.

Lagið:
...And you will know us by the trail of dead - Source Tags & Codes
„each painted sign along the road
will melt away in source tags & in code"

8.8.05

Cut the Crap

Þetta er svo mikið háð. Gott háð.

Lagið:
Boards of Canada - Roygbiv
Platan sem þetta lag er á, Music has the right to children, er bara svo mögnuð að maður trúir því ekki. Hún er svo góð og vekur upp svo margt hjá manni. Allavega hjá mér. Þetta lag, roygbiv, er hvað stórkostlegast. Það minnir mig á gamla yndislega daga, sem ég hef ekki einu sinni gerst svo frægur að hafa lifað.

P.s. Ef einhver veit hvað titill lagsins þýðir án þess að googla því. Ég endurtek: án þess að GOOGLEa því, þá er sá hinn sami nokkuð snjall. Kannski bara álíka snjall og Jökull Sólberg sem benti mér á hvað roygbiv stæði líklega fyrir, og þá held ég að hann hafi ekki googlað því. Sú merking grípur líka anda lagsins nokkuð vel.

4.8.05

Ekki þó þroskaheftur?

Mér tókst að hefta í puttan á mér í gær fyrir einskæran klaufaskap. Það var vont og ég finn ennþá fyrir farinu í dag. Það er svo sem ekki í frásögur færandi.

Lagið:
Skátar - Beðið eftir Benna
...og einmitt núna var Benni að skrá sig inná MSN. Ég er ekki að grínast.
Vá Halli. En spennandi.

2.8.05

Annar pabbi?

Lauk við bók fyrir stuttu sem ber titilinn Taumhald á skepnum eða á frummálinu, The Restraint of Beasts, eftir Magnus Mills. Er pínu hissa á mér yfir að hafa náð að lesa hana alveg í gegn, því bókin var ekkert frábær á meðan á lestrinum stóð. En ég er nokkuð feginn að hafa klárað hana því annars ætti ég það eftir, þið skiljið. Finnst það hálf fúlt að klára ekki bækur sem maður hefur nú þegar byrjað á. Hef reynt það áður og það nagar mig enn þann dag í dag. Þ.e. samviskuna. Nagar samvisku mína.
***Söguspillir*** (ef þið eigið nokkurntíma eftir að lesa bókina)
Taumhald á skepnum er nokkuð góð bók þegar öllu er á botninn hvolft. Fjallar að vísu ekki um neitt sérstakt, þrjá skoska gæja í girðingavinnu á Englandi. Frábært. Jú, þeir drepa að vísu nokkra náunga fyrir slysni, en það er bara aukaatriði. Þeir semsagt gera ekkert annað en að leggja girðingar og drekka bjór á kvöldin. Og jú, skammast og ergja sig út af yfirmanni sínum, sem er virkilegur sársauki í rassinn. Ég gat samt sett mig svolítið í spor þeirra þar sem ég hef sjálfur unnið við girðingavinnu. Það getur verið ágætt, en það getur líka verið hreint helvíti stundum.
Bókina keypti ég og las aðallega vegna þess að umsögnin um höfundinn vakti áhuga minn. Magnus Mills féll víst í grunnskóla og vinnur sem strætóbílstjóri í London. Tilnefndur síðan til virtra bókmenntaverðlauna fyrir þessa fyrstu bók sína. Það getur greinilega bara hver sem er orðið rithöfundur í dag!
Ég hef samt lúmskan grun um að Taumhald á skepnum sé mun betri á frummálinu, eins og oft vill verða. Breskur húmor og svona, illþýðanlegt stundum.
En sumsé, Taumhald á skepnum er ágætis bók, fín persónusköpun og skondinn húmor.
Tvær og hálf kilja af fimm mögulegum.

Nú tekur við Sin City bókaflokkurinn sem kom í allri sinni dýrð heim til mín um daginn. Næstum búinn með þá fyrstu, The Hard Goodbye, og þetta er bara stórkostleg lesning. Stendur fyllilega undir væntingum mínum.

Þar sem ég er verslunarmaður eyddi ég frídegi verslunarmanna líkt og kristinn maður eyðir sunnudegi. Í hvíld... Tjah, ok, ég er ekki beint verslunarmaður, en ég vinn í verslun, eða svona, við að halda versluninni gangandi, ég er ekki beint að afgreiða kúnnann eða neitt svoleiðis, en ég reyni að hjálpa til við að kúnninn fái vöruna sína. Svo verslunarlega séð er ég ekki beint verslunarmaður en vinn samt í verslun þið skiljið. Þó ég sé ekkert endilega að handfjatla peninga eða slíkt þá get ég alveg verið að vinna í kringum þá, til að verslunin græði peninga, og ég í leiðinni. Ok? Þannig að tæknilega séð finnst mér ég alveg geta verið í fríi og hvílt mig á frídegi verslunarmanna fyrst ég vinn nú einu sinni í verslun, því allir aðrir eru í fríi, og þeir vinna kannski ekki einu sinni í verslun...hmmm...
Allavega, þá var ég bara e-ð að gere ekki neitt í gær, las bara og hlustaði mikið á tónlist eins og t.d. Blonde Redhead. Svo góð hljómsveit. Svo góð tónlist.

Lagið:
Bara, þarna, lagið með Blonde Redhead.

1.8.05

Indoor demon. The demon of indoors!

af því sem ég sá...:

Svölust voru Singapore Sling og The Raveonettes
Hressastir voru Jonathan Richman, Brim og Reykjavík!
Alveg rosalega mikið tjilluð á því voru Hudson Wayne, Þórir og Cat Power
Góður as always var Mugison
Mest á óvart komu Lake Trout
*viðbót*: Verð að bæta því við að lang, lang sveittastir voru Trabant. Sérstaklega gítarleikarinn.

Hápunkturinn voru Blonde Redhead. Þó svo að þetta voru án efa ekki nálægt þeirra sterkustu tónleikar, af sögusögnum að dæma auk þess sem þau spiluðu svo stutt sökum eðli tónlistarhátíðarinnar, þá kemst ég ekki nær því að lýsa því sem ég sá öðruvísi en að það var ekki af þessum heimi.

28.7.05

Salesmen Weekend

Come to Iceland this weekend (29th July - 1st August) to witness the greatest and biggest alchohol eruption ever to occur this year.

25.7.05

Job

Í vinnunni minni er varahlutur sem ber enska heitið Rim Lock.

19.7.05

Kvikmyndir og tónlist og músík og myndir.

Spíttmyndin Spun var að bætast í hóp minna uppáhaldsmynda, sem eru líklega alveg allnokkrar ef út í það er farið. Alveg nettgeggjuð mynd, mjög steikt og rugluð, fyndin, en hún snerti samt sem áður við manni. Engin Requiem for a Dream en skárra en margt annað.
Tónlistin er frábær og mjög viðeigandi, enda í höndum þunglyndismeistarans og snillingsins, Billy Corgan.
Leikararnir allir góðir, Jason Schwartzman mjög sannfærandi sem mjög skemmdur amfetamínfíkill, Brittany Murphy og Mena Suvari ekki minna skemmd, John Leguizamo mjög svo geðveikur og skemmdur og Mickey Rourke skemmt svalur, ávallt. (reyndar soldið sveittur í þessari mynd).
Leikstjóri myndarinnar, Jonas Åkerlund, gerði líka eitt af mínum uppáhalds tónlistarmyndböndum við lagið Try Try Try með The Smashing Pumpkins, eða öllu heldur gerði hann stuttmyndina sem myndbandið styðst við. Efni þessarra mynda er um margt svipað, þó svo Try Try Try sé mun áhrifameira og átakanlegra hvað allt varðar. Tékkið á'essu.

Hin stórkostlega Sin City bættist einnig í hóp minna uppáhaldsmynda fyrir skömmu. Get ekkert annað sagt en eitt stórt Vá um þetta afrek í sögu kvikmyndanna. Áfram Rodriguez, áfram Frank Miller, áfram Tarantino, áfram myndasögur!
Gerðist síðan svo frakkur að panta mér allar bækurnar um Sin City, alls sjö talsins. Bíð spenntur eftir því að geta lesið þær og borið saman við myndina. Ó já.

Jæja. The Blood Brothers - Crimes (2004). Þetta er það trylltasta og besta sem ég hef heyrt síðan At the Drive-In gaf út Relationship of Command, og þá er nokkuð mikið sagt. Þetta er svo fokking geðveikt. Þessir öskrarar öskra svo vangefið flott að það er bara ekki eðlilegt. Þvílíkur kraftur, þvílík heift, þvílíkt súru textar. Ja hérna hér. Get ekki beðið eftir að heyra Burn Piano Island, Burn. Hún er víst ennþá meira kreisí. Brjálað!

Lagið:
The Blood Brothers - Peacock skeleton with crooked feathers
Ekkert síðra en öll hin á plötunni. Það er bara svolítið skondið því á köflum er hljómurinn mjög svipaður og hjá The Mars Volta eða At the Drive-In forðum tíð. Skemmtilegt. Mæli líka með Love rhymes with hideous car wreck.

Fagurt

(Man einhver annars eftir Músík og Myndum?)

14.7.05

Lambrófa

Má til með að mæla með nýju, stórskemmtilegu veftímariti, dindill.com. Þessir kókhressu strákar eru að gera góða hluti með þessum vef. Skrifa virkilega góðar greinar sem eru ýmist fræðandi, fyndnar eða vita gagnslausar. Eða allt í senn. Svo eru ýmsir fastir liðir sem eru óborganlegir. Mínir uppáhalds eru Nauðsynlegir hlutir og vínsmökkun. Hló svo mikið yfir Bazookunni... að ég dó. Ógeðslega fyndið. Myndasögurnar eru líka góðar, það litla sem komið er. Þetta er nú bara nýkomið af stað hjá þeim en byrjunin lofar afskaplega góðu. Haldið áfram þessum tíðu uppfærslum dindilsmenn og gangi ykkur vel.
Hér er slóðin, ef þið sjáið hana: dindill.com

Lagið:
The Postal Service - Natural Anthem
Síðasta lagið og glæsilegur endir á plötunni Give Up. Platan er góð, verður betri við hverja hlustun. Það er einhver sumarleg áfergja falin í þessu lagi, æsingur. Svona mildur æsingur.
Veit ekkert hvað ég er að segja.

13.7.05

Hégómi

Jæja, fann út hvernig á að þurrka þessa hornklofa út. En nú er spurningin hvort ég eigi yfir höfuð að láta þá fara. Því allavega ein manneskja hefur lýst því yfir að henni fyndist þeir ættu að vera á sýnum stað. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þeir svolítið skemmtilegir þarna, svona gjörsamlega út úr kú við allt annað. Eins og ég segi, stupid fresh. En þeir skera sig kannski full mikið úr? Verst að geta ekki náð græna bakgrunnslitnum burt undan hornklofunum. Æj, hvað á maður að gera. Þett' er svo erfitt líf.

En meira um tónlist. Er í hálfgerðum vandræðum með alla þessa tónlist, eða öllu heldur allar þessar fjörutíu plötur sem ég keypti í Uu Ess Ainu. Einu græjurnar inni í herberginu mínu er tölvan mín og mér finnst hálf púkó að hlusta á plöturnar í fyrsta skipti í tölvunni. Auk þess fékk ég mér iPod líka (já, geisladiskapúkinn sjálfur) og margt af því efni sem ég keypti átti ég fyrir inni á tölvunni sem nú er líka komið inná iPodinn. Ég tek diskana jafnvel aldrei úr hulstrinu. Finnst það bara e-ð svo lummó.

Hégómi? Ég ákvað að ræða aðeins við sjálfan mig...

Ég: „Ertu að væla út af þessu Haraldur?"
Ég: „Emm, sýnist það já."

Lagið:
Of Montreal - Forecast Fascist Future; Uppáhaldslagið mitt þessa daganna. Bara mest grípandi viðlag sem ég hef heyrt lengi og virkilega skemmtilega kaflaskipt lag. Plata þeirra The Sunlandic Twins sem kom út í ár er öll í þessum dúr. Hress og skemmtileg og oggupínu sýru- og tilraunakennd líka. Sem er alltaf svo gott. Góð hljómsveit, Of Montreal.

12.7.05

Mín eigin Hróarskelda

Þó svo maður hafi ekki haft sig út til Danaveldis til að hlíða á skemmtilega lifandi tónlist, þá er ekkert sem aftrar manni frá því að geta séð og heyrt í skemmtilegum hljómsveitum hér heima. Ég held bara mína eigin tónlistarhátið.

Queens of the Stone Age og Foo Fighters spiluðu í Egilshöllinni 5. júní síðastliðinn. Það var geðveikt. Sérstaklega að sjá QOTSA. Joshua Homme var náttúrulega mjög svalur, einhver hafði það á orði að hann hlyti bara að vera laungetinn sonur Presley, slík var sviðsframkoman, öruggur og töff. Hljómborðsgellan var að gera góða hluti, mjaðmahreyfingar í hávegum hafðar og kynþokkinn bara almennt mjög mikill. Trommarinn var mjög harður og þéttur, bassaleikarinn var...bara fínn, og hinn gítarleikarinn var mjög Interpol-eskt svalur. (Vá Haraldur, rosalega var þetta töff og indílegt orðaval hjá þér) Tónlistin var rosalega þétt og flottir spunarnir inn á milli í sumum laganna, sérstaklega í No One Knows.
Dave Grohl var mjög hress sem og fleiri meðlimir Foo Fighters.
Stemningin var bara mjög góð og ég fór sáttur og sveittur heim.

Í gærkvöldi fór ég á tónleika með hinum kyngimagnaða Antony ásamt hljómsveitinni, The Johnsons. Þeir voru vægast sagt frábærir.
Hudson Wayne hittuðu upp með þægilegri músík, músík sem er lík mörgu öðru sem gert hefur verið áður, en góð engu að síður.
Síðan tók við smá bið, en loksins stigu The Johnsons á svið við mikinn fögnuð viðstaddra. Nasa var troðfullur af allskonar fólki. Það var hægt að sjá alla flóruna, unga sem aldna, ríkisplebba, 101 rottur, fertugar húsmæður og svo við hin; venjulega fólkið. Einmitt. Jú svo var þarna náttúrulega mökkmikið af samkynhneigðu fólki. Antony kallinn er víst eitthvað á milli þess að vera hann eða hún. Skilur samkynhneigt fólk hann betur en við hin? Ég veit það ekki. Hitt veit ég að hann syngur afskaplega fallega, er með magnaða rödd.
Já, The Johnsons stigu á svið, komu sér fyrir og gítarleikarinn byrjar að spila. Öruggur og góður. Svo allt í einu, birtist einhver vera aftarlega á sviðinu. Hellisbúi? Lítur svolítið þannig út. Dökk yfirlitum, með svart ritjulegt mikið hár, stór og í dökkri dragt. Enginn áttar sig almennilega fyrr en veran er langleiðina búin að bograst að flyglinum og loksins taka fagnaðarlætin við. Antony and The Johnsons byrja að spila My Lady Story, og maður veit að maður er á staðnum. Hljómsveitin spilar síðan ýmist gamalt efni, tökulög eða lög af nýju plötunni, I Am a Bird Now (það eina sem ég, og líklega fleiri, hef heyrt með Antony). Þau tóku t.d. efni eftir Leonard Cohen, Lou Reed o.fl. Maður skammaðist sín pínu fyrir að þekkja ekki þessi góðu lög eftir þessa merku tónlistarmenn.
Antony söng alveg eins og hann hljómar á plötunni (I Am a Bird Now). Stórkostlegt alveg. Lögin voru flutt á nokkurn annan hátt heldur en á plötunni. T.d. var enginn trommuleikur, en hann skipar frekar stóran sess á plötunni. Auk þess er platan heilmikið pródúseruð og hljóðblönduð. Það kom þó ekki að sök, bassaleikarinn var mjög þéttur og allur hljóðfæraleikur nær óaðfinnanlegur, hvort sem spilað var á píanó, bassa, gítar, fiðlur, selló eða harmonikku.
Lögin hans Antonys eru svo ótrúlega falleg, get eiginlega ekki lýst þeim öðruvísi. Textarnir svo angurværir. Þarna stóð maður og hlustaði í mjög góðum félagsskap, og þó svo maður sá ekkert í andlitið á Antony fyrir flyglinum gerði það bara ekkert til, þarna var það tónlistin sem skipti máli. Einhverjir höfðu það líka á orði að andlit hans hafi ekki verið neitt sérstaklega fögur sjón þegar hann var að syngja, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Maður sá svolítið í manninn, hvernig hann lifði sig inn í þetta með sínum sérstöku handahreyfingum og svoleiðis. Húmorinn var líka í lagi og hann kunni að koma fram, enda líklega búinn að koma fram oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Að tónleikunum loknum leið manni einfaldlega vel.

Svo eru það bara Sonic Youth og Franz seinna í sumar.

Bæjó

Haraldur, geðveikt fresh og indí áðí!

Viðauki: Er að prófa mig áfram með nýtt útlit þessa vefritsræfils. Kann bara ekki að ná þessum bölvuðu grænu hornklofum í burtu, þeir eru hluti af upprunalega templeitinu sem útlit síðunnar er byggt á. Ef einhver kann, má hann/hún hjálpa mér með það. Get borgað með...tjah...bara kemur í ljós.

9.7.05

HI EVERYBODY!

Hress og spenntur kem ég niður rúllustiga í Leifsstöð á móti öryggisverði sem biður mig vingjarnlega að koma með sér svolítið afsíðis. Ekkert mál. En þegar öryggisvörðurinn tekur upp gúmmíhanska og strengir þá á sig, fer mér ekki að lítast á blikuna. En svo fer hann bara að týna upp úr og skoða hlutina úr töskunni minni. Skóna líka.
Fjúff.

(Fyrir þá sem ekki vita var ég að koma heim úr kórferð frá Kanada og Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum síðan)

Heyrst hefur að vegabréfaskoðararnir í Bandaríkjunum séu engin lömb að leika sér við. Því fékk ég svolítið að kynnast á Bostonflugvelli. Þegar röðin var komin að mér, geng ég til varðarins, sem var lítill og þéttur blökkumaður, og læt af hendi vegabréf og flugmiða. Hann gluggar í þetta í pínu stund, eiginlega svolítið langa stund. Mér fannst hann eiginlega vera full lengi að þessu öllu saman. Þó svo ég hafi heyrt í dempuðum hátalara orðin: „Where are you going?" þá taldi ég víst að þau kæmu einhversstaðar annarsstaðar frá, því aldrei sá ég varir tollvarðarins hreifast. Þess vegna fór ég að gera mig tilbúinn til að fara og tók upp bakpokann minn því nú taldi ég víst að hann færi að verða búinn að handfjatla vegabréfið mitt. Þá heyri ég aftur, ögn ákveðnara: „Where are you going??" Núna loksins sé ég varirnar á manninnum hreyfast og mér verður eitthvað svo billt við að ég stend bara og stari á hann eins og hálfviti. Því þetta hjómaði líka svolítið eins og ég væri að fara hlaupa burt eða e-ð. Ég næ að stama út úr mér:

„Emm, ööö... Toronto, Canada"
„Yeah, ok. What do you think I´m sitting here for all day. Just to stare at people?
„Ömm...eh..hehehehe...nooo?
„No. I´m here to inspect. That´s what I do, thats my job, to inspect people."
„Ehehheh...yeah.

Síðan tók hann fingrafarið mitt og lét mig fá passan minn og flugmiða aftur. Loksins gat ég staulast í burtu.

Kanada var æði, Bandaríkin ekki síðri þrátt fyrir allann kapítalismann og offitunua. Ég var að fíla þetta í botn. Toronto er ógeðslega flott og töff borg. Með skýjakljúfa í þéttum kjarna og CN Tower í broddi fylkingar. Ég hef aldrei komið til N-Ameríku, aldrei séð skýjakljúfa fyrr á ævinni og þetta var mér einstök upplifun. Menningin er líka, að því að mér finnst, mjög heillandi. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi vestur Queen stræti, mjög skemmtileg verslunargata. Allt í einu á ákveðnum tímapúnkti var eins og maður væri kominn í annan heim. Maður steig yfir eina línu á gangstéttinni og fólkið og verslanirnar breyttust. Allir voru bara geðveikt artí, indí, trendí, hip og kúl áðí og mig langaði til þess að vera einn af þeim, sama hversu sad það hljómar, því þau voru að skapa tískuna. Önnur hver persóna var örugglega í hljómsveit.Fata og tónlistarbúðir breytust og voru geðveikt svalar. Þarna fann ég líka flottustu hljóðfæraverslun sem ég hef farið í, tvær hæðir, troðfullar af öllu. Afgreiðslufólkið var líka mjög gott áðí. Einn gæjinn spurði mig hvort ég kannaðist nú ekki við Sigur Rós og svona fyrst ég kæmi frá Íslandi. Jú það hélt ég nú. Gerðist síðan svo töff að segja honum frá fleiru góðu íslensku efni og hann lét mig fá e-ð kanadískt indí sjitt í staðinn. Mjög gaman. Keypti mér síðan þrjá gítareffecta á góðu verði og fór sáttur út.
CN Tower var að gera góða hluti, nema akkúrat þegar við kórinn fórum í hann var líka þessi stórkostlega þoka. Þannig að við sáum ekki sjitt. Jú ok, það glitti af og til í ljósin á háhýsunum í kringum okkur (við fórum að kvöldi til) og það var nokkuð skondið að geta horft ofan á þessi feiknarlegu háhýsi. Glergólfið var líka ansi magnað þar sem við horfðum beint niður með turninum í 342 metra hæð.

Winnipeg, „lítil" 400.000 manna borg, virtist voða snotur. Ekki sá maður þó mikið af henni nema þá út um rútuglugga, því við vorum mestallan tímann í íslendingabænum Gimli, 3000 manna bær í um eins og hálfstíma akstri frá Winnipeg. Þar dvöldum við á hóteli og í heimahúsum. Ég, Addi, Hnokki og Viktor dvöldum hjá fólki sem hafði beðið um að fá að hýsa fjóra kórmeðlimi, en þau vildu bara fá fjóra stráka. Frekar spúkí. En við fjórir galvaskir kýldum á þetta, og í ljós kom að fólkið var hið yndislegasta. Þetta voru hjónakornin Lorna og Terry ásamt barnabarni sínu Cole. Þau bjuggu í bara nokkuð fínu, gömlu húsi - um 100 ára gamalt, og áttu aðaltískubúðina í Gimli sem seldi allskonar dót, tískufatnað, bækur og margt fleira.
Lorna talaði meira að segja smá íslensku þrátt fyrir að hafa aldrei búið á íslandi. Makalaust alveg hreint, ótrúlega margir þarna sem gátu bjargað sér á okkar ástkæra ylhýra. Lorna var mjög yndæl, skemmtileg, eldaði góðan mat og lagaði gott kaffi.
Terry kallinn var nú því miður e-ð farinn að gleyma. Hann var alls ekkert svo gamall en var víst kominn með svolítinn vott af Alzheimer. Hress engu að síður.
Cole , 18 ára, bjó þarna hjá ömmu sinni og afa, var með þriðju hæðina út af fyrir sig og vann fyrir sér í búðinni þeirra. Hann var nett svalur gaur, á svipuðu reki og við hvað varðar áhugamál og var með tsjillaðstöðu dauðans uppi hjá sér.
Við héldum 17. júní hátíðlegan í Winnipeg og í Gimli. Það var ágætt. Kórinn átti yndislega kvöldstund hjá fólki sem var svo vingjarnlegt að bjóða okkur öllum heim til sín í risastóra garðinn sinn, við bæjarmörk Gimli. Trampolín, fótbolti, amerískur fótbolti, varðeldur, flugeldar, sykurpúðar, pulsur, íste, bjór, moskítóflugur, gítar og söngur og allir voru bara hressir. Mjög næs.

Síðan var haldið upp á ekki síðri dag en 17. júní, nefnilega 19. júní, kvenréttindadag Íslands með meiru - afmælisdagurinn var ótrúlega góður. Farið var frá Gimli í suðurátt, áleiðis til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til North-Dakota á einhverjar aðrar íslendingaslóðir. Þar sungum við í félagsheimilinu Borg og okkur var ósköp vel tekið þar. Þaðan héldum við á Olafsson´s Farm, feiknarstórt sveitabýli með yfir 600 nautgripi. Þar var okkur boðið í smá sýningarferð um sveitina. Sátum á heyböggum aftan á vöggnum sem voru dregnir af traktor og pallbíl. Okkur var mjög vel tekið af moskítóflugunum. Sýðan voru grillaðir ofan í okkur hamborgarar, heimaræktaðir jafnvel, og átum við með bestu list. Fólkið þarna, bæði íslensku og enskumælandi, var afskaplega vingjarnlegt og gestrisið og dagurinn hafði verið fullkomnaður.
Ýmis smán áttu sér staði í ferðinni, sum stærri en önnur, en ætli mesta smánið hafi ekki átt sér stað í skemmtigarði þeim er kenndur er við hundinn Snoopy, Mall of America í Minneapolis. Þar var búið að undirbúa smá tónleika fyrir okkur, okkur óaðvitandi og áttum við að gjöra svo vel og syngja á Camp Snoopy sviðinu um leið og við kæmum til Minneapolis. Sem og við gerðum. Benni tók Five á þetta, ég tók ég veit ekki hvað á þetta og Atli galaði. Allt fyrir nokkrar hræður beint undir rússíbananum. Fínasta smán alveg hreint.
Það var gaman að koma í miðbæ Minneapolis. Sá nokkra þekkta tónleikastaði. Á vegg eins þeirra mátti sjá stjörnur með nöfnum hljómsveita er höfðu einhverntíma spilað á staðnum, t.d. The Smashing Pumpkins, Nirvana o.fl. Gaman.
Síðasta kvöldið í Minneapolis var ég mjög fullur.
Síðan var flogið heim, ég komst að því að ég hafði týnt veskinu mínu er heim var komið, þurfti að bíða heillengi eftir að þjónustuborðið tékkaði hvort veskið væri í flugvélinni, sem það var ekki. Þ.a.l. missti ég af hinum krökkunum og ég var einn eftir í Leifsstöð, alveg peningalaus. En ég fékk far með mannlausri flybus rútu upp í Kópavog og komst heim á endanum. Ekki alveg nógu góður endir á þessu öllu saman en ég þakka þér samt fyrir herra rútubílstjóri.
Frá Norður-Ameríku kom ég þó ekki alveg allslaus heim. Ég var orðinn rúmum 40 geisladiskum, einum iPod, nokkrum DVD, þremur gítareffectum og nokkrum fatalörfum ríkari. Sem er ágætt.

Jæja, þetta er löngu komið gott.

Annars er ég eitthvað svo bleikur þessa daganna. Sem er bara æðislegt.

Bye

7.6.05

-

Hey Halli...? Varst þú ekki að útskrifast?
Neibs
Ó?...ömm...ok.

Já, það er allt að gerast. Um leið og konrektorar eru æðislegir reynir maður sjálfur að vera hress og glaður. Og tekst bara ágætlega upp.

Rödd mín og sál þjáist af þurrki og vannærslu. Eymd. En ekki lengi. Því Kanada læknar öll sár. Þar mun ég dvelja og lækna rödd mína og sál. Eða reyni að betrumbæta eitthvað að minnsta kosti. Smita gleðinni út frá sér um leið.

Ég hef greinilega enga dúndurmosa til að hlaupa upp á í neyð, en gott fólk gæti notað tölvuskeyti í bili sem og hugskeyti til að sína viðbrögð. Því viðbrögð okkar sanna að við erum ekki dauð.

Betra er að hlusta á sumartónlist á sumrin, frekar en þyngsli vetrarmúsíkinnar. The Avalanches og The Go!Team, svo eitthvað sé nefnt, eru gott dæmi um góða sumartónlist.

Kanada. Ó Kanada! Hér kem ég!

Haraldur



Ingunn Ásta
: Hérna amma, ég keypti svolítið handa þér þegar ég var úti í Bandaríkjunum.
Amma: Æj elsku Ásta mín, þú átt ekki að vera að þessu...
Ingunn Ásta: Jújú...svona. Þetta er dagatal. Það er fyrir árið 2006...
Amma: [flissar] elskan mín. En þá verð ég löngu...þú veist...
Ingunn Ásta: Já neeei...ég ákvað að taka bara sénsinn.

14.4.05

Njihihi

Bróðir minn Stefán Már var svo elskulegur um daginn, eins og svo oft áður. Kom við í vinnunni minni og henti í mig eins og einu stykki Dr. Strangelove or: How I Learned To Stop Worrying And Love The Bomb eftir meistara Kubrick með meistara Sellers í aðalhlutverkum. Bróðir hafði talað um að gefa mér meistarastykkið og lét síðan bara allt í einu verða af því. Nú get ég notið myndarinnar hvenær sem ég vil eins vel og ég get. Þetta lyfti þessum vinnudegi heilmikið upp get ég sagt ykkur, bjargaði honum jafnvel. Takk fyrir það Stefán Már. Þú ert svo sannarlega uppáhalds bróðir minn!

Undanfarið hef ég lent í alveg ömurlegum smalltalk aðstæðum. Er nú þegar búinn að lýsa einni fyrir ykkur á þessum miðli (sjá WC). En síðan þá hef ég lent í jafnvel en hallærislegri aðstæðum, allt saman sjálfum mér að kenna, að sjálfsögðu.
Fór í hraðbankann hjá Háskólabíói eitt kvöldið. Um leið og ég er að fara að renna kortinu í raufina til að opna hurðina, kemur ungt par, gaurinn ætlar greinilega líka í hraðbankann. Upp kemur smalltalk púkinn í mér og ég hef upp raust mína:

Ég:
Hmm... Bara hópferð?
Par: [þögn]

Annað hvort heyrðu þau ekki í mér (sem ég svo innilega vona) eða þá að þau gjörsamlega ignoruðu mig.
Fór í leikhús um kvöldið. Koddamaðurinn á litla sviði Þjóðleikhússins. Í hléinu fór ég á salernið. Allt í lagi með það nema hvað að það er frekar mikið myrkur þar inni því gleymst hafði að kveikja ljósin. Það var semsagt enginn rofi inni á salerninu sjálfu. Inni á salerninu er einn maður að pissa í pissuskál, en ég fer inn á klósett, (þetta er óþægilega líkt WC uppákomunni með Haffa). Upp kemur smalltalk púkinn í mér og munnur minn og tunga hreyfist:

Ég:
Maður bara pissar í myrkri...?
Pissandi maður: [Þögn]
Ég: [Þögn]

Ömurlegt.

Ugh.

Já, allir að segja Ugh, það virðist í tísku núna, sérstaklega í rituðu máli. Já... allir að skrifa Ugh.

Svo er það bara Napoleon Dynamite! Vúhú! Mæli mjög svo mikið með þeirri mynd. Ef þú ætlar á einhverja sniðuga létta mynd á IIFF, farðu þá á þessa.


Ugh.

3.4.05

Slapp?

Jóns og Olguflipp í Olgubíl, góðar leiðbeiningar frá Helga, jellyvodkastaup, Evu Katrínar afmælispartý, umskorið jellyvodkastaup, bjór, ótrúlega súrt: Elías flytur mér kveðju frá Þórunni frænku minni eftir að hafa hitt hana við upptökur á "það var lagið með Hemma Gunn" - Takk fyrir það Elías, viský, leyfa fólki að drekka viský eins og ég held að eigi að drekka það, kreisí gaurar mæta á staðinn, slagur milli mín og Skúla - Skúli vinnur með einhverjum Daihatsubrögðum, Astara spilar tryllta rokkmúsík, multityppaslagur - allir vinna!, bjór, Skúli kominn á hlýrann, viský, sora Jack Daniels í boði Jökulsins sem þurfti heldur ekkert á honum öllum að halda, Atli mætir hress á staðinn, ölvun fer að ná hámarki hjá sumum, talað um stöff, litið á hross, Jökullinn vökvar túnið og fær sér þar lúr, ég fæ "eitthvað" í hausinn, slagur tvö milli mín og Skúla við mikinn fögnuð partýhaldara - ég vinn með því að dúndra hausnum á Skúla í vegg, setjast ofan á hann og pikka í bringuna á honum, ölvun fer að ná virkilegu hámarki, haldið heim á leið, held í höndina á Matta í bílnum, Skúli heim, Himmi sóttur mjög svo góður áðí, Himmi deyr í bílnum, kominn heim, brauð og vatnsglas, Atli er bestur áðí.

Hressleikinn í fyrirrúmi.

2.4.05

Samba - Reggí - Sigur Rós

Vinna eitt stk. vinnudag þar sem 1/3 af honum er eitt í að hjóla um á hlaupahjóli, bruna upp í einhverja íþrótta og menningar miðstöð á Álftanesi til að setja upp græjur og kerfi fyrir Mumma og nemendurna, bruna aftur heim til sín ásamt þremur öðrum mjög góðum gaurum til að skipta um föt og gera sig sem glæsilegasta, skála með viskýi fyrir meistara Axeli - frábær trommari og mikill snillingur, bruna aftur á Álftanes til að kórárshátíðast með kórfélögum sínum og einum gaur frá Kúbu, borða góðan mat, drekka góða drykki, spjalla við gott fólk, syngja falleg lög og fylgjast með ofurvandræðalegum rómómómentum, horfa á misgóð skemmtiatriði - sum hefðu mát ganga aðeins hraðar fyrir sig, byrja að spila hressa dansiballsmúsík fyrir hressan lýð, kunna ekki texta - sem skipti bara engu máli, klára að spila og byrja að gera sér virkilega grein fyrir því hversu æðislega sveittur maður var orðinn, fá sér ærlegan viskýsopa sem reif í eftir öll herlegheitin, drekka bjór, vera bara frekar slakur áðí, vera svolítið til staðar, ganga frá drasli, hugsa sér til hreifings frá þessari undarlegu árshátíð, vera skutlað heim af hverjum öðrum en meistara Axeli, kominn heim kl. 4:30, sofa í fleng þar til símaskrattinn vekur mann, fara aftur á Álftanes til að sækja drasl, ganga hálf frá sér í kórkörfu, stúta einni texmex samloku á stælnum, fara heim til að hengja upp sparifötin og leggja sig, fara síðan í eitt eða tvö eða fleiri partý.
Æji, þetta er fínt.

Svo eitt tryllt að lokum.

28.3.05

WC

Á meðan ég pissa í klósett og Haffi Metalhaus pissar í pissuskál á þetta samtal sér stað.

Ég: Blessaður.
Haffi Metalhaus: Blessaður. Hei mannstu, við vorum báðir á fyrsta fylleríinu okkar eftir vorferðina í tíunda bekk.
Ég: Já, alveg rétt, það var geðveikt, bara besta fyllerí sem ég hef farið á, djöfull drapst ég.
Haffi Metalhaus: Ha, drapstu?
Ég: Já, nei, eða svona næstum því. Hurðu við verðum að rifja þetta upp maður.
Haffi Metalhaus: Jaá... hérna ég er... (feidar út) farinn.
Ég: Ha?.... já.

Ömurlegt

25.3.05

Monnípenní

Ég er mikill aðdáandi kraftpönks-emo-rokkbandsins At the Drive-In, og er ég þá sérstaklega hrifinn af því efni sem finna má á meistaraverkinu Relationship of Command. Allt síðan sú plata komst í mínar hendur hef ég fylgst svolítið með gangi mála hjá meðlimum sveitarinnar, því eins og margir vita hætti At the Drive-In að starfa 2001. Meðlimir sveitarinnar skiptust í tvær sveitir, Sparta og The Mars Volta. Sú síðarnefnda ætla ég örlítið að fjalla um.
Nú ekki fyrir svo alls löngu kom út önnur plata The Mars Volta, Frances the Mute. Ég skellti mér á grippinn fyrir rúmmri viku síðan, og ég hef ekki þorað að hlusta á hann í rúma viku. De-Loused in the Comatorium, fyrri plata The MV, olli mér nefnilega svolitlum vonbrigðum. Það var einhvernvegin ekki alveg sami krafturinn í gangi þar eins og var hjá ATDI, kannski átti maður ekkert að vera að búast við því. En ég hef samt sem áður aldrei komist almennilega inn í De-Loused in the Comatorium, þó svo vissulega hafi margt flott verið þar í gangi. Það var því með blendnum hug sem ég keypti mér Frances the Mute, því ég vissi að ég mætti búast við einhverri svipaðri prog-þeysireið. Loksins lét ég verða af því að hlusta á gripinn, sitjandi í sófanum heima í stofu, hávaði stilltur vel upp í 3. Ég hafði sama sem ekkert heyrt af plötunni áður nema þá að mjög vel var látið af henni.
Þarna sat ég í sófanum heima í stofu, í rúmlega 70 mínútur, og hlustaði. Og eitthvað gerist innra með mér. Ég varð ekkert fyrir vitrun eða neitt svoleiðis, en meðan á þessari tónlist stóð, hugsaði ég um nær ekkert annað en tónlistina, og ekkert annað komst að. Þetta var eins og að fara í góða slökun, þar sem þú verður mjög meðvitaður, en aðeins um sjálfan þig og þitt nánasta umhverfi. Þrátt fyrir hljómstyrkinn í græjunum. Alveg magnað, þetta gerist ekki mjög oft. Ef maður verður fyrir svona áhrifum, þá hlýtur tónlistin að vera góð. Akkúrat á þessu augnabliki skildi ég þessa tónlist, akkúrat þessa tónlist, svo vel.
Þess vegna á ég svo bágt með að skilja einkunina og dóminn sem einhver penni hjá tónlistarvefritinu pitchforkmedia gaf plötunni Frances the Mute.
Þetta finnst mér vera gott dæmi um að maður á ávallt að hlusta á tónlist út frá sjálfum sér, og ávallt að hafa dóma aðeins til hliðsjónar. Álit annarra getur gefið því sem að þér finnst aukna merkingu og dýpt, en það breytir ekki, eða að mínu mati má ekki breyta því sem að þér finnst virkilega um málið. Þetta á þá að sjálfsögðu við um margt fleira heldur en tónlist. (þetta kann að vera eitthvað sem einhverjir vita nú þegar, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.)
Nú get ég varla beðið eftir að hlusta aftur á Frances the Mute og mæli ég eindregið með að þið athugið þetta mál líka.

Ég sá um daginn á RÚV finnsku kvikmyndina Mies Vailla Menneisyyttä eða á íslensku Maður án fortíðar (e. The Man Without a Past). Þrælgóð mynd um mann, M (ekki þó M úr James Bond??!) Nei, ekki M úr James Bond. M þarf að takast á við minnisleysi eftir að hafa verið illa laminn af einhverjum rónalýð. Hann byrjar nýtt líf í einhverju rónahverfi rétt utan við Helsinki, verður hrifinn af hjálpræðishersstarfsmanninum Irmu og ég veit ekki hvað og hvað. Sagan var heillandi og sterkt samband sem þróaðist milli aðalpersónanna.
Leikurinn hjá finnsku leikurunum var athyglisverður. Hann var góður, það var ekki málið, en hann var bara eitthvað svo stirður, sem er svosem ekkert slæmt. Hann virkaði allavega svo stirður, samtölin svo straight forward, en það kom sögunni samt sem áður mjög vel til skila. Hef einnig séð þessa tegund leiks í annarri finnskri kvimynd. Þeir er svona þessir Finnar, svo styrðir.

Já, frábært.

Bobby Fischer fékk á dögunum íslenskan ríkisborgararétt án nokkurra vandkvæða hjá íslensku ríkisstjórninni. Ekkert mál, greiðum bara atkvæði um það. Af hverju fá þá ekki aðrir útlendingar, svona eins og hendi væri veifað íslenskan ríkisborgararétt sem jafnmikið þurfa á honum að halda og Fischer?

Kveð

19.3.05

Rit

Ég ætlaði í kórkörfu (körfubolti með kórstrákum, hversu gay er það?) í dag. Kominn upp í íþróttahús kl 14:00 (boltinn hefst kl 14:15) og sé að nokkrir skór eru komnir í hillurnar, þannig að einhverjir eru nú þegar mættir. Á leiðinni í klefann heyri ég að þeir eru allir komnir niður í sal og strax byrjaðir að spila og hita upp. „Ja hérna, bara strax byrjaðir" hugsa ég með sjálfum mér en fer inn í klefa og byrja að klæða mig. Mér fannst þetta samt eitthvað skrítið og var ekki viss hvort þetta voru réttu gaurarnir sem ég spilaði venjulega körfubolta með, því á gólfinu inn í klefa lágu á víð og dreif spil með klámmyndum á. „Þeir voru kannski bara eitthvað að perrast" réttlæti ég fyrir sjálfum mér og held áfram að klæða mig í skóna. Þegar ég er svo tilbúinn, með vatnsbrúsann í annarri og punginn í hinni fer ég og opna dyrnar inn í sal og kíki inn. Þar eru einhverjir sveittir gaurar í fótbolta. „Fokk" hugsa ég og skokka upp til húsvarðarins til að spurja nánar út í þetta. „Enginn körfubolti í dag?"
„Nei, honum var frestað því það er körfuboltaleikur í dag"
„Ó, ok"
Djöfull var þetta ömurlegt. Ég staulast til baka og fer með draslið mitt mitt yfir í annan klefa, og í því er hringt til að gefa til kynna að tími fótboltaklámhundanna er uppurinn. Á meðan að þeir eru að teygja frammi skipti ég aftur um föt í myrkum klefanum á móti.

Oh, fokkin fúlt maður. Jæja, ég fer þá bara í staðinn í tónlistarmarkaðinn í perlunni. Þar eyddi ég u.þ.b. 11.000 kalli í eftirfarandi.
-Placebo og Black Market Music með Placebo
-Moon Safari og The Virgin Suicides með Air
-Black Cherry með Goldfrapp
-Greatest hits and videos með Red Hot Chili Peppers
-Hero, snilldarfalleg bardaga/ævintýramynd frá Asíu
-The Princess Blade, örugglega einhver tryllt hasarmynd frá Asíu
-Tube, örugglega einhver önnur tryllt hasarmynd frá Asíu
-Austin Powers Goldmember, hef sjaldan hlegið jafn mikið í bíó

Jájájá, hef annars bara verið að vinna og að köttast frá umheiminum. Bílaumboðið Askja heitir vinnustaðurinn semsagt, og er þetta glænýtt umboð fyrir Mercedes Benz og Chrysler á Íslandi. Mjög glæsilegt alltsaman og þarna er ég með mína eigin tölvu og allt. Ágætt svosem og ágætis mórall líka. Mjög fyndnir karakterar margir hverjir þarna sem ég er að vinna með. Meira kannski um það seinna.

Ég hef sjaldan fokkast jafn mikið tilfinningalega upp á einum klukkutíma og ég gerði um daginn.

Fyrir ekki svo alls löngu fór ég ásamt mjög góðu föruneyti (Takk aftur fyrir að hugsa fyrir mig og kaupa auka miða Gummi) á Uppistand með grínsnillingnum Eddie Izzard. Hann var mjög fyndinn, þó svo ég hafi ekki skilið allt sökum þess að hann talaði stundum frekar hratt og ég er ekkert svakalega æðislegur í ensku, en margt skildi maður þó og hélt ég að ég myndi deyja þegar hann var að tala um kynjaverurnar úr Aliensseses myndunum. Vá hvað það var fyndið. Það var ekkert smá. Ég hló sjúkt mikið, ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, ja hérna. Vúúú. Lang fyndnast að mínu mati. Mér fannst það alveg geðveikt fyndið, bara allt var hevví fyndið sem við kom því atriði, magnað alveg hreinnt. Það var svooooo fyndið.
En ætli þetta hafi ekki verið svona: „I GUESS YOU HAD TO BE THERE!!!" Móment.

Frestaði því um daginn að fara í inntökupróf Leiklistadeildar Listaháskóla Íslands. Sá bara fram á að hafa ekki nægan tíma til að undirbúa mig fyrir það. Læt þetta semsagt bara bíða í ár og ætla bara að vinna og afla mér tekna þangað til auk þess sem ég ætla að útskrifast úr MH. Finnst það bara ágætis plan.

Er að taka þátt í uppsetningu farsans „Undir rauðri stjörnu" eftir Dóra og Jakob T.B. Við sem tökum þátt í þessu verkefni vorum að tala um hvers kyns farsi þetta væri, og komumst að því að þetta er tryllt súr farsi, svona fyndinn súr, ekki svona súr/basískt súr heldur meira svona súr eins og í meiningunni súrealískt. Svona skemmtilega súr, ekki súr eins og sítróna. Áætlað er að sýna í seinnihluta apríl í Norðurkjallara, svo fylgist vel með.

Fékk líka hlutverk í stuttmynd sem ber heitið „Kirkjugarðsvörður". Er skrifuð af einhverjum náungum sem heita Jón Arnar Magnússon (ekki þó tugþrautakappinn mikli???) Nei, ekki hann, og Gísla Þór Gíslasyni. Þetta eru einhverjir hressir KFUM gæjar sem eru í kvikmyndafélaginu Kvikiðn. Handritið mynnir óneitanlega mikið á The Sixth Sense en sagan er engu að síður hlý. Ég leik Sviplausa manninn, mann sem ekki er af þessum heimi! DAMDAMDAMDAM!!! Spennandi. Myndin mun keppa á einhverri Grand Rokk stuttmyndakeppni ásamt 9 öðrum. Gegt.

Um leið og þetta allt gerist er maður líka að æfa með kórárshátíðarbandinu fyrir komandi kórárshátíð. Naumur tími til stefnu en þetta á vonandi allt eftir að ganga upp. Hress lög sem við tökum, ný og gömul, allt mjög svo gott stuð.

Jaríjaríjarí, nei ég er ekki dauður, bánkið samt í mig af og til til að gá.
Takk fyrir hress og skemmtileg komment. Þú færð samt engin verðlaun Atli, nema þessa færslu, ást og gleði.

Sem meira seinna. Reyni að hafa það ekki of seint.


13.2.05

Þrá?

Ég tel að þeir sem hlusta ennþá á tónlist á gamla mátan (ef að hægt er að tala um geisladiska sem gamla mátan?) upplifi tónlistina öðruvísi en ipodarar. Það fylgir því ákveðin tilfinning/sjarmi að velja sér geisladisk og skipta um geisladisk, þó það taki ögn meiri tíma. Þurfa að sætta sig við að hafa bara ákveðna tónlist við ákveðnar aðstæður. Þá kemur kannski ný sýn á tónlistina.
Tónlistarupplifunin er öðruvísi. Ekkert að segja samt að hún þurfi að vera betri.
En þetta segi ég, ipods laus, ennþá með sama gamla geisladiskahlassið. Ég verð að viðurkenna að ég hefði ekkert á móti því að eiga eins og eitt stykki af þessum óumdeilanlega nettari grip. En ég kvarta svosem ekkert ennþá.

10.2.05

Hatur

Hafið þið heyrt um strákinn sem féll ofan af 50 hæða húsi?
Á leiðinni niður endurtók hann stöðugt fyrir sjálfum sér: „Það er ennþá allt í lagi, það er ennþá allt í lagi"
En það er ekki fallið sem skiptir máli.

Það er hvernig þú lendir.


(Úr kvikmyndinni La Haine)

9.2.05

Cutie

Kaffi og Koníak. Er gott.

Kaffi og gamalt, dýrt koníak. Ennþá betra.

Mjólk og appelsína. Ekki gott.

25.1.05

Ótrúlegt!

Ný plata með goðinu honum Jeff Buckley kemur út í júnílok á þessu ári! Loksins!

18.1.05

Hvað á maður svo sem að segja núna?

Var svo þriðja sýning af Martröð á Jólanótt. Um þessa 3. sýningu skulu ekki vera höfð of mörg orð fyrir utan það að hún var í raun sönn martröð fyrir aðstandendur hennar á meðan sýningunni stóð, heilmikið ævintýri eftir á og maður var heldur betur reynslunni ríkari eftir á, eða ég vona að flestir hafi verið það.
Því við getum ekki boðið áhorfendum okkar upp á annað eins aftur, og nú er ég að tala til samstarfsfólks míns, þetta var óásættanlegt. Nú eru bara tvær sýningar eftir og við verðum bara að leggja allt í sölurnar fyrir þær. Já, ég veit að þetta var mestmegnis e-ð tæknifokk en mér finnst sem það vanti meira upp á en tæknina til þess að sýningin verði eins virkilega frábær og hún gæti orðið. Ég veit að einhverjir voru að tala um að við yrðum að hafa eitt rennsli og æfa e-ð en ég held að það sé bara rugl. Við höfum þetta alltsaman í hausnum og vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og ég tel að þá sé bara eitt sem vanti upp á. Þá er ég kominn að kjarna málsins, það sem vantar upp á er einfaldlega einbeiting, en það virðist bara ekki vera neitt ,,einfaldlega" hjá mörgum. Ég vil ekki vera með neinn móral, en þetta er það sem mér virkilega finnst. Fólk er að rabba saman í þessum líka fínu, kósý sófum á meðan sýningu stendur, hrekkur sýðan upp: ,,sjitt, ég er í næstu senu!" og æðir í fáti í leit að propsinu sínu og inn á svið. Ok, gróft dæmi, ég veit, en þetta er ekki fjarri lagi. Einbeitum okkur að sýningunni á meðan á henni stendur og tölum saman að sýningu lokinni. Tuðituð, en sorrý krakkar, í þessu er falið örlítið sannleikskorn.
Tæknifólkið á skilið hrós fyrir að hlaupa út um allann kastala að reyna redda málunum í miðri sýningu, en við verðum bara öll að leggjast á eitt til að allt gangi upp. Lykillinn að því tel ég vera einbeiting. Það verður miklu skemmtilegra þegar á hólminn er komið. Einbeiting, einbeiting og aftur einbeiting.

Hvað finnst ykkur? Ég vil helst bara fá komment frá aðstandendum ,,Martröð á Jólanótt"

Takk fyrir.
Dansflipp Flippdans

Morfískeppnin á föstudaginn var var var var mjög skemmtileg. Að vísu tapaði skemmtilegra liðið, en kannski hefur allt gamanið og flippið komið niður á innihaldinu sem jú, þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir öllu máli í svona ræðukeppnum. En hvað veit ég.
Djammið á gauknum eftir keppnina var fínt. Tveir bjórar, ráp og heilmikill dans. Dansmúv kvöldsins átti þó tvímælalaust Ugla. Hún kom sterk inn með einni glæsilegri "brú" en toppaði síðan alltsaman þegar hún tók upp á því að taka "standa á höndum" múvið. Það fór ekki betur en svo að pilsið hennar flettist upp-, eða niður um hana...hvernig sem þetta snéri alltsaman, og í ljós kom ýmislegt sem átti ekkert endilega að koma í ljós. Gaman aðessu.

Mjög gott flipp átti sér síðan stað heima hjá Frissa kvöldið eftir. Tjillpartý af bestu gerð. Hlýtt á tónlist og rætt um margt flippað og áhugavert eins og David Blaine og hveitibjóra. Flipp kvöldsins var þó án nokkurs vafa hlutverkaskipti klukknaglasamottunnar og veggklukkunnar. Veggklukkan fékk að dúsa á borðinu með bjórglas ofan á sér og glasamottan flaug upp á vegg og fékk að hanga þar stolt, þar til gestgjafinn kom aðvífandi og lagði bann á þetta allt saman. Bömmer. Gestfjafa fannst þetta nú samt lúmskt fyndið.
Helgi og Jón Kristján hljóta titilinn...samferðarmenn kvöldsins?

14.1.05

Valdimar?

Geri þetta ekki oft en mig langar til þess núna. Ég ætla að hafa stutta tölu um þá sem ég bætti nýlega inn á hlekkjalistann minn því þeir eiga það alveg skilið.

Dóri: Halldór Ásgeirsson heitir kappinn fullu nafni. Gengur undir ýmsum viðurnefnum, þó líklega þekktastur sem Dóri Harði eða Dóri Kisa. Dóri er einn fyndnasti gaur sem ég þekki og mjög svo hnittinn auk þess sem hann er ansi fær í gítarleik. Hann fór ansi fögrum orðum um mig á síðu sinni og það var bara frekar kúl. Hann leikur í Martröð á jólanótt og að mínu mati einn skemmtilegasti karakter sýningarinnar. Pottþéttur náungi sem getur talað með ótrúlega skrítnum og skemmtilegum áhersluendingum. Jaá!
Dóri heldur uppi síðu sinni ásamt öðrum fínum gaur sem ég þekki þó ekki jafnmikið, Sverri. En vonandi ertu sáttur við nafnið á hlekknum Dóri, mér fannst soldið fyndið að bæta við kettinum sem týndist ekki og hafa hann þarna með ykkur.

Jakob: Jakob Ómarsson heitir þessi magnaði náungi fullu nafni, stundum kallaður Kobbi hvíti. Ætti náttúrulega að vera búinn að hlekkja á hann fyrir löngu því hann heldur upp skemmtilegri bloggsíðu og er skondinn og áhugaverður penni. Hann leikur, líkt og Dóri, í Martröð á jólanótt en var sá gaur sem kom mér mest á óvart á meðan æfingaferlinu stóð. Hann var stöðugt að peppa mig upp og styðja og er ég honum mjög þakklátur fyrir það, því hann bjargaði mér alveg á tímabili. Jakob er skemmtilegur og einn af hans helstu kostum er að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Þó ekki nakinn samt, HAHA! En hann er ekkert að reyna að vera e-ð annað en hann er, held ég allavega. Hann er líka opinskár og segir virkilega það sem honum finnst um aðra en alls ekki á neikvæðan hátt. Hann er nefnilega mjög jákvæður og virðir aðra, sama hvaðan þeir koma. Gúd sjitt.

13.1.05

I know what you´re thinking

Aðgerðarleysi? Ó nei! Langt því frá. Dagurinn í gær fór t.d. að mestu í að máta körfuboltaskó í smáralindinni. Svo fór að ég fann mér akjósanlega skó í ákjósanlegri stærð í ákjósanlegum litum með ákjósanlegum öklastuðningi ásamt ákjósanlegum reimum. Held ég bara.
Svo horfði ég á Family Guy í gærkvöldi í góðra vina hópi þar sem rúmgaflar voru skallaðir í gríð og erg og kínavasar voru mölvaðir með golfkúlum.
En núna er ég að læra söguverkefni. Svo ætla ég að lesa ljóðabækur og myndasögur auk þess sem ég skelli mér í körfubolta á eftir. Ætli ég spili ekki einhverja tölvuleiki líka.

Gegt.

8.1.05

Hvað á maður svo sem að segja?

Mér líður ágætlega núna eftir veikindatörn. Fór í körfu áðan sem var hressandi. Kíki örugglega í eitt stykki partý á eftir. Heng svo og geri líklega ekki neitt á morgun, en ég ætla mér þó að hlusta á Ratatat einhverntíman í sunnudagsgleðinni. Kannski tek ég til. Svo kíki ég í skólann á mánudaginn og finn mér e-ð vinnuplan í samráði við nokkra hressa kennara fyrir þessar skitnu 12 einingar sem ég á eftir til stúdentsprófs. Engar áhyggjur, þetta mun klárast núna.

Fyrir rétt rúmri viku voru áramót. Tjah, fyrir rétt rúmri viku var árið 2004. ÓTRÚLEGT! 2004 var gott. Mikið að gerast. Skóli, kór, Eistland, sumarvinna, sumardjamm...ok, kannski var ekkert svo mikið að gerast eftir alltsaman...jú, bíðið við, hverju er ég að gleyma?

Ég fékk eitt stærsta tækifæri lífs míns til þessa þegar líða tók á haustið og veturinn tók við. Eftir mjög skemmtilegt námsskeið, nokkur stressandi inntökupróf og spunamaraþon fékk ég upp í hendurnar það sem ég hafði allan tímann stefnt að og ætlað mér, hlutverk Jóa í uppsetningu LFMH á Martröð á jólanótt. En þar sem ég stóð með þetta í höndunum hugsaði ég með mér hvort ég ætti eftir að geta valdið þessu? Hlutverk sem krefst mikils, söngs og leiks? Á ég e-ð erindi í þetta sjitt?
Æfingar hófust og ég gerði það eina sem ég gat gert, ég gaf allt mitt í þetta. Langir dagar, langar og strembnar æfingar en nær alltaf skemmtilegar. Allt borgaði sig þetta að lokum. Ég stend í mikilli þakkarskuld við leikstjórana, Odd Bjarna og Margréti. Þau kenndu mér ógeðslega mikið.
Margir kynnu að segja: ,,Halli minn, er þetta nú ekki komið gott, orðinn tvítugur strákurinn og ennþá eitthvað að fíflast þarna með þessu MH leikfélagi? Hva, er þetta ekki þín 5. LFMH sýning? Er þetta nú ekki farið að koma gott? Ha?" Svarið er einfalt. Nei (í jákvæðum skilningi þess orðs). Þetta er svo drulluskemmtilegt. Á meðan krakkarnir sem eru með manni í þessu eru alltaf þetta skemmtileg, þá getur maður ekki annað en haldið áfram. Svo hef ég komist að því að ég er langt því frá að fara fá nóg af þessu leiklistardæmi öllu saman. Leiklist á hug minn allan þessa stundina.
Árið gat því ekki endað betur, með frumsýningu á leikriti. Ég þakka allt hrós sem ég hef fengið og ég met það mikils að fólk hafi skemmt sér og sé tiltölulega sátt eftir að hafa séð sýninguna. Móðir mín sagði við mig daginn eftir frumsýninguna að hún væri stolt af mér og þar sem hún hafði verið að horfa á mig þarna á sviðinu hafði hún áttað sig nokkuð á því hvert ég stefndi. Miðað við það sem fólk segir við mig eftir sýningarnar er ég líka að fá nokkuð góða hugmynd um hvað ég ætla að gera í framtíðinni.

Nýja árið, 2005, gat í rauninni heldur ekki byrjað betur. Með Skúla og Frikka, niðri hjá bróður. Bjór, freyðivín og viský og síðast en ekki síst: Singstar!

Hvað á maður svo sem að segja? Líðanin er bara nokkuð góð í augnablikinu. Ég er ánægður. Ég er sáttur.

4.1.05

Dauði

Ég er svo veikur að ég gæti dáið.

Skemmtilegt Haraldur. Alveg frábært.