1.9.05

Marathon man maður!

Jæja, búinn að láta rífa úr mér endajaxlana vinstramegin. Frábært alveg. Sjitt hvað gæjinn (tannlæknirinn) var samt snöggur að þessu. Mestur tíminn fór í að láta deyfinguna virka. Síðan kom hann bara:

„Jæja, hérna er síðan smá svona hókus pókus tæki..."

Treður einhverju járndrasli upp í mig, djöflast og jagast þarna eitthvað. Ég heyri þetta líka fína og fallega brothljóð og svo allt í einu...klingkling...einn jaxl kominn, einn jaxl eftir.
Jagijag, djöflifjöfl, og...klingkling...sá neðri var kominn líka.
Saumisaum, skoliskol, grisja, kr. 15865, kauptu íbúfen, fljótandi fæði, you´re good to go!
Díses. Hann var ekki fimm mínútur að þessu. Fyrir utan deyfingatímann.
Get ekki beðið eftir að deyfingin fjari út. Svo ég geti upplifað real pain. Hell yes. Svo poppa ég nokkrar E oní íbúfenið og ég er bara still good to go!
Langaði svolítið til að kaupa mér einhverja tónlist, svona í smá skaðabætur, sem og ég gerði. Leit við í plötubúð smekkleysu:

DFA compilation 2#
Kimono - Arctic Death Ship
Madvillain - Madvillainy
Quasimoto - The Unseen

Lagið:
De La Soul (Featuring SDP and Takagi Kan) - Long Island Wildin´
Japanskt rapp er bara kúl. Kúl lag.

29.8.05

Brotin blóm

Kvikmyndin Broken Flowers er líklega ekki allra. Söguframvindan er mjög hæg. Virkilega hæg en stöðug engu að síður. Það líkaði mér einna best við myndina. Hún var ekki að flýta sér neitt, gaf sér góðan tíma. Jim Jarmusch hefur gríðar gott vald yfir sérstökum stíl sínum. Hann er hægur, stíllinn hans.
Eins og einhver sagði gæti handritið hafa verið hreinlega skrifað fyrir Bill Murray. Hann leikur vel, persónan er sem sniðin fyrir hann. Að vísu svolítið keimlíkur lífsringlaða manninum í Lost in Translation, en það er allt í lagi, því hann gerir þetta vel. Það væri samt gaman að fá að sjá Bill í einhverju allt öðru hlutverki næst. Eins og t.d. sem einhver af skúrkunum í öllum þessum ofurhetjumyndum. Mikið væri það samt fyndið, ef hann léki þesskonar skúrk, bara í sama stíl og síðustu myndir hans hafa verið. Geðveikt leiður og þunglyndur náungi sem varla nennir neinu, en er samt þarna að þvælast fyrir hetjunni. Fljúgandi um einhversstaðar. Hann væri aðalega illmennið út á það hversu bara leiðinlegur hann væri. Skondið.
En já, ég get alveg mælt með Broken Flowers. Hún er fögur, sagan er góð, fyndin á köflum og tónlistin er mjög góð. Verð líka að mæla með hinni myndinni sem ég hef séð eftir Jim Jarmusch; Ghost Dog: The way of the Samurai með Forest Whitaker í aðalhlutverki. Góð ræma.

Svo erum ég og Finnur hérna á góðum tímapunkti. Þakkir fær Katrín.

Lagið:
Maximo Park - Apply some pressure
Flott og hressandi lag. A Certain Trigger er bara hress plata. Gríðarskemmtilegt alveg. Það besta síðan The Futureheads gáfu út sinn frumburð.