19.3.05

Rit

Ég ætlaði í kórkörfu (körfubolti með kórstrákum, hversu gay er það?) í dag. Kominn upp í íþróttahús kl 14:00 (boltinn hefst kl 14:15) og sé að nokkrir skór eru komnir í hillurnar, þannig að einhverjir eru nú þegar mættir. Á leiðinni í klefann heyri ég að þeir eru allir komnir niður í sal og strax byrjaðir að spila og hita upp. „Ja hérna, bara strax byrjaðir" hugsa ég með sjálfum mér en fer inn í klefa og byrja að klæða mig. Mér fannst þetta samt eitthvað skrítið og var ekki viss hvort þetta voru réttu gaurarnir sem ég spilaði venjulega körfubolta með, því á gólfinu inn í klefa lágu á víð og dreif spil með klámmyndum á. „Þeir voru kannski bara eitthvað að perrast" réttlæti ég fyrir sjálfum mér og held áfram að klæða mig í skóna. Þegar ég er svo tilbúinn, með vatnsbrúsann í annarri og punginn í hinni fer ég og opna dyrnar inn í sal og kíki inn. Þar eru einhverjir sveittir gaurar í fótbolta. „Fokk" hugsa ég og skokka upp til húsvarðarins til að spurja nánar út í þetta. „Enginn körfubolti í dag?"
„Nei, honum var frestað því það er körfuboltaleikur í dag"
„Ó, ok"
Djöfull var þetta ömurlegt. Ég staulast til baka og fer með draslið mitt mitt yfir í annan klefa, og í því er hringt til að gefa til kynna að tími fótboltaklámhundanna er uppurinn. Á meðan að þeir eru að teygja frammi skipti ég aftur um föt í myrkum klefanum á móti.

Oh, fokkin fúlt maður. Jæja, ég fer þá bara í staðinn í tónlistarmarkaðinn í perlunni. Þar eyddi ég u.þ.b. 11.000 kalli í eftirfarandi.
-Placebo og Black Market Music með Placebo
-Moon Safari og The Virgin Suicides með Air
-Black Cherry með Goldfrapp
-Greatest hits and videos með Red Hot Chili Peppers
-Hero, snilldarfalleg bardaga/ævintýramynd frá Asíu
-The Princess Blade, örugglega einhver tryllt hasarmynd frá Asíu
-Tube, örugglega einhver önnur tryllt hasarmynd frá Asíu
-Austin Powers Goldmember, hef sjaldan hlegið jafn mikið í bíó

Jájájá, hef annars bara verið að vinna og að köttast frá umheiminum. Bílaumboðið Askja heitir vinnustaðurinn semsagt, og er þetta glænýtt umboð fyrir Mercedes Benz og Chrysler á Íslandi. Mjög glæsilegt alltsaman og þarna er ég með mína eigin tölvu og allt. Ágætt svosem og ágætis mórall líka. Mjög fyndnir karakterar margir hverjir þarna sem ég er að vinna með. Meira kannski um það seinna.

Ég hef sjaldan fokkast jafn mikið tilfinningalega upp á einum klukkutíma og ég gerði um daginn.

Fyrir ekki svo alls löngu fór ég ásamt mjög góðu föruneyti (Takk aftur fyrir að hugsa fyrir mig og kaupa auka miða Gummi) á Uppistand með grínsnillingnum Eddie Izzard. Hann var mjög fyndinn, þó svo ég hafi ekki skilið allt sökum þess að hann talaði stundum frekar hratt og ég er ekkert svakalega æðislegur í ensku, en margt skildi maður þó og hélt ég að ég myndi deyja þegar hann var að tala um kynjaverurnar úr Aliensseses myndunum. Vá hvað það var fyndið. Það var ekkert smá. Ég hló sjúkt mikið, ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, ja hérna. Vúúú. Lang fyndnast að mínu mati. Mér fannst það alveg geðveikt fyndið, bara allt var hevví fyndið sem við kom því atriði, magnað alveg hreinnt. Það var svooooo fyndið.
En ætli þetta hafi ekki verið svona: „I GUESS YOU HAD TO BE THERE!!!" Móment.

Frestaði því um daginn að fara í inntökupróf Leiklistadeildar Listaháskóla Íslands. Sá bara fram á að hafa ekki nægan tíma til að undirbúa mig fyrir það. Læt þetta semsagt bara bíða í ár og ætla bara að vinna og afla mér tekna þangað til auk þess sem ég ætla að útskrifast úr MH. Finnst það bara ágætis plan.

Er að taka þátt í uppsetningu farsans „Undir rauðri stjörnu" eftir Dóra og Jakob T.B. Við sem tökum þátt í þessu verkefni vorum að tala um hvers kyns farsi þetta væri, og komumst að því að þetta er tryllt súr farsi, svona fyndinn súr, ekki svona súr/basískt súr heldur meira svona súr eins og í meiningunni súrealískt. Svona skemmtilega súr, ekki súr eins og sítróna. Áætlað er að sýna í seinnihluta apríl í Norðurkjallara, svo fylgist vel með.

Fékk líka hlutverk í stuttmynd sem ber heitið „Kirkjugarðsvörður". Er skrifuð af einhverjum náungum sem heita Jón Arnar Magnússon (ekki þó tugþrautakappinn mikli???) Nei, ekki hann, og Gísla Þór Gíslasyni. Þetta eru einhverjir hressir KFUM gæjar sem eru í kvikmyndafélaginu Kvikiðn. Handritið mynnir óneitanlega mikið á The Sixth Sense en sagan er engu að síður hlý. Ég leik Sviplausa manninn, mann sem ekki er af þessum heimi! DAMDAMDAMDAM!!! Spennandi. Myndin mun keppa á einhverri Grand Rokk stuttmyndakeppni ásamt 9 öðrum. Gegt.

Um leið og þetta allt gerist er maður líka að æfa með kórárshátíðarbandinu fyrir komandi kórárshátíð. Naumur tími til stefnu en þetta á vonandi allt eftir að ganga upp. Hress lög sem við tökum, ný og gömul, allt mjög svo gott stuð.

Jaríjaríjarí, nei ég er ekki dauður, bánkið samt í mig af og til til að gá.
Takk fyrir hress og skemmtileg komment. Þú færð samt engin verðlaun Atli, nema þessa færslu, ást og gleði.

Sem meira seinna. Reyni að hafa það ekki of seint.