27.9.05

Atli klukkaði mig...

Fimm staðreyndir um mig, Harald Ágústsson:

1. Skúli Agnarr benti mér á það fyrir skömmu, og mér finnst það örlítið ógnvekjandi, að á næsta ári verð ég 22 ára gamall. And still slackin´!

2. Mér finnst mjög gaman að dansa. Sama hversu lélegur ég er í því. Best finnst mér að dansa óháð öðrum dansaðferðum. Bara að láta hugann reika og hreifa sig í takt við tónlistina. Ég dansa við allskonar tónlist. Stundum dansa ég einn heima hjá mér með tónlistina vel hátt stillta. Góð útrás.

3. Mér finnst mjög gaman að skoða auglýsingabæklinga tengda ýmiskonar tæknivörum. Tölvur og annað slíkt. Veit ekki hvað það er. Hef bara mikinn áhuga á svona tæknidóti og það er gaman að bera saman verð og vörur.

4. Ég tárast oft yfir bíómyndum. Síðast táraðist ég yfir About Schmidt. Einu sinni þegar ég var lítill fór ég alveg að hágráta eftir að hafa horft á þýsku kafbátamyndina Das Boot eftir Wolfgang Petersen. Endirinn var bara svo sorglegur. Ég hef verið svona 6 til 8 ára. Grét líka yfir ET.

5. Ég get látið minnstu hluti fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mér. Líklega hægt að kalla þetta smámunasemi. En stundum verð ég svo pirraður út af nánast engu að ég verð alveg hundfúll út í sjálfan mig í leiðinni og oft bitnar það líka á öðrum fyrir vikið sem ég vil eftir fremsta megni koma í veg fyrir að gerist. Þá er bara að anda rólega inn og út, telja upp að tíu og bara slaka á. Chill.

Það segir líklega meira en margt annað um mig hvað ég var lengi að koma þessum atriðum saman. Sjálfskoðun er strembnari en hún virðist vera í fyrstu.

Ég klukka:
Halla Volvo
Höllu (Þó lítið virðist vera um blogg þar á bæ)
Júlíu ( 5 staðreyndir í formi ljósmynda væri óneitanlega mjög kúl)
Pétur (sé fyrir mér myndir af limlestingum, geðsjúkum trúðum eða einhverju álíka)
Ragnheiði Hörpu