22.5.03

Jæja, nú byrja ég.
Ýmislegt misáhugavert hefur drifið á daga mína síðan ég kláraði síðasta prófið á miðvikudaginn, þys303, rétt slefaði yfir hana. Ég fór í sumarbústaðinn hans Péturs, nánar tiltekið í úthlíð, á föstudaginn ásamt fríðu föruneyti, og skemmtilegu líka. Pétur grillaði ofan í mannskapinn kjúkling og pulsur og Helga sá um meðlætið, stórgott alltsaman klappklapp. Síðan gerðist svosem ekkert merkilegt. Við átum, drukkum, tsjilluðum og dönsuðum fram á rauðanótt. Já svo fórum við líka í pottinn. Það var mjög næs, skáluðum þar oní fyrir hinu og þessu, aðalega þessu. Einhverjir fóru líka í brennó um kl.4 um nóttina (vott´ðe fokk?) á meðan ég og fleiri héldu áfram að skeiða um draumalöndin, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Úlfsins til að fá okkur með í leikinn. Þær tilraunir fólust meðal annars í því að góla á okkur og hoppa ofan á þakinu. Mjög skemmtilegt alltsaman.
Helgi átti dett ferðarinnar. Þegar hann hljóp uppúr pottinum inní bústað til að svara í símann flaug hann á hausinn um leið og hann steig á eitthvað blautt handklæði. Það var fyndið. Hann meiddi sig samt ekki neitt, sem er gott.
Um morguninn átum við síðan dýrindis góðar pönnukökkur, með ávöxtum. Einhver prófaði meira að segja pönnuköku vafða utan um banana. Það var nokkuð köff. Stórt jeij fyrir öllum sem komu að bakstri pönnukaknanna. Vá hvað þetta var óþjált. Því næst fórum við bara heim, glöð í bragði eftir vel heppnaða próflokaferð.

Enn og aftur hef ég hafið störf hjá fyrirtækinu Ræsir hf, nánar tiltekið í varahlutadeild. Þar hef ég verið undanfarin 3 sumur. Starf mitt felst meðal annars í því að taka til varahluti, raða þeim í hillur, senda þá út á land og svo leysi ég líka af á skiptiborðinu: „Ræsir góðan dag. Augnablik" - Þið getið heyrt þetta ef þið hringið í síma 5405400 milli kl.12:00 og 13:00. Þetta er ágætis 8:00-18:00 djobb, fínn peningur. Innilegar samúðarkveðjur til þeirra sem ekki hafa fengið vinnu í sumar.

Svo sótti ég einkunnirnar í dag. Ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, svona skítsæmilegt. Hef ekkert meira um það að segja.
Kóræfing á eftir og svo Hljómsveitaræfing þar á eftir, jibbí. Kannski að maður kíkji síðan á LA Café djammið eftir það. Aldrei að vita.

P.s: Ég vil þakka Daða fyrir tækniaðstoðina á þessum bloggræfli mínum. Fleiri linkar eru á leiðinni ásamt einhverri útlitsbreytingu.