Sargisarg.
12.12.04
11.12.04
The Filth
Kvikmynd getur fjallað um ýmislegt. Hún getur jafnvel ljóstrað upp um tilgang lífsins. En það eitt og sér getur ekki gefið okkur neitt vegna þess að við höfum ekki hugmynd um neitt. Við vitum ekki neitt. En ef við horfum á eitthvað sem við getum samsamað með sjálfum okkur, og því er skilað til okkar á nógu góðan, skilmerkilegan máta, þá getur það snert okkur á einhvern hátt.
Þetta á þá auðvitað við um nær alla aðra miðla. Bækur, myndlist, tónlist o.fl. Það fer þá allt eftir því hversu fær listamaðurinn er á sínu sviði; hvort honum takist að miðla einhverjum tilfinningum til fólks og þannig vekja upp einhverjar tilfinningar hjá fólki með sköpunarverki sínu.
Bætið við. Dragið frá.
9.12.04
Freedom Fighters
Vá hvað Ash er skemmtileg og góð hljómsveit. Ég flýg aftur um nokkur ár við að hlusta á þetta. Lög á borð við Burn Baby Burn, Envy, Girl from Mars, Oh Yeah og Sometimes láta mann gráta og vilja aftur verða hálfviti í 9. bekk.
8.12.04
Ég: ,,Já, eitthvað."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, þeir eru eiginlega bara svona copy/paste band af The Fall."
Ég: ,,Já, ok. Ég hef líka verið að hlusta svolítið á The Rapture og fíla þá ansi mikið, góður kraftur innan um þessar villtu lagasmíðar."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, einmitt. Þá myndi ég mæla með þessu bandi (sýnir mér einhvern disk) The Rapture eru mikið undir áhrifum frá þeim og þeir eru alveg frá árinu 1980."
Ég: ,,Ok."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Já, en ég mæli með þessari plötu með The Fall ef þú ert e-ð að hlusta á indie eins og Pavement á annað borð. Hún er frá þeirra skemmtilegasta tímabili."
Ég: ,,Ok. En hvað segiru, er þessi á þúsund kall?" (Sýni honum Singles safn með hljómsveitinni Ash)
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Ha, jájá."
Ég: ,,Kúl. Ég ætla að fá hana. Svo hef ég lengi ætlað að fá mér þessa (Boards of Canada - Music Has the Right to Children) Fá hana bara líka."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Ok. Ég fór einu sinni á tónleika með þeim. Þeir voru eiginlega ekkert sérstakir þó svo að diskarnir séu alveg fínir."
Ég: ,,Mhmm. Get trúað því."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Þetta band er líka mjög skemmtilegt."
Ég: ,,Ok."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Viltu poka?"
Ég: ,,Já takk." (Lætur mig fá pokann með diskunum í ásamt kortakvittun) ,,Takk fyrir."
Brjálaður indie-underground sérfræðingur: ,,Takk sömuleiðis."
7.12.04
Búið ykkur undir KÖTT DAUÐANS!
Angrandi þegar fólk köttar yfir á næsta lag á geisladiski rétt áður en lagið á undan klárast.
Það er líkt og ef maður væri tengdur við öndunarvél og það væri það eina sem héldi í manni lífinu, samt væri maður glaðvakandi, og öndunarvélinni væri síðan kippt úr sambandi. Maður ætti kannski eftir að kveðja ástvin sinn eða e-ð álíka.
OK, maður myndi kannski ekki deyja við óvænt lagaskipti á geisladiski, en mér finnst þetta vera e-ð í áttina.
6.12.04
5.12.04
Þvílíkur djöfulsins rokkari var maðurinn!
Enda var hann líka alltaf að negla kellinguna sína, átti einhver tuttugu stykki af börnum. Sem er álika mikið og meðal unglingsbarn á af farsímum í dag.
4.12.04
23.11.04
16.11.04
Ég er einhvern veginn ekki alveg tilbúinn til þess að fylgja þeim viðmiðum og gildum sem samfélagið býður mér upp á í dag.
Það er góð tilfinning þegar maður kemst að þöglu samkomulagi við einhvern annann einstakling þar sem báðir aðilar vita nákvæmlega hvað hinn meinar og öfugt. En það getur fokkað ýmsu upp ef að misskilningur ríkir þrátt fyrir að þöglu samkomulagi hafi verið náð. Jájá.
Mjög svo spennandi tímabil er framundan. Það er bara allt að gerast. Spurning hvort maður sé að taka allt of stóran pakka í einu og enda síðan bara í ruglinu, kókaín, krakk, LSD, þú veist, þetta venjulega.
Ég tel sjálfan mig ekki vera svo pólitískan, en maður reynir að fylgjast með og vita af þessum helstu atburðum. Bush vann Kerry, Michael Moore gerir ýmislegt vitlaust með krassandi ádeiluheimildarmyndum sínum, Borgarstjóri Reykjavíkur segir af sér vegna olíufjármála, lottótölur síðasta laugardags voru 6-9-20-26-34-bónustala-7, þið vitið, þetta helsta.
Þið vitið nefnilega alveg hvernig þetta er.
27.10.04
24.10.04
Loftöldur hinar Íslensku
Ég hef aldrei farið á neina tónlistarhátíð, hvorki hérlendis né erlendis. Aðeins sótt nokkra staka tónleika hér heima. Því var þetta mér ansi mikil upplifun að fara nú á Iceland Airwaves, mína fyrstu eiginlegu tónlistarhátíð. Fer yfir það sem ég sá og heyrði í stuttu máli.
Allt það sem ég sá var geðveikt skemmtilegt, fyrir utan Hood. Þeir voru áhugaverðir.
Mæli með þessu fyrir alla.
Fokk off.
11.10.04
10.10.04
Viðburðarríkt síðasta kvöld. Ég vann rassinn minn út like I don´t know what. Líkamsæfingar voru mikið iðkaðar, bæði hvað varðar þol vöðva og þol annarra líffæra við áfengisdrykkju. Þol vöðvanna, öfugt við það sem margir myndu halda, varð samt sem áður að lúta í lægra haldi vegna þess að keyrslan var þvílík og ég er allur lemstraður í dag og bara eiginlega alveg ónýtur. Svo var drykkjan heldur ekkert svo mikil.
Ég tók semsagt þátt á fótboltamóti MH með liðinu Tha Rockaz (hvernig sem það á að vera skrifað, að mínu mati líka svolítið tæpt nafn á liði). Fóboltamótið var ekki eini vettvangur íþróttaiðkunar þennan daginn. Ég fór nefnilega líka í kórbasket um daginn og þar er alltaf mikið tekið á. Þannig að maður átti víst að vera frekar heitur fyrir átök fótboltans. Það er nú víst samt málið með þennan tiltekna fótbolta fótboltamótanna í MH, að hann er tekinn misalvarlega af þáttakendum, og líklega taka áhorfendur hann minnst alvarlega.
Kvöldið hófst allavega á því að áðurnefnt lið mitt hittist í heimahúsi eins liðsmanna. Þar hófst *hóst*hófleg*hóst* drykkja liðsmanna, svona til að hóa hópinn saman, hóta nokkrum hó´s, berjá Hófí og, eins og orðatiltækið segir, peppa hópinn saman upp á hólinn.
Þegar við vorum orðnir nokkuð sprækir voru leigubílar teknir upp í Egilshöll. Þar hófst mótið og komumst við, okkur flestum að óvörum miðað við ástand flestra liðsmanna, upp í átta liða úrslit en töpuðum þá 0-1. Við vorum bara almennt séð nokkuð ánægðir með árangurinn. Ég lék í fremstu víglínu og skoraði þrjú mörk. Jeij. Svo var ég líka búinn að snyrta og betrumbæta yfirvaraskeggið mitt og þarna þar sem ég klæddist Bayern Munchen treyjunni minni leit ég út eins og hinn gleymdi þýski framherji/klámmyndaleikari frá 7. áratugnum. Fleira markvert gerðist svosem ekki á mótinu en þó gerði ég eitt sem ég er ekki alltof stoltur af.
Ég ætlaði niður í búningsklefa að fá mér vatn eða e-ð álíka. Þá kom ég að læstum dyrum. Ég hugsa með mér hvurslags háttalag þetta sé á strákunum, að læsa að sér. Ég prófa þá hinar dyrnar sem ég vissi að gengu að sama klefa og viti menn, þær eru ólæstar. Þar arka ég inn og á móti mér tekur fullt af kvennfólki sem voru að klára að klæða sig. Einhverrahluta vegna finnst mér þetta ekkert skrítið og held bara áfram inn klefann en mér heyrist samt sem einhver segi við mig: „Heyrðu vinur, hvað þykist þú vera að gera?"
7.10.04
4.10.04
29.9.04
26.9.04
Vó, minn bara kominn með þessa líka svaka fínu mottu. Ja hérna. Ég lít út eins og þýskur klámmyndaleikari frá 7. áratugnum hvorki meira né minna. Ógeðslega myndarlegur og sætur.
-
Djöfull væri það ömurlegt ef það væru leikhlé í knattspyrnu líkt og eru í handbolta eða í Amerískum fótbolta.
Jújú, vissulega.
24.9.04
Stundum finn ég fyrir sérstakri tilfinningu, tilfinningu sem er á sinn hátt góð. Hún lýsir sér einhvernvegin þannig að mér líður vel yfir einhverju sem enn er ólokið, yfir einhverju sem enn á eftir að gerast. Getur verið eitthvað sem maður á eftir að gera mikið af. Ýmist spennandi, skemmtilegir eða þægilegir hlutir, eða allt í senn.
Get tekið sem dæmi þegar ég sat í herberginu mínu fyrir nokkrum mánuðum. Ég var nýfluttur, ekki búinn að koma mér fyrir í herberginu og þá varð tilhugsunin um það þegar allt yrði klárt svo spennandi. Myndir komnar upp, öll húsgögn og allt skart komið á sinn stað, geisladiskarnir í röð og reglu og bara je. Oftar læðist þessi tilfinning upp þegar að mikið hefur verið að gera, stress í gangi og mikið liggur við, eins og t.d. fyrir lokapróf eða e-ð álíka mikilvægt. Nær undantekningalaust kemur þetta fyrir þegar að góð og þægileg tónlist er í gangi, tónlist sem vekur sterkar tilfinningar innra með manni.
Einnig getur þessi sérstaka tilfinning borið af sér mikla draumóra og dagdrauma. Spila með hljómsveitinni sinni og slá í gegn, ef ekki væri nema eina kvöldstund, fá frábæra umsögn o.s.frv.
Kannast einhver við þetta? Hefur einhver eitthvað orð yfir þetta? Ég geri veika tilraun til þess að koma orðum yfir þessa sérstöku tilfinningu og kalla hana „þetta verður allt í lagi" tilfinningin.
Eða er þetta aðeins eitthvað fáránlegt raus í mér.
Hið auma og fíkniefnakennda deyfilyf sem kærulausi maðurinn sprautar sig með þegar í harðbakkann slær?
Veit ekki.
20.9.04
Það er eitthvað svo fúlt þegar að litla plastdótið, sem heldur skóreiminni saman á endanum svo hún trosni ekki í sundur, dettur af. Það stingur eitthvað svo í stúfana við heildarmyndina af skónum, sérstaklega ef þeir eru nýlegir. Líkt og þegar ég stakk gafli í augað á einhverjum kettlingi um daginn. Það stak reyndar bara frekar mikið í augun almennt.
En þetta eru náttúrulega bara smámunir sem að maður á ekki að láta fara í taugarnar á sér. Ef eitthvað á að fara í taugarnar á manni, þá ætti það að minnsta kosti að vera eitthvað virkilega þess virði, eitthvað sem er það stórt að maður hafi eitthvað upp úr því að láta það fara í taugarnar á sér.
En lang best held ég að sé að reyna að vera sem þolinmóðastur. Telja upp að tíu. Ekki ana út í eitthvað pirringsrugl eins og Kolbeinn Kapteinn hér áður fyrr heldur láta hlutina líða hjá í rólegheitunum og takast síðan á við þá með varlegheitum, meiri þolinmæði og jafnvel örlítilli undirgefni.
ok.
16.9.04
13.9.04
Jæja, nóg komið af því að gera ekki neitt. Skólinn laungu byrjaður og nú tekur bara við harkan sex.
Nær alltaf þegar ég kem heim frá útlöndum, þá reyni ég að halda öllum kvittunum, farmiðum og kassakvittunum til haga frá viðkomandi útlandi. Ég þoli ekki íslenska verðmiða á geisladiskahulstrunum mínum en öllum verðmiðum á hljómdiskum sem ég kaupi í útlöndum finnst mér gaman að leyfa að vera á (tölurnar eru líka oftar en ekki lægri en íslensku upphæðirnar).
4.8.04
er að gera ekki neitt. Það jafnast ekkert á við það. Liggja upp í rúmi og gera ekki neitt. Þetta fellst ekki í svefni heldur fellst þetta í nær algjöru aðgerðarleysi. Hangandi í tölvunni, liggjandi upp í rúmi eins og áður sagði, og bara hugsa. Um eitthvað og ekki neitt. Það held ég að sé mjög hollt endrum og sinnum. Ég átti einmitt einn slíkan dag s.l. frídag verslunarmanna. Þá var maður frekar útkeyrður eftir spilamennsku og road trip til og frá Galtalæk daginn áður. Þannig að ég svaf út til hádegis og gerði síðan bara ekki neitt. Ráfaði bara um á kínasloppnum, hékk í tölvunni, drakk kaffi, ráfaði meira um á kínasloppnum...þið náið hugmyndinni.
Að vísu þurfti ég að standa upp og klæða mig um kvöldið til þess að fara að horfa á City of God (góð mynd) með Árna, Írisi og Olgu. Æjæj. Aumingja ég.
Annað sem er mjög skemmtilegt að gera er að sitja á kaffihúsi í hópi margra góðra vina. Sérstaklega eftir að hafa borðað ógeðslega, geðveikt, brjálað, gott grænmetislasagna ásamt snilldarlega rifnum basilikublöðum og ótrúlega flott sneiddum sveppum.
Mmmmm mmm.
29.7.04
26.7.04
19.7.04
That´s more like it!
Fyrir hönd ,,That´s more like it!" deildar www.haraldur.blogspot.com,
Sljéttuhundur
18.7.04
Jeij
12.7.04
Ískaldur bjór, freyðivín, 12 ára gamalt single malt Islay viskí, salsasósa, piparsósa, kíwívín, sprite, volgur bjór, president, svart blektúss, meira kíwívín og sprite, kahlua þeytt saman við pekanhnetuís, bjór, of sterkt blandaður hvítur rússi, enn meira kíwívín, president, bjór sem dottið hefur í jörðina og snúist í fimm hringi áður en hann staðnæmist - tómur, kók, soraviskí, president og mix.
Sé þessu öllu blandað saman ásamt hæfilegum skammti af dvd tónlist og karlmannlegum dansi og öskrum má fá út einn allsherjar ógeðisdrykk auk góðrar þynku í kjölfarið daginn eftir. Inn í allt þetta má skjóta smá bæjarferð klukkan 4 um nótt með 5 sekúndna viðkomu á sólon.
Við má bæta miklu bulli og miklum húmor sem allir hlæja að en enginn skilur nema tveir innan hópsins.
Til að toppa þetta alltsaman er gott að horfa á Shaolin Soccer og Wrongfully Accused í þynkunni kvöldið eftir. Það eikur sýrustig heilans til muna og almennt alla ógeðheilbrigði.
Gott í morgunsárið eða bara hvenær dagsins sem er.
11.7.04
Hvaða helvítis rugl er þetta???!!! Hverskonar bloggfærsla var þetta hjá þér Haraldur? Varstu kannski fullur í gær??? HA? Ég krefst þess að þú ritir eitthvað aðeins innihaldsríkara næst, eitthvað sem er það ríkt, að þessa vefmiðils verður minnst allt til ársins 2056.
Fyrir hönd ruglseftirlits www.haraldur.blogspot.com
Sléttuhundur
9.7.04
margt sem ég gæti skrifað um er hent hefur mig undanfarna daga, eins og Eistlandsferð með kórnum o.fl. en mér finnst meira spennandi á þessu augnabliki að velta því fyrir mér hvernig það væri ef að til væri skrúfblýantur er notast við 50.0 blý í staðin fyrir 0.5 blý. 5cm þykkt blý. Það væri heví massíft.
Já.
Það er nú svo.
3.7.04
Tad vottar fyrir sma bleytu i harinu minu er eg rita tetta vegna tess ad her i tallin er alveg migandi rigning. Tad er samt sem adur gaman ad segja fra tvi ad her er mikid af hressum leigubilstjorum sem eru frekar nice a tvi. Teir ymist tala vid mann a godri eistnesku, blasta eistneska tjodlagatonlist eda rippa mann svo aerlega ad tad halfa vaeri nog. Samt kostar adeins 500 til 1000 isl. kronur ad aka i ca. 15 minutur. It's niiice.
Kved fra Eistlandi i bili og sjaumst eftir nokkra daga.
25.6.04
Haraldur er á förum til Eistlands. Ég veit ekki með vissu hversu lengi hann mun þar verða eða hvað hann ætlar að gera en ég vona að það verði gaman hjá honum og að hann muni njóta ferðarinnar til hins ítrasta.
Sökum þessa skyndilega brotthvarfs Haraldar mun lítið verða um skrif frá honum næstu daga. En við skulum vona að ekki lýði á löngu þar til leturkóði Haraldar birtist aftur á skjánum þínum. Lifið heil þangað til.
Fyrir hönd ferðamálaráðuneytis www.haraldur.blogspot.com,
Sléttuhundur
24.6.04
Þakka þér fyrir sléttuhundur. Ég fór að þínum ráðum og naut dagsins til hins ítrasta.
19. Júní, Dagur kvenna og Haraldar. Afmælisdagurinn var frábær. Veðurguðirnir voru mér og öðrum hliðhollir og garðpartíið heppnaðist mjög vel. Ég vil þakka öllum sem sáu sér fært að mæta, og öllum hinum líka. Takk fyrir allar gjafirnar og kortin. Það mátti samt lesa mjög skýr skilaboð út úr öllu þessu gífurlega magni af sælgæti sem mér var gefið... að ég væri hreinlega ekki nógu feitur. Ég veit, ég veit, nú tek ég mig á. Lofa.
Um kvöldið var svo kórpartí hjá Tobba, sem var kröftugt. Góður endir á góðum degi.
---
Ég kláraði loksins að horfa á Wild at Heart um daginn. Ég hef bara alltaf verið svo syfjaður þegar ég reyndi að njóta þessarar eðal myndar, að það bara gekk aldrei. Ég er alltof kvöldsvæfur. En núna hefur það tekist, og Wild at Heart er einkar skemmtileg mynd, og skrítin. Kynna mér fleiri Lynch myndir.
---
Kominn er tími til þess að fá sér ný gleraugu, held ég. Ég er orðinn þreyttur á mínum gömlu, fyrir löngu, enda geng ég varla með þau lengur, týndi þeim eiginlega um daginn. Verð samt eiginlega að hafa einhver til að geta farið í bíó og leikhús, og kannski til að keyra líka. Mamma og pabbi eru orðin þreytt á að fá svona mikið af kvörtunum og reikningum fyrir skemmdum götuskiltum og keilum frá kópavogsbæ. En þettta leiðir okkur einmitt að spurningu sem bróðir minn bar upp að mér um daginn: Hvenær ætlar Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson að fá sér ný gleraugu?
19.6.04
17.6.04
Fór í select til þess að gera eitthvað. Sorglegt. Ég veit. Þar hitti ég fyrir 75% meðlima hljómsveitarinnar Búdrýgindi, þá Magga, Benna og Axel og átti við þá gott spjall um allt og ekkert, tónlist og? Nokkru seinna koma til okkar tveir strákar, svona á að giska um 16 ára aldurinn, frekar dökkir yfirlitum og virtust hafa verið að drekka áfengi. Annað hvort það eða þeir voru bara svona miklir vitleysingar. Annar þeirra var með svona hálfvitalegt glott alltaf hreint, eins og hann kynni ekkert annað. Hinn, sem ég kýs að kalla Tæpan (hann var frekar tæpur á því) stendur fyrir framan hálfvitaglottið og hefur samræður við okkur. Maður gat séð það árið 1985 að hann ætlar að vera rosalega fyndinn.
Tæpur: „Hey strákar, eruð þið í þanna hljómsveitinni Búdrýgindi?"
Hálfvitaglott:„huhuhuhu...búdrýgindi... huhuhuhu" (Hálfvitaglottið byrjar nú að hlæja hálfvita hlátrinum sínum)
75% Búdrýgindi: Já (augljóslega vanir þessari spurningu)
Tæpur: Hehe, má ég fá eiginhandaáritun?
Hálfvitaglott (fer nú að hlægja ennþá meiri hálfvitahlátri) HUHUHUHUHUUHHHUUU...eiginhandaáritun...HUHUHUHUHUHHHHUUUU
75% Búdrýgindi: (Líta hvor á annan, þetta var frekar lélegt grín, en Maggi svarar að bragði): Ég er ekki með penna.
Tæpur: Æji...(hann fer eitthvað að einu afgreiðslu borðinu)
Hálfvitaglott: Huhuhuhu....eiginhandaáritun....hihihuhuhu
Tæpur: (kemur að vormu spori aftur með blað og penna og réttir að okkur) Hérna. Gefið mér eiginhandaáritun.
Ja hérna. Þetta var frekar hallærislegt. Blaðið gengur frá Magga til Benna og því næst til Axels og þeir hripa nöfnin sín niður á blaðið (Axel skrifaði að vísu Laugarvegur á blaðið, það var gott grín). Því næst rétti Tæpur mér blaðið.
Tæpur: Hérna, skrifa þú líka.
Ég: En ég...
Tæpur: ha?
Ég sá mér leik á borði og skrifaði nafnið mitt þegjandi og hljóðalaust á blaðið. Þar með var ég bara í einni sviphendann orðinn meðlimur rokksveitarinnar Búdrýgindi og fyllti þar með upp þau 25% sveitarinnar sem vantaði þetta kvöldið.
Tæpur (með ógeðslegu og hræsnislegu brosi)Takk strákar.
100% Búdrýgindi Það var ekkert.
Hálfvitaglott Huhuhuhuhu...þú ert svo fyndinn...hiihihuuuuhuhu
Tæpur Hehe, ég veit.
Hálfvitaglott Hhuhuhuhuiah....eiginhandaáritun....huhuhuhuuuhu
Eftir þetta skondna atvik gerði ég eins og hljómsveitarmeðlimir mínir í Búdrýgindum og dreif mig í burtu. Fór heim og gerði þriðju tilraun til þess að klára að horfa Wild at Heart eftir David Lynch en sú tilraun fór eins og hinar tvær. Ég sofnaði.
Hvenær er svo næsta æfing strákar?
16.6.04
Haraldur Ágústsson er eigandi þessa rafmiðils. Hann ritaði ýmislegt misgáfulegt sumarið 2003 en lét ritstörfin eiga sig er lýða tók á haustið. Nú hyggst Haraldur taka lyklaborðið upp úr rykföllnum kassa og rita svolítið í sumar og vonandi lengur, jafnvel til ársins 2013.
Rafmiðill þessi verður þó með örlítið breyttu sniði frá því áður.
Stærsta, og í raun eina eftirtektarverða breytingin felst í tilkomu sléttuhunds nokkurs. Leyfið mér að kynna sjálfan mig. Ég er yfirleitt kallaður sléttuhundur. Sléttuhundar(e.meerkat) eru lítil og snögg spendýr er lifa einna helst á sléttum Suður Afríku, lýkt og Tímon í Konungi Ljónanna. Þið getið lesið meira um mig hér.
Ég lyfi helst á mosum, og þykja mér þá svokallaðir dúndurmosar sérstaklega góðir. Algjört lostæti. En fyrst og fremst lyfi ég á góðum skrifum frá Haraldi Ágústssyni. Ef hann er ekki duglegur að rita niður ýmislegt sem að honum dettur í hug á sinni venjulegu lífsgöngu, þá mun ég veslast upp og deyja.
Samt sem áður verða öll skrif frá Haraldi Ágústssyni, sem eiga að birtast á þessum rafmiðli, að berast til mín, verða lesin af mér og að lokum samþykkt áður en þau fá að njóta birtingar á haraldur.blogspot.com. Þetta geri ég til að tryggja það að engin óþægindi skapist vegna vissra furðulegra þenkinga Haraldar sem hann á stundum til að deila, óvart eða viljandi, meðal fólks. Með þessu fyrirkomulagi ættu allir að vera hultir.
Aðrar breytingar, svo sem útlitsbreytingar og hlekkjabreytingar, hafa nú þegar verið gerðar og getið þið átt von á því að ennþá frekari úrbætur muni eiga sér stað á næstunni.
Þá kveð ég að sinni og vona að þið eigið eftir að njóta þeirra skrifta sem koma munu frá Haraldi í sumar.
Fyrir hönd öryggisdeildar www.haraldur.blogspot.com,
Sléttuhundur